Fótbolti

Sjáðu markið: Andri Lucas skoraði sitt fyrsta mark í Ís­lendinga­slag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Lucas Guðjohnsen er kominn á blað í Svíþjóð.
Andri Lucas Guðjohnsen er kominn á blað í Svíþjóð. ifknorrkoping.se

Íslendingalið Norrköping gerði 2-2 jafntefli við Kalmar í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag. Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Alls voru fimm Íslendingar í eldlínunni í leikjunum tveimur í Svíþjóð.

Ari Skúlason, Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson voru allir í byrjunarliði Kalmar sem tók á móti Kalmar. Þar var Davíð Kristján Ólafsson í vinstri bakverðinum. Heimamenn í Norrköping leiddu í hálfleik en gestirnir jöfnuðu snemma í þeim síðari.

Á 59. mínútu kom Andri Lucas inn af bekknum og aðeins mínútu síðar var hann búinn að skila boltanum í netið. Hann var þá réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu Arnórs Sigurðssonar. Staðan orðin 2-1 en þegar fimm mínútur lifðu leiks jöfnuðu gestirnir metin í 2-2, reyndust það lokatölur.

Norrköping er eftir leik dagsins í 10. sæti með 25 stig eftir 23 leiki. 

Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði þegar topplið Häcken fékk Hammarby í heimsókn. Eftir að lenda undir þá jöfnuðu heimamenn í Häcken og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli. Valgeir Lunddal fékk gult spjald í fyrri hálfleik og var tekinn af velli í hálfleik. 

Jafnteflið þýðir að Häcken er með tveggja stiga forystu á Djurgården sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×