„Þessi fótbolti drepur mig að innan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2022 15:01 Leikmenn Juventus fengu að heyra það frá þeim stuðningsmönnum liðsins sem höfðu gert sér ferð til Monza. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images „Þetta var skelfing. Þetta var bara ógeðslegt,“ var skoðun sérfræðings í hlaðvarpinu Punktur og basta, sem sérhæfir sig í ítalska fótboltanum, á spilamennsku Juventus í 1-0 tapi liðsins fyrir Monza í ítölsku A-deildinni um helgina. Juventus hefur ekki átt sjö dagana sæla og farið illa af stað á yfirstandandi leiktíð. Um helgina mætti liðið nýliðum Monza, sem höfðu ekki unnið leik í deildinni, og þurftu að þola tap eftir slaka frammistöðu. „Þessi fótbolti, hann drepur mig að innan. Þetta var svo leiðinlegt, að horfa á þetta og þetta Juventus-lið. Hann [Max Allegri, þjálfari Juventus] hlýtur að vera búinn að missa klefann eða eitthvað – þeir eru ekkert að spila sinn eðlilega leik,“ segir Árni Þórður Randversson í þættinum, en hann er stuðningsmaður Juventus. „Vlahovic var ömurlegur, Di María fær beint rautt spjald fyrir að gefa einhverjum Izzo-gæja olnbogaskot í magann. Að svona reyndur leikmaður láti einhvern neðrideildarspilara pönka sér í eitthvað svona rugl. Svo er Allegri náttúrulega uppi í stúku af því að hann missti stjórn á skapi sínu í þessu jafntefli gegn Salernitana,“ segir Árni jafnframt. Leikmenn Monza fögnuðu sigrinum vel og innilega.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Neyðin meiri eftir neyðarfundinn Juventus hefur gengið afar illa að undanförnu og komu inn í leik helgarinnar við Monza eftir tap fyrir Benfica í Meistaradeildinni. Í kjölfar þess var haldinn neyðarfundur sem hafði ekki betri áhrif en það að tap helgarinnar fylgdi. „Þeir komast yfir á móti Benfica en tapa leiknum og fá einhvern urð yfir sig, svo er neyðarfundur og það er einhvern veginn allt í skralli þarna,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Núna rétt fyrir þessa umferð þá var Allegri í stóru viðtali í ítölskum fjölmiðlum, sem að gerist ekkert oft. Hann fór þarna yfir víðan völl og þetta var líklega planað með stjórninni að hann myndi segja sína hlið. Hann talaði um að það vantar Chiesa og Di María búinn að vera meiddur og að hann hafi aldrei getað stillt upp sinni miðju,“ segir Björn Már Ólafsson og bætir við: „Hann kom með allar afsakanirnar í bókinni og maður skilur það. En þá koma eitthvað svar, þá þarf liðið að vinna næsta leik. En svo mæta þeir bara í þennan leik og eru bara ömurlegir frá upphafi til enda,“. „Allegri vaffanculo“ Umræðan fór þá einnig inn á leikmannahóp liðsins og bekkinn hjá Juventus í leiknum. Þar var gengið svo langt að segja að hann væri verri en þegar liðið var í B-deild Ítalíu veturinn 2006-07 eftir að það var dæmt niður um deild vegna hins svokallaða Calciopoli-skandals. „Ég held að þetta sé versti bekkur sem Juventus hefur verið með í 70 ár. Þetta er bara verra en þegar þeir voru í Seriu B,“ segir Þorgeir. „Þetta er miklu verra en þá,“ segir Árni. „Þetta er sorglegt og það lýsti sér mjög vel að það heyrðist mjög vel í útsendingunni þegar stuðningsmaður Juventus öskraði inn á völlinn, eins og hann hafi verið með mækinn við hliðina á sér, ‚Allegri vaffanculo‘. Það lýsti svo vel ástandinu, af því að liðið er að spila svo leiðinlegan fótbolta,“ segir Árni enn fremur. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum að ofan. Umræðan um Juventus hefst eftir rúmlega 30 mínútur og þá má heyra í dónalega Juventus-stuðningsmanninum á 39:19. Ítalski boltinn er á Stöð 2 Sport og hefur göngu sína á ný eftir landsleikjahlé. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Sjá meira
Juventus hefur ekki átt sjö dagana sæla og farið illa af stað á yfirstandandi leiktíð. Um helgina mætti liðið nýliðum Monza, sem höfðu ekki unnið leik í deildinni, og þurftu að þola tap eftir slaka frammistöðu. „Þessi fótbolti, hann drepur mig að innan. Þetta var svo leiðinlegt, að horfa á þetta og þetta Juventus-lið. Hann [Max Allegri, þjálfari Juventus] hlýtur að vera búinn að missa klefann eða eitthvað – þeir eru ekkert að spila sinn eðlilega leik,“ segir Árni Þórður Randversson í þættinum, en hann er stuðningsmaður Juventus. „Vlahovic var ömurlegur, Di María fær beint rautt spjald fyrir að gefa einhverjum Izzo-gæja olnbogaskot í magann. Að svona reyndur leikmaður láti einhvern neðrideildarspilara pönka sér í eitthvað svona rugl. Svo er Allegri náttúrulega uppi í stúku af því að hann missti stjórn á skapi sínu í þessu jafntefli gegn Salernitana,“ segir Árni jafnframt. Leikmenn Monza fögnuðu sigrinum vel og innilega.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Neyðin meiri eftir neyðarfundinn Juventus hefur gengið afar illa að undanförnu og komu inn í leik helgarinnar við Monza eftir tap fyrir Benfica í Meistaradeildinni. Í kjölfar þess var haldinn neyðarfundur sem hafði ekki betri áhrif en það að tap helgarinnar fylgdi. „Þeir komast yfir á móti Benfica en tapa leiknum og fá einhvern urð yfir sig, svo er neyðarfundur og það er einhvern veginn allt í skralli þarna,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Núna rétt fyrir þessa umferð þá var Allegri í stóru viðtali í ítölskum fjölmiðlum, sem að gerist ekkert oft. Hann fór þarna yfir víðan völl og þetta var líklega planað með stjórninni að hann myndi segja sína hlið. Hann talaði um að það vantar Chiesa og Di María búinn að vera meiddur og að hann hafi aldrei getað stillt upp sinni miðju,“ segir Björn Már Ólafsson og bætir við: „Hann kom með allar afsakanirnar í bókinni og maður skilur það. En þá koma eitthvað svar, þá þarf liðið að vinna næsta leik. En svo mæta þeir bara í þennan leik og eru bara ömurlegir frá upphafi til enda,“. „Allegri vaffanculo“ Umræðan fór þá einnig inn á leikmannahóp liðsins og bekkinn hjá Juventus í leiknum. Þar var gengið svo langt að segja að hann væri verri en þegar liðið var í B-deild Ítalíu veturinn 2006-07 eftir að það var dæmt niður um deild vegna hins svokallaða Calciopoli-skandals. „Ég held að þetta sé versti bekkur sem Juventus hefur verið með í 70 ár. Þetta er bara verra en þegar þeir voru í Seriu B,“ segir Þorgeir. „Þetta er miklu verra en þá,“ segir Árni. „Þetta er sorglegt og það lýsti sér mjög vel að það heyrðist mjög vel í útsendingunni þegar stuðningsmaður Juventus öskraði inn á völlinn, eins og hann hafi verið með mækinn við hliðina á sér, ‚Allegri vaffanculo‘. Það lýsti svo vel ástandinu, af því að liðið er að spila svo leiðinlegan fótbolta,“ segir Árni enn fremur. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum að ofan. Umræðan um Juventus hefst eftir rúmlega 30 mínútur og þá má heyra í dónalega Juventus-stuðningsmanninum á 39:19. Ítalski boltinn er á Stöð 2 Sport og hefur göngu sína á ný eftir landsleikjahlé.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti