MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2022 17:30 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar er einn þeirra fjögurra blaðamanna sem var boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglu vegna málsins. Vísir/Egill Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn er einn af fjórum blaðamönnum sem fengu stöðu sakborninga eftir að hafa fjallað um hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja“ vegna gruns um að hafa brotið lög um friðhelgi einkalífs. Aðalsteinn greinir frá þessari ákvörðun í ítarlegri grein á Stundinni. Héraðsdómur Norðurlands eystra tók málið til efnislegrar umfjöllunar og úrskurðaði að ákvörðun lögreglunnar um að gera hann að sakborningi í málinu hafi verið óheimil. Í kjölfarið vísaði Landsréttur kæru Aðalsteins frá og það sagt í úrskurði að ekkert hefði komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hefði ekki verið gætt. Hæstiréttur hafnaði síðan beiðni um áfrýjun. Málið hefði þegar fengið meðferð á tveimur dómstigum. Aðalsteinn og Þórður Snær Júlíusson fengu á dögunum afhent gögn frá lögreglu sem varpa skýrara ljósi á málatilbúnað hennar og vinnubrögð. Í ljósi alls þessa og sannfæringar Aðalsteins hefur hann ákveðið að leita til MDE. Í pistli sínum segir hann að margt bendi til þess að ekki allir séu jafnir gagnvart Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn sakar lögregluna um rangan málatilbúnað og að setja hann fram gegn betri vitund. Þeir Aðalsteinn og Þórður Snær hafa birt pistla og rakið málið eftir að hafa fengið málsgögnin í hendurnar. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Akureyri Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23 „Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. 12. ágúst 2022 14:01 Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Aðalsteinn er einn af fjórum blaðamönnum sem fengu stöðu sakborninga eftir að hafa fjallað um hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja“ vegna gruns um að hafa brotið lög um friðhelgi einkalífs. Aðalsteinn greinir frá þessari ákvörðun í ítarlegri grein á Stundinni. Héraðsdómur Norðurlands eystra tók málið til efnislegrar umfjöllunar og úrskurðaði að ákvörðun lögreglunnar um að gera hann að sakborningi í málinu hafi verið óheimil. Í kjölfarið vísaði Landsréttur kæru Aðalsteins frá og það sagt í úrskurði að ekkert hefði komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hefði ekki verið gætt. Hæstiréttur hafnaði síðan beiðni um áfrýjun. Málið hefði þegar fengið meðferð á tveimur dómstigum. Aðalsteinn og Þórður Snær Júlíusson fengu á dögunum afhent gögn frá lögreglu sem varpa skýrara ljósi á málatilbúnað hennar og vinnubrögð. Í ljósi alls þessa og sannfæringar Aðalsteins hefur hann ákveðið að leita til MDE. Í pistli sínum segir hann að margt bendi til þess að ekki allir séu jafnir gagnvart Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn sakar lögregluna um rangan málatilbúnað og að setja hann fram gegn betri vitund. Þeir Aðalsteinn og Þórður Snær hafa birt pistla og rakið málið eftir að hafa fengið málsgögnin í hendurnar.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Akureyri Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23 „Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. 12. ágúst 2022 14:01 Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23
„Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. 12. ágúst 2022 14:01
Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13