Ljóst hvaða leið Ísland þyrfti að fara á EM og Rússar ekki með Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 17:00 Íslenska landsliðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í leik Ísraels og Albaníu og svo sigur gegn Albaníu 27. september. Það myndi tryggja liðið upp í A-deild Þjóðadeildarinnar, sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM, og öruggt sæti í umspili ef á þarf að halda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, staðfesti í dag hvernig undankeppni EM karla í fótbolta, sem fram fer árið 2024 í Þýskalandi, verður háttað. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári þar sem leikið verður í tíu riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram, eða samtals tuttugu lið. Það er öruggasta leiðin til að komast á EM. Þjóðverjar fá öruggt sæti sem gestgjafar og loks komast svo þrjú lið á EM í gegnum umspil sem tengist Þjóðadeildinni, sem vel mögulegt er að Ísland taki þátt í. Enn mögulegt að Ísland verði í næstefsta flokki UEFA tók af allan vafa um það í dag að Rússland yrði ekki með í undankeppninni, en dregið verður í hana 9. október. Auk Rússa verða Þjóðverjar ekki með í undankeppninni og þar verða því 53 lið. Það skýrist í þessum mánuði, með síðustu leikjum Þjóðadeildarinnar, í hvaða styrkleikaflokkum liðin verða þegar dregið verður í riðla en riðlarnir verða skipaðir 5-6 liðum hver. Ísland gæti enn verið í næstefsta styrkleikaflokki, ef að Ísrael vinnur ekki Albaníu 24. september og íslenska liðinu tekst svo að vinna Albaníu á útivelli þremur dögum síðar. Annars verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Íslenski hópurinn er nú kominn saman til æfinga vegna leiksins við Albaníu og vináttulandsleiksins við Venesúela í Austurríki á fimmtudag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Staða í Þjóðadeildinni hefur sem sagt mikið að segja varðandi möguleikana á að komast á EM. Hún ræður ekki bara styrkleikaflokkum fyrir dráttinn 9. október, heldur eru öll liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með liðum úr B-deild og einu með liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina, jafnvel þó að íslenska liðið endi fyrir neðan Albaníu og Ísrael í sínum riðli í B-deildinni. Ísland er nefnilega í riðli með Rússlandi sem var dæmt úr keppni og Ísland getur því ekki endað neðar en í 3. sæti riðilsins. Ísland fór í umspilið fyrir EM 2020 vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, þrátt fyrir að hafa tapað öllum sínum leikjum þar, og var hársbreidd frá því að komast á EM í gegnum umspilið en tapaði 2-1 fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Sjá meira
Undankeppnin fer öll fram á næsta ári þar sem leikið verður í tíu riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram, eða samtals tuttugu lið. Það er öruggasta leiðin til að komast á EM. Þjóðverjar fá öruggt sæti sem gestgjafar og loks komast svo þrjú lið á EM í gegnum umspil sem tengist Þjóðadeildinni, sem vel mögulegt er að Ísland taki þátt í. Enn mögulegt að Ísland verði í næstefsta flokki UEFA tók af allan vafa um það í dag að Rússland yrði ekki með í undankeppninni, en dregið verður í hana 9. október. Auk Rússa verða Þjóðverjar ekki með í undankeppninni og þar verða því 53 lið. Það skýrist í þessum mánuði, með síðustu leikjum Þjóðadeildarinnar, í hvaða styrkleikaflokkum liðin verða þegar dregið verður í riðla en riðlarnir verða skipaðir 5-6 liðum hver. Ísland gæti enn verið í næstefsta styrkleikaflokki, ef að Ísrael vinnur ekki Albaníu 24. september og íslenska liðinu tekst svo að vinna Albaníu á útivelli þremur dögum síðar. Annars verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Íslenski hópurinn er nú kominn saman til æfinga vegna leiksins við Albaníu og vináttulandsleiksins við Venesúela í Austurríki á fimmtudag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Staða í Þjóðadeildinni hefur sem sagt mikið að segja varðandi möguleikana á að komast á EM. Hún ræður ekki bara styrkleikaflokkum fyrir dráttinn 9. október, heldur eru öll liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með liðum úr B-deild og einu með liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina, jafnvel þó að íslenska liðið endi fyrir neðan Albaníu og Ísrael í sínum riðli í B-deildinni. Ísland er nefnilega í riðli með Rússlandi sem var dæmt úr keppni og Ísland getur því ekki endað neðar en í 3. sæti riðilsins. Ísland fór í umspilið fyrir EM 2020 vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, þrátt fyrir að hafa tapað öllum sínum leikjum þar, og var hársbreidd frá því að komast á EM í gegnum umspilið en tapaði 2-1 fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Sjá meira