Fjölskyldan stjörf er hann fékk rautt eftir tuttugu sekúndna frumraun Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 08:32 Shoya Nakajima virtist varla trúa eigin augum þegar hann var rekinn af velli en mamma hans brast í grát. Skjáskot/BEIN Japanski landsliðsmaðurinn Shoya Nakajima átti sannkallaða martraðarbyrjun í fyrsta heimaleik sínum fyrir tyrkneska liðið Antalyaspor. Nakajima var sendur inn á til að hjálpa sínu liði í erfiðum leik gegn liði Birkis Bjarnasonar, Adana Demirspor, eftir sextíu mínútna leik. Japaninn náði hins vegar bara að vera inni á vellinum í um 20 sekúndur áður en hann var rekinn af velli fyrir tæklingu, eins og sjá má hér að neðan. Shoya Nakajima makes his debut for Antalyaspor On the pitch for no longer than 20 seconds before committing a late tackle... ...for which he's shown a straight red card after VAR And the broadcaster had a camera on his family/friends pic.twitter.com/6fcKfOVIqx— x - Dan Orlowitz (@aishiterutokyo) September 18, 2022 Dómarinn ætlaði að vísu í fyrstu aðeins að sýna Nakajima gult spjald en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi lyfti hann rauða spjaldinu. Þar með voru leikmenn Antalyaspor aðeins níu gegn tíu, því Soner Aydogdu hafði fengið rautt spjald strax á áttundu mínútu og gestirnir misst mann af velli rétt fyrir hálfleik. Liðsfélagar Birkis, sem sat á varamannabekknum, unnu að lokum auðveldan 3-0 sigur. Fjölskylda Nakajima var á meðal áhorfenda í fyrsta heimaleiknum hans og tyrknesku sjónvarpsmennirnir voru búnir að finna hana þegar rauða spjaldið fór á loft. Í stað þess að geta sýnt stolta móður og aðra fjölskyldumeðlimi fylgdist fjölskyldan stjörf með því sem á gekk og á endanum grúfði móðirin andlitið í höndum sér. Nakajima, sem er 28 ára, kom ókeypis til Antalyaspor eftir að hafa orðið samningslaus hjá portúgalska félaginu Portimonense í sumar. Hann hefur einnig spilað með Porto, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar, og heima í Japan. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Nakajima var sendur inn á til að hjálpa sínu liði í erfiðum leik gegn liði Birkis Bjarnasonar, Adana Demirspor, eftir sextíu mínútna leik. Japaninn náði hins vegar bara að vera inni á vellinum í um 20 sekúndur áður en hann var rekinn af velli fyrir tæklingu, eins og sjá má hér að neðan. Shoya Nakajima makes his debut for Antalyaspor On the pitch for no longer than 20 seconds before committing a late tackle... ...for which he's shown a straight red card after VAR And the broadcaster had a camera on his family/friends pic.twitter.com/6fcKfOVIqx— x - Dan Orlowitz (@aishiterutokyo) September 18, 2022 Dómarinn ætlaði að vísu í fyrstu aðeins að sýna Nakajima gult spjald en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi lyfti hann rauða spjaldinu. Þar með voru leikmenn Antalyaspor aðeins níu gegn tíu, því Soner Aydogdu hafði fengið rautt spjald strax á áttundu mínútu og gestirnir misst mann af velli rétt fyrir hálfleik. Liðsfélagar Birkis, sem sat á varamannabekknum, unnu að lokum auðveldan 3-0 sigur. Fjölskylda Nakajima var á meðal áhorfenda í fyrsta heimaleiknum hans og tyrknesku sjónvarpsmennirnir voru búnir að finna hana þegar rauða spjaldið fór á loft. Í stað þess að geta sýnt stolta móður og aðra fjölskyldumeðlimi fylgdist fjölskyldan stjörf með því sem á gekk og á endanum grúfði móðirin andlitið í höndum sér. Nakajima, sem er 28 ára, kom ókeypis til Antalyaspor eftir að hafa orðið samningslaus hjá portúgalska félaginu Portimonense í sumar. Hann hefur einnig spilað með Porto, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar, og heima í Japan.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira