Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar í fjörunni í Vesturbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. september 2022 20:00 Áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. vísir Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar eru á meðal þess sem finna má í fjörunni í Vesturbæ nú þegar óhreinsað skólp hefur flætt þar um. Sérfræðingur hjá Veitum segir að draga þurfi úr blautþurrkunotkun með reglugerð. Fréttastofa kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. Óhreinsað skólp hefur undanfarið flætt út í sjóinn við Faxaskjól í Reykjavík. Ástæðan er endurnýjun á yfirfallsdælum en áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. Saurgerlar og örverur lifa einungis í örfáar klukkustundir í sjónum en rusl getur setið eftir, það er að segja rusl sem fólk hendir í klósettið. Fréttastofa fór og kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. „Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá er ég að sjálfsögðu komin í allt of stórar vöðlur. Ég er komin með háf og ég er ekki komin lengra út í sjóinn en hingað þegar ég sé þetta hér. Og þetta, já þetta er smokkur og hann á alls ekki heima í klósettinu.“ Á myndinni má sjá smokk og saur.bjarni einarsson Stjórnvöld þurfi að aðhafast Leiðtogi hjá Veitum segir að nokkuð sé um að fólk hendi smokkum í klósettið. Blautþurrkurnar séu þó helsti óvinurinn en þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Veitna, um að þeim skuli ekki sturtað í klósettið, segir Páll Ragnar að ekkert dragi úr háttseminni. „Ekki svo við sjáum. Því miður er enn mjög mikið verið að henda og sennilega verður lítil breyting fyrr en það verður sett reglugerð eða eitthvað af stjórnvöldum til þess að minka notkun blautþurrkna og þess háttar,“ sagði Páll Ragnar Pálsson, leiðtogi framkvæmdahópa vatns- og fráveitu hjá Veitum. Páll Ragnar Pálsson vinnur hjá Veitum.bjarni einarsson Þetta sé vandamál um allan heim. Blautþurrkur eru að mestu gerðar úr plasti og leysist því erfiðlega upp. „Hér sjáum við muninn á klósettpappír og blautþurrku. Í þessari flösku hér er klósettpappír sem settur var í 5. ágúst. Sama dag var blautþurrka sett í þessa flösku hér. Klósettpappírinn, hann er að mestu farinn að leysast upp. Blautþurrkan er bara eins og massi.“ Á sumum blautþurrkum, eins og þessari sem sést í sjónvarpsfréttinni, stendur að það sé í lagi að sturta þeim í klósettið. Sérfræðingar hjá Veitum segja ekkert að marka slíkar merkingar. Blautþurrkum skuli aldrei hent í klósettið. En höldum áfram rannsóknarleiðangri fréttastofu. „Hér eru umbúðir af dömubindi. Og hér er notað dömubindi.“ Hér má sjá notað dömubindi sem einhver hefur sturtað í klósettið.bjarni einarsson Ekkert af þessu á heima í klósettinu, satt best að segja á einungis þetta þrennt heima þar. Gervitennur og kynlífstæki Í sjónvarpsfréttinni má sjá hluti sem endað hafa í fráveitukerfinu. Debetkort, símar, kynlífstæki, gervitennur og fleira. Páll segir að það hafi komið fyrir að fólk missi hluti í klósettið og hringi í Veitur og vilji vitja þeirra. „Það var ein mamman sem hringdi inn og spurði hvort við gætum fundið góm dóttur hennar. Við spurðum hvort mamman myndi láta dótturina fá góminn aftur og hún myndi vilja meina að það sem dóttirin veit ekki, skaði hana ekki, þannig það er ýmislegt í þessu.“ Og vegna aðstæðna gætu verið agnir af hálfmeltum mat sem fer út í sjó með affallinu og eins og sést í sjónvarpsfréttinni þá er hlaðborð hjá mávunum. Skólp Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Óhreinsað skólp hefur undanfarið flætt út í sjóinn við Faxaskjól í Reykjavík. Ástæðan er endurnýjun á yfirfallsdælum en áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. Saurgerlar og örverur lifa einungis í örfáar klukkustundir í sjónum en rusl getur setið eftir, það er að segja rusl sem fólk hendir í klósettið. Fréttastofa fór og kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. „Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá er ég að sjálfsögðu komin í allt of stórar vöðlur. Ég er komin með háf og ég er ekki komin lengra út í sjóinn en hingað þegar ég sé þetta hér. Og þetta, já þetta er smokkur og hann á alls ekki heima í klósettinu.“ Á myndinni má sjá smokk og saur.bjarni einarsson Stjórnvöld þurfi að aðhafast Leiðtogi hjá Veitum segir að nokkuð sé um að fólk hendi smokkum í klósettið. Blautþurrkurnar séu þó helsti óvinurinn en þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Veitna, um að þeim skuli ekki sturtað í klósettið, segir Páll Ragnar að ekkert dragi úr háttseminni. „Ekki svo við sjáum. Því miður er enn mjög mikið verið að henda og sennilega verður lítil breyting fyrr en það verður sett reglugerð eða eitthvað af stjórnvöldum til þess að minka notkun blautþurrkna og þess háttar,“ sagði Páll Ragnar Pálsson, leiðtogi framkvæmdahópa vatns- og fráveitu hjá Veitum. Páll Ragnar Pálsson vinnur hjá Veitum.bjarni einarsson Þetta sé vandamál um allan heim. Blautþurrkur eru að mestu gerðar úr plasti og leysist því erfiðlega upp. „Hér sjáum við muninn á klósettpappír og blautþurrku. Í þessari flösku hér er klósettpappír sem settur var í 5. ágúst. Sama dag var blautþurrka sett í þessa flösku hér. Klósettpappírinn, hann er að mestu farinn að leysast upp. Blautþurrkan er bara eins og massi.“ Á sumum blautþurrkum, eins og þessari sem sést í sjónvarpsfréttinni, stendur að það sé í lagi að sturta þeim í klósettið. Sérfræðingar hjá Veitum segja ekkert að marka slíkar merkingar. Blautþurrkum skuli aldrei hent í klósettið. En höldum áfram rannsóknarleiðangri fréttastofu. „Hér eru umbúðir af dömubindi. Og hér er notað dömubindi.“ Hér má sjá notað dömubindi sem einhver hefur sturtað í klósettið.bjarni einarsson Ekkert af þessu á heima í klósettinu, satt best að segja á einungis þetta þrennt heima þar. Gervitennur og kynlífstæki Í sjónvarpsfréttinni má sjá hluti sem endað hafa í fráveitukerfinu. Debetkort, símar, kynlífstæki, gervitennur og fleira. Páll segir að það hafi komið fyrir að fólk missi hluti í klósettið og hringi í Veitur og vilji vitja þeirra. „Það var ein mamman sem hringdi inn og spurði hvort við gætum fundið góm dóttur hennar. Við spurðum hvort mamman myndi láta dótturina fá góminn aftur og hún myndi vilja meina að það sem dóttirin veit ekki, skaði hana ekki, þannig það er ýmislegt í þessu.“ Og vegna aðstæðna gætu verið agnir af hálfmeltum mat sem fer út í sjó með affallinu og eins og sést í sjónvarpsfréttinni þá er hlaðborð hjá mávunum.
Skólp Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent