„Þessi fótbolti drepur mig að innan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2022 15:01 Leikmenn Juventus fengu að heyra það frá þeim stuðningsmönnum liðsins sem höfðu gert sér ferð til Monza. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images „Þetta var skelfing. Þetta var bara ógeðslegt,“ var skoðun sérfræðings í hlaðvarpinu Punktur og basta, sem sérhæfir sig í ítalska fótboltanum, á spilamennsku Juventus í 1-0 tapi liðsins fyrir Monza í ítölsku A-deildinni um helgina. Juventus hefur ekki átt sjö dagana sæla og farið illa af stað á yfirstandandi leiktíð. Um helgina mætti liðið nýliðum Monza, sem höfðu ekki unnið leik í deildinni, og þurftu að þola tap eftir slaka frammistöðu. „Þessi fótbolti, hann drepur mig að innan. Þetta var svo leiðinlegt, að horfa á þetta og þetta Juventus-lið. Hann [Max Allegri, þjálfari Juventus] hlýtur að vera búinn að missa klefann eða eitthvað – þeir eru ekkert að spila sinn eðlilega leik,“ segir Árni Þórður Randversson í þættinum, en hann er stuðningsmaður Juventus. „Vlahovic var ömurlegur, Di María fær beint rautt spjald fyrir að gefa einhverjum Izzo-gæja olnbogaskot í magann. Að svona reyndur leikmaður láti einhvern neðrideildarspilara pönka sér í eitthvað svona rugl. Svo er Allegri náttúrulega uppi í stúku af því að hann missti stjórn á skapi sínu í þessu jafntefli gegn Salernitana,“ segir Árni jafnframt. Leikmenn Monza fögnuðu sigrinum vel og innilega.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Neyðin meiri eftir neyðarfundinn Juventus hefur gengið afar illa að undanförnu og komu inn í leik helgarinnar við Monza eftir tap fyrir Benfica í Meistaradeildinni. Í kjölfar þess var haldinn neyðarfundur sem hafði ekki betri áhrif en það að tap helgarinnar fylgdi. „Þeir komast yfir á móti Benfica en tapa leiknum og fá einhvern urð yfir sig, svo er neyðarfundur og það er einhvern veginn allt í skralli þarna,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Núna rétt fyrir þessa umferð þá var Allegri í stóru viðtali í ítölskum fjölmiðlum, sem að gerist ekkert oft. Hann fór þarna yfir víðan völl og þetta var líklega planað með stjórninni að hann myndi segja sína hlið. Hann talaði um að það vantar Chiesa og Di María búinn að vera meiddur og að hann hafi aldrei getað stillt upp sinni miðju,“ segir Björn Már Ólafsson og bætir við: „Hann kom með allar afsakanirnar í bókinni og maður skilur það. En þá koma eitthvað svar, þá þarf liðið að vinna næsta leik. En svo mæta þeir bara í þennan leik og eru bara ömurlegir frá upphafi til enda,“. „Allegri vaffanculo“ Umræðan fór þá einnig inn á leikmannahóp liðsins og bekkinn hjá Juventus í leiknum. Þar var gengið svo langt að segja að hann væri verri en þegar liðið var í B-deild Ítalíu veturinn 2006-07 eftir að það var dæmt niður um deild vegna hins svokallaða Calciopoli-skandals. „Ég held að þetta sé versti bekkur sem Juventus hefur verið með í 70 ár. Þetta er bara verra en þegar þeir voru í Seriu B,“ segir Þorgeir. „Þetta er miklu verra en þá,“ segir Árni. „Þetta er sorglegt og það lýsti sér mjög vel að það heyrðist mjög vel í útsendingunni þegar stuðningsmaður Juventus öskraði inn á völlinn, eins og hann hafi verið með mækinn við hliðina á sér, ‚Allegri vaffanculo‘. Það lýsti svo vel ástandinu, af því að liðið er að spila svo leiðinlegan fótbolta,“ segir Árni enn fremur. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum að ofan. Umræðan um Juventus hefst eftir rúmlega 30 mínútur og þá má heyra í dónalega Juventus-stuðningsmanninum á 39:19. Ítalski boltinn er á Stöð 2 Sport og hefur göngu sína á ný eftir landsleikjahlé. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Juventus hefur ekki átt sjö dagana sæla og farið illa af stað á yfirstandandi leiktíð. Um helgina mætti liðið nýliðum Monza, sem höfðu ekki unnið leik í deildinni, og þurftu að þola tap eftir slaka frammistöðu. „Þessi fótbolti, hann drepur mig að innan. Þetta var svo leiðinlegt, að horfa á þetta og þetta Juventus-lið. Hann [Max Allegri, þjálfari Juventus] hlýtur að vera búinn að missa klefann eða eitthvað – þeir eru ekkert að spila sinn eðlilega leik,“ segir Árni Þórður Randversson í þættinum, en hann er stuðningsmaður Juventus. „Vlahovic var ömurlegur, Di María fær beint rautt spjald fyrir að gefa einhverjum Izzo-gæja olnbogaskot í magann. Að svona reyndur leikmaður láti einhvern neðrideildarspilara pönka sér í eitthvað svona rugl. Svo er Allegri náttúrulega uppi í stúku af því að hann missti stjórn á skapi sínu í þessu jafntefli gegn Salernitana,“ segir Árni jafnframt. Leikmenn Monza fögnuðu sigrinum vel og innilega.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Neyðin meiri eftir neyðarfundinn Juventus hefur gengið afar illa að undanförnu og komu inn í leik helgarinnar við Monza eftir tap fyrir Benfica í Meistaradeildinni. Í kjölfar þess var haldinn neyðarfundur sem hafði ekki betri áhrif en það að tap helgarinnar fylgdi. „Þeir komast yfir á móti Benfica en tapa leiknum og fá einhvern urð yfir sig, svo er neyðarfundur og það er einhvern veginn allt í skralli þarna,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Núna rétt fyrir þessa umferð þá var Allegri í stóru viðtali í ítölskum fjölmiðlum, sem að gerist ekkert oft. Hann fór þarna yfir víðan völl og þetta var líklega planað með stjórninni að hann myndi segja sína hlið. Hann talaði um að það vantar Chiesa og Di María búinn að vera meiddur og að hann hafi aldrei getað stillt upp sinni miðju,“ segir Björn Már Ólafsson og bætir við: „Hann kom með allar afsakanirnar í bókinni og maður skilur það. En þá koma eitthvað svar, þá þarf liðið að vinna næsta leik. En svo mæta þeir bara í þennan leik og eru bara ömurlegir frá upphafi til enda,“. „Allegri vaffanculo“ Umræðan fór þá einnig inn á leikmannahóp liðsins og bekkinn hjá Juventus í leiknum. Þar var gengið svo langt að segja að hann væri verri en þegar liðið var í B-deild Ítalíu veturinn 2006-07 eftir að það var dæmt niður um deild vegna hins svokallaða Calciopoli-skandals. „Ég held að þetta sé versti bekkur sem Juventus hefur verið með í 70 ár. Þetta er bara verra en þegar þeir voru í Seriu B,“ segir Þorgeir. „Þetta er miklu verra en þá,“ segir Árni. „Þetta er sorglegt og það lýsti sér mjög vel að það heyrðist mjög vel í útsendingunni þegar stuðningsmaður Juventus öskraði inn á völlinn, eins og hann hafi verið með mækinn við hliðina á sér, ‚Allegri vaffanculo‘. Það lýsti svo vel ástandinu, af því að liðið er að spila svo leiðinlegan fótbolta,“ segir Árni enn fremur. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum að ofan. Umræðan um Juventus hefst eftir rúmlega 30 mínútur og þá má heyra í dónalega Juventus-stuðningsmanninum á 39:19. Ítalski boltinn er á Stöð 2 Sport og hefur göngu sína á ný eftir landsleikjahlé.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira