Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2022 13:30 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. Málið snýst um Palestínumann sem sótti um hæli hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekki var hægt að flytja fólk úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sem flytur málið bendir á að reglur séu þannig að ef stjórnvöld nái ekki að ljúka meðferð slíkra mála innan 12 mánaða þá fái viðkomandi efnismeðferð. Í tilviki Palestínumannsins hafi þessi frestur runnið út - og vísað til þess að maðurinn hefði sjálfur tafið mál sitt, eins og raunar í tilvikum margra annarra í sömu stöðu. „Og málið snýst í rauninni bara um það, þennan núans, hvort það sé hægt að kenna þessu fólki um að það hafi ekki verið hægt að flytja það úr landi, meðal annars vegna reglna þar um í Grikklandi, hvort það hafi verið þeim að kenna,“ segir Helgi. „Hingað til hafa menn bara verið taldir hafa tafið málið ef þeir hafa látið sig hverfa eða mæta ekki í viðtölin og svo framvegis. En þarna erum við með hóp sem gerði ekkert ólöglegt.“ Málið yrði ekki fordæmisgefandi til framtíðar heldur sneri að fólki sem kom hingað til lands á afmörkuðu tímabili í faraldrinum. En vinnist málið gæti þó talsvert stór hópur fengið efnismeðferð, að sögn Helga. „Það er eiginlega alveg bókað. En hversu stór sá hópur er fer eftir því hvernig niðurstaðan er útfærð. En það er alveg öruggt að það yrðu allavega einhverjir tugir. Og eftir því hvernig niðurstaðan kemur út gæti það slagað í hundrað manns.“ Hvernig finnst þér framferði stjórnvalda í þessu máli? „Það er nokkuð harkaleg framganga aðmínu mati. Ég tel, og ég held að margir séu á þeirri skoðun, að stjórnvöld hafi ranglega sakað þennan hóp um að hafa tafið mál sitt,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Málið snýst um Palestínumann sem sótti um hæli hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekki var hægt að flytja fólk úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sem flytur málið bendir á að reglur séu þannig að ef stjórnvöld nái ekki að ljúka meðferð slíkra mála innan 12 mánaða þá fái viðkomandi efnismeðferð. Í tilviki Palestínumannsins hafi þessi frestur runnið út - og vísað til þess að maðurinn hefði sjálfur tafið mál sitt, eins og raunar í tilvikum margra annarra í sömu stöðu. „Og málið snýst í rauninni bara um það, þennan núans, hvort það sé hægt að kenna þessu fólki um að það hafi ekki verið hægt að flytja það úr landi, meðal annars vegna reglna þar um í Grikklandi, hvort það hafi verið þeim að kenna,“ segir Helgi. „Hingað til hafa menn bara verið taldir hafa tafið málið ef þeir hafa látið sig hverfa eða mæta ekki í viðtölin og svo framvegis. En þarna erum við með hóp sem gerði ekkert ólöglegt.“ Málið yrði ekki fordæmisgefandi til framtíðar heldur sneri að fólki sem kom hingað til lands á afmörkuðu tímabili í faraldrinum. En vinnist málið gæti þó talsvert stór hópur fengið efnismeðferð, að sögn Helga. „Það er eiginlega alveg bókað. En hversu stór sá hópur er fer eftir því hvernig niðurstaðan er útfærð. En það er alveg öruggt að það yrðu allavega einhverjir tugir. Og eftir því hvernig niðurstaðan kemur út gæti það slagað í hundrað manns.“ Hvernig finnst þér framferði stjórnvalda í þessu máli? „Það er nokkuð harkaleg framganga aðmínu mati. Ég tel, og ég held að margir séu á þeirri skoðun, að stjórnvöld hafi ranglega sakað þennan hóp um að hafa tafið mál sitt,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira