„Amma, maturinn stingur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2022 14:11 Alls voru þrjár teiknibólur ofan í pokanum. Kona sem lenti í því að þriggja ára barnabarn hennar fann teiknibólur í morgunkorninu sínu segir upplifunina hafa verið hræðilega. Verið er að skoða hvernig þetta gat gerst og en það er undir Matvælastofnun komið að innkalla vöruna. Ásta Gunna Kristjánsdóttir sat í gærmorgun heima hjá sér ásamt þriggja ára barnabarni sínu sem var í heimsókn yfir helgina. Barnabarn Ástu var að borða morgunkorn sem hún hafði keypt tveimur vikum áður á Siglufirði. Morgunkornið heitir Cocoa Alpha Bites og er frá fyrirtækinu BEAR. „Hún fær morgunmat einn dag þarna fyrir norðan og svo tek ég pakkann með mér heim. Svo er hún hjá mér núna um helgina og ég gef henni að borða. Ég sit hjá henni, þá tekur hún úr munninum teiknibólu og segir „Amma, maturinn stingur“ og segir mér að hún hafi meitt sig í tönnunum. Ég spyr hana hvað hún er með þá var hún með teiknibólu í munninum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Hefði getað farið verr Ásta fann tvær teiknibólur í viðbót í pokanum sem barnabarn hennar hafði verið að borða úr. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við en hafði samband við innflytjandann og kjörbúðina. Kjörbúðin tók vöruna samstundis úr hillum hjá sér. „Þetta er bara hræðilegt. Ég á ársgamalt barnabarn, ef ég hefði verið að mata hana þá hefði hún kyngt í þessu,“ segir Ásta. Telur þetta vera skemmdarverk Hún gerir ráð fyrir að um sé að ræða skemmdarverk hjá einhverjum sem starfar við framleiðslu vörunnar en morgunkornið er framleitt í Litáen. „Það hlýtur eiginlega vera, það getur enginn sagt mér að teiknibóla fari óvart í morgunmat hjá börnum. Þetta er lokaður pakki og innsiglaður og allt,“ segir Ásta. Í samtali við fréttastofu segir Axel Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Omax ehf. sem flytur vöruna inn, að fyrirtækið skoða málið í samráði við MAST sem sér um innköllun vörunnar. Síðasti söludagur morgunkornsins sem teiknibólurnar fundust í er 18. júlí 2023. Börn og uppeldi Matur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Ásta Gunna Kristjánsdóttir sat í gærmorgun heima hjá sér ásamt þriggja ára barnabarni sínu sem var í heimsókn yfir helgina. Barnabarn Ástu var að borða morgunkorn sem hún hafði keypt tveimur vikum áður á Siglufirði. Morgunkornið heitir Cocoa Alpha Bites og er frá fyrirtækinu BEAR. „Hún fær morgunmat einn dag þarna fyrir norðan og svo tek ég pakkann með mér heim. Svo er hún hjá mér núna um helgina og ég gef henni að borða. Ég sit hjá henni, þá tekur hún úr munninum teiknibólu og segir „Amma, maturinn stingur“ og segir mér að hún hafi meitt sig í tönnunum. Ég spyr hana hvað hún er með þá var hún með teiknibólu í munninum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Hefði getað farið verr Ásta fann tvær teiknibólur í viðbót í pokanum sem barnabarn hennar hafði verið að borða úr. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við en hafði samband við innflytjandann og kjörbúðina. Kjörbúðin tók vöruna samstundis úr hillum hjá sér. „Þetta er bara hræðilegt. Ég á ársgamalt barnabarn, ef ég hefði verið að mata hana þá hefði hún kyngt í þessu,“ segir Ásta. Telur þetta vera skemmdarverk Hún gerir ráð fyrir að um sé að ræða skemmdarverk hjá einhverjum sem starfar við framleiðslu vörunnar en morgunkornið er framleitt í Litáen. „Það hlýtur eiginlega vera, það getur enginn sagt mér að teiknibóla fari óvart í morgunmat hjá börnum. Þetta er lokaður pakki og innsiglaður og allt,“ segir Ásta. Í samtali við fréttastofu segir Axel Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Omax ehf. sem flytur vöruna inn, að fyrirtækið skoða málið í samráði við MAST sem sér um innköllun vörunnar. Síðasti söludagur morgunkornsins sem teiknibólurnar fundust í er 18. júlí 2023.
Börn og uppeldi Matur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira