„Þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2022 12:01 Vel rúmlega 1100 börn bíða eftir að komast að hjá fagfólki Skólaþjónustu Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi segir ástandið stjórnlaust. Það sé hættulegt að láta börn í andlegri vanlíðan bíða eftir sálfræðiþjónustu. Önnur 874 börn hafa fengið fyrsta viðtal en bíða frekari þjónustu, samtals bíða því nú 2017 börn eftir þjónustu hjá Skólaþjónustunni. Sérfræðiþjónusta við leik-og grunnskóla á sviði faglegrar ráðgjafar og sálfræðiþjónustu er í þjónustumiðstöðvum hjá hverfum borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir 400 börn hafa verið á þessum sama biðlista þegar hún hóf störf sem borgarfulltrúi 2018 en nú eru þau 2017. „Það er svo ótrúlega hættulegt að bíða þegar börn eru í vanlíðan. Ég óttast náttúrulega alltaf mest að þau grípi til örþrifaráða ef þau eru búin að bíða lengi og kannski komin á unglingsárin. Þau hafa ekki fengið hlustun og þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Á dögunum greindi fréttastofa frá því að 618 börn bíða nú eftir sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þörfin er bersýnilega mikil. Kolbrún segir að ekki sé hægt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. „Eitt er fyrir fullorðið fólk að bíða en allt annaðfyrir börn sem eru að taka út sinn þroska og móta sína sjálfsmynd með andlega vanlíðan og sálfræðileg vandamál. Það er í rauninni með ólíkindum að þau séu látin bíða lon og don. Maður fer líka að hugsa hvernig við erum að undirbúa krakka og börn fyrir framtíðina ef þau koma út í lífið án þess að hafa fengið nauðsynlega aðstoð með sín vandamál.“ Borgarstjórn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Geðheilbrigði Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Önnur 874 börn hafa fengið fyrsta viðtal en bíða frekari þjónustu, samtals bíða því nú 2017 börn eftir þjónustu hjá Skólaþjónustunni. Sérfræðiþjónusta við leik-og grunnskóla á sviði faglegrar ráðgjafar og sálfræðiþjónustu er í þjónustumiðstöðvum hjá hverfum borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir 400 börn hafa verið á þessum sama biðlista þegar hún hóf störf sem borgarfulltrúi 2018 en nú eru þau 2017. „Það er svo ótrúlega hættulegt að bíða þegar börn eru í vanlíðan. Ég óttast náttúrulega alltaf mest að þau grípi til örþrifaráða ef þau eru búin að bíða lengi og kannski komin á unglingsárin. Þau hafa ekki fengið hlustun og þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Á dögunum greindi fréttastofa frá því að 618 börn bíða nú eftir sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þörfin er bersýnilega mikil. Kolbrún segir að ekki sé hægt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. „Eitt er fyrir fullorðið fólk að bíða en allt annaðfyrir börn sem eru að taka út sinn þroska og móta sína sjálfsmynd með andlega vanlíðan og sálfræðileg vandamál. Það er í rauninni með ólíkindum að þau séu látin bíða lon og don. Maður fer líka að hugsa hvernig við erum að undirbúa krakka og börn fyrir framtíðina ef þau koma út í lífið án þess að hafa fengið nauðsynlega aðstoð með sín vandamál.“
Borgarstjórn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Geðheilbrigði Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira