MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2022 17:30 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar er einn þeirra fjögurra blaðamanna sem var boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglu vegna málsins. Vísir/Egill Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn er einn af fjórum blaðamönnum sem fengu stöðu sakborninga eftir að hafa fjallað um hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja“ vegna gruns um að hafa brotið lög um friðhelgi einkalífs. Aðalsteinn greinir frá þessari ákvörðun í ítarlegri grein á Stundinni. Héraðsdómur Norðurlands eystra tók málið til efnislegrar umfjöllunar og úrskurðaði að ákvörðun lögreglunnar um að gera hann að sakborningi í málinu hafi verið óheimil. Í kjölfarið vísaði Landsréttur kæru Aðalsteins frá og það sagt í úrskurði að ekkert hefði komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hefði ekki verið gætt. Hæstiréttur hafnaði síðan beiðni um áfrýjun. Málið hefði þegar fengið meðferð á tveimur dómstigum. Aðalsteinn og Þórður Snær Júlíusson fengu á dögunum afhent gögn frá lögreglu sem varpa skýrara ljósi á málatilbúnað hennar og vinnubrögð. Í ljósi alls þessa og sannfæringar Aðalsteins hefur hann ákveðið að leita til MDE. Í pistli sínum segir hann að margt bendi til þess að ekki allir séu jafnir gagnvart Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn sakar lögregluna um rangan málatilbúnað og að setja hann fram gegn betri vitund. Þeir Aðalsteinn og Þórður Snær hafa birt pistla og rakið málið eftir að hafa fengið málsgögnin í hendurnar. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Akureyri Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23 „Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. 12. ágúst 2022 14:01 Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Aðalsteinn er einn af fjórum blaðamönnum sem fengu stöðu sakborninga eftir að hafa fjallað um hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja“ vegna gruns um að hafa brotið lög um friðhelgi einkalífs. Aðalsteinn greinir frá þessari ákvörðun í ítarlegri grein á Stundinni. Héraðsdómur Norðurlands eystra tók málið til efnislegrar umfjöllunar og úrskurðaði að ákvörðun lögreglunnar um að gera hann að sakborningi í málinu hafi verið óheimil. Í kjölfarið vísaði Landsréttur kæru Aðalsteins frá og það sagt í úrskurði að ekkert hefði komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hefði ekki verið gætt. Hæstiréttur hafnaði síðan beiðni um áfrýjun. Málið hefði þegar fengið meðferð á tveimur dómstigum. Aðalsteinn og Þórður Snær Júlíusson fengu á dögunum afhent gögn frá lögreglu sem varpa skýrara ljósi á málatilbúnað hennar og vinnubrögð. Í ljósi alls þessa og sannfæringar Aðalsteins hefur hann ákveðið að leita til MDE. Í pistli sínum segir hann að margt bendi til þess að ekki allir séu jafnir gagnvart Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn sakar lögregluna um rangan málatilbúnað og að setja hann fram gegn betri vitund. Þeir Aðalsteinn og Þórður Snær hafa birt pistla og rakið málið eftir að hafa fengið málsgögnin í hendurnar.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Akureyri Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23 „Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. 12. ágúst 2022 14:01 Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23
„Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. 12. ágúst 2022 14:01
Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13