Var ekki í öryggisbelti þegar hann fór útaf veginum og lést Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2022 06:38 Banaslysið varð á Örlygshafnarvegi sem liggur að Látrabjargi. Vísir/Vilhelm Ökumaðurinn sem lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á bröttum vegi nærri Látravík var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Slysið átti sér stað 12. nóvember síðastliðinn. Ökumaðurinn, 73 ára karlmaður, var á breyttum Toyota Land Cruiser, nýskráðum 1997, á Örlygshafnarvegi á leið í átt að Látravík. Í skýrslunni segir að miðja vegu niður brattan veg hafi hann misst stjórn á bifreiðinni þannig að hún fór út af veginum og niður fyrir hann, þar sem hún valt. Bifreiðin fannst ekki fyrr en 14. nóvember og var ökumaðurinn látinn þegar komið var að. Hann var einn í bifreiðinni og dánarorsök sögð ofkæling. Hann hafði hins vegar einnig hlotið höfuð- og brjóstholsáverka og rannsóknarnefndin telur mögulegt að maðurinn hefði lifað slysið af ef hann hefði verið spenntur í öryggisbelti. Bifreiðin, sem var skráð torfærubifreið, var óskoðuð þegar slysið átti sér stað og þá voru ummerki um nýlega viðgerð á hemlum, þar sem skipt hafði verið um alla diska, klossa og þrjár hemladælur af fjórum. Viðgerðinni virðist hafa verið ólokið en ósennilegt að það hafi orsakað slysið. Í skýrslunni kemur fram að ökumaðurinn hafi átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða og að ökuhæfi hans hafi sennilega verið skert vegna þess. Hann var með gild ökuréttindi og staðkunnugur. Í ábendingum rannsóknarnefndarinnar segir meðal annars eftirfarandi: „Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Nefndin telur mögulegt að hann hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni.“ Skýrsla rannsóknarnefndar. Samgöngur Samgönguslys Vesturbyggð Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Slysið átti sér stað 12. nóvember síðastliðinn. Ökumaðurinn, 73 ára karlmaður, var á breyttum Toyota Land Cruiser, nýskráðum 1997, á Örlygshafnarvegi á leið í átt að Látravík. Í skýrslunni segir að miðja vegu niður brattan veg hafi hann misst stjórn á bifreiðinni þannig að hún fór út af veginum og niður fyrir hann, þar sem hún valt. Bifreiðin fannst ekki fyrr en 14. nóvember og var ökumaðurinn látinn þegar komið var að. Hann var einn í bifreiðinni og dánarorsök sögð ofkæling. Hann hafði hins vegar einnig hlotið höfuð- og brjóstholsáverka og rannsóknarnefndin telur mögulegt að maðurinn hefði lifað slysið af ef hann hefði verið spenntur í öryggisbelti. Bifreiðin, sem var skráð torfærubifreið, var óskoðuð þegar slysið átti sér stað og þá voru ummerki um nýlega viðgerð á hemlum, þar sem skipt hafði verið um alla diska, klossa og þrjár hemladælur af fjórum. Viðgerðinni virðist hafa verið ólokið en ósennilegt að það hafi orsakað slysið. Í skýrslunni kemur fram að ökumaðurinn hafi átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða og að ökuhæfi hans hafi sennilega verið skert vegna þess. Hann var með gild ökuréttindi og staðkunnugur. Í ábendingum rannsóknarnefndarinnar segir meðal annars eftirfarandi: „Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Nefndin telur mögulegt að hann hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni.“ Skýrsla rannsóknarnefndar.
Samgöngur Samgönguslys Vesturbyggð Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira