„Mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 13:33 Albert Guðmundsson var aðeins einu sinni í byrjunarliði Íslands í leikjunum fjórum í júní og það var í vináttulandsleiknum gegn San Marínó. Getty Arnar Þór Viðarsson fór ekki leynt með óánægju sína með framgöngu Alberts Guðmundssonar, í júní, þegar hann útskýrði af hverju Albert væri ekki í nýjasta landsliðshópi Íslands í fótbolta. „Ég var mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í síðasta glugga,“ sagði Arnar en útskýrði ekki nákvæmlega hvernig hugarfar Alberts hefði ekki verið sér að skapi. Albert kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum í Þjóðadeildinni í júní en lék ekkert í þriðja leiknum. Seinni leikurinn sem hann spilaði var á heimavelli gegn Ísrael þar sem hann kom inn á á 89. mínútu. „Fyrir mér er það þannig að það að vera í íslenska landsliðinu er mikill heiður og það kallar á hundrað prósent hugarfar, alla daga og alltaf. Þú ert annað hvort hundrað prósent með okkur í þessu eða ekki,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við þurfum ekki að horfa neitt langt í baka og vitum öll að bestu leikmenn íslenska landsliðsins undanfarin ár hafa alltaf sett frammistöðu liðsins fram yfir sína eigin frammistöðu. Það er eina leiðin til að ná árangri,“ bætti Arnar Við. Hann útilokar ekki að velja Albert aftur síðar, þó að Albert verði ekki með í leikjunum við Venesúela og Albaníu í þessum mánuði: „Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga en ég er ekki að loka neinum dyrum fyrir framtíðina. Ef og þegar Albert er tilbúinn að vera hluti af okkar liðsheild og vinna innan þess ramma sem að ég set þá er að sjálfsögðu pláss fyrir hæfileikaríkan leikmann eins og Albert í landsliðinu.“ Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16. september 2022 13:34 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Ég var mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í síðasta glugga,“ sagði Arnar en útskýrði ekki nákvæmlega hvernig hugarfar Alberts hefði ekki verið sér að skapi. Albert kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum í Þjóðadeildinni í júní en lék ekkert í þriðja leiknum. Seinni leikurinn sem hann spilaði var á heimavelli gegn Ísrael þar sem hann kom inn á á 89. mínútu. „Fyrir mér er það þannig að það að vera í íslenska landsliðinu er mikill heiður og það kallar á hundrað prósent hugarfar, alla daga og alltaf. Þú ert annað hvort hundrað prósent með okkur í þessu eða ekki,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við þurfum ekki að horfa neitt langt í baka og vitum öll að bestu leikmenn íslenska landsliðsins undanfarin ár hafa alltaf sett frammistöðu liðsins fram yfir sína eigin frammistöðu. Það er eina leiðin til að ná árangri,“ bætti Arnar Við. Hann útilokar ekki að velja Albert aftur síðar, þó að Albert verði ekki með í leikjunum við Venesúela og Albaníu í þessum mánuði: „Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga en ég er ekki að loka neinum dyrum fyrir framtíðina. Ef og þegar Albert er tilbúinn að vera hluti af okkar liðsheild og vinna innan þess ramma sem að ég set þá er að sjálfsögðu pláss fyrir hæfileikaríkan leikmann eins og Albert í landsliðinu.“
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16. september 2022 13:34 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16. september 2022 13:34