„Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. september 2022 22:16 Gagnrýnandinn furðar sig á því af hverju fatlaður leikari var ekki fenginn í hlutverk Dodda. Vísir/Hanna Andrésdóttir Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. Í gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur á verkinu kemur fram að þar leiki ófatlaður leikari fatlaða karakterinn Dodda. Aldrei sé minnst beinum orðum á hver fötlun Dodda sé en af verkinu að dæma sé hann með einhverskonar þroskaskerðingu og hreyfihömlun. Plakat leikritsins.Þjóðleikhúsið Hún segir Dodda vera barngerðan, komið sé fram við hann eins og hann sé ekki fær um að elska eins og annað fullorðið fólk og hann niðurlægður að óþörfu. „Hápunktur niðurlægingar Dodda er þegar hann pissar á sig fremst á sviðinu og Lena þarf að hjálpa honum að skipta um föt, atriði sem gerir ekkert fyrir framgang sögunnar og hefði verið auðvelt að sleppa,“ skrifar Nína. Hún lýkur umræðu sinni um Dodda með því að varpa fram þeim spurningum af hverju fatlaður leikari hafi ekki verið fenginn í hlutverkið og hvort verkið og leikaravalið endurspegli stefnu Þjóðleikhússins í þessum efnum. Karakterinn ýti undir skaðlegar staðalímyndir um fatlað fólk. „Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi“ Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona Tabú, feminískrar fötlunarhreyfingar tjáði sig um gagnrýnina á Facebook. Hún segir Dodda virðast birtast „sem einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi.“ Hún segir það ekki vera „sjokkerandi“ að fatlað fólk birtist áhorfendum með þessum, það sé í raun sjálfgefið. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Saman stofnuðu þær Tabú.Aðsent Edda Björgvinsdóttir, leikkona tjáði sig einnig um gagnrýnina í hópnum „Menningarátökin“ á Facebook en Edda leikur í fyrrnefndu verki. Edda virðist ósátt við gagnrýni Nínu og segir, „Það er sem sagt nóg að mati nýjasta sérfræðings í leiklist að vera hæfileikarík fötluð manneskja með enga leiklistarmenntun, til að bera uppi sýningu í Þjóðleikhúsinu.“ Hún bendir einnig á það að hún sé sjálf meðvituð um það hvað fatlað fólk sé hæfileikaríkt. Fólkið sem hún hafi leikstýrt á Sólheimum hafi mikla útgeislun og leikgleði en það sé áhugamennska, ekki atvinnumennska. Edda Björgvinsdóttir leikkona gagnrýnir skrif Nínu.Vísir/Getty Skrif Eddu og Emblu má sjá hér að neðan. Ekki náðist í leikstjóra verksins, Unni Ösp Stefánsdóttur við vinnslu fréttar. Skrif Emblu Í Víðsjá í dag birtist leikhúsgagnrýni Nínu Hjálmars um verkið Sem á himni sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu um helgina. Pistilinn hefst á mín 20 í upptökunni. Í gagnrýni sinni vekur Nína sérstaka athygli á persónunni Dodda, fötluðum manni sem leikinn er af ófötluðum leikara. Doddi virðist birtast, líkt og nær allar aðrar fatlaðar persónur í íslensku sjónvarpi eða á sviði, sem einhverskonar holdgerving staðalmynd um fatlað fólk. Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi. Þessar staðalmyndir einskorðast auðvitað ekki við Ísland en þær virðast hins vegar ekkert vera á undanhaldi hér. Þetta eru staðalmyndir sem hafa mótað mig djúpt sem manneskju allt frá barnsaldri. Skömmin sem fylgir þessum staðalmyndum hefur komið sér kyrfilega fyrir í sjálfsmynd minni og á köflum m.a. gert það að verkum að ég hef efast um að ég sé elskuverð. Efast um að ég eigi yfirhöfuð erindi við annað fólk, sem fullorðin manneskja. Það að íslenskt leikhús birti fatlað fólk með þessum hætti er ekki sjokkerandi - það er eiginlega bara sjálfgefið. En það að leikhúsgagnrýnandi sé komin með hugtök og djúpa þekkingu til að koma auga á og grein staðalmyndir og ableisma finnst mér ótrúlega stórt og mikilvægt skref. Það gefur mér von um að mögulega einn daginn munum við sjá fatlaðar persónur á sviði sem hafa djúpa sögu og mennsku Skrif Eddu Magnað að fá þau skilaboð frá nýjasta spútnik RUV að leiklist sé ekki fag og að Þjóðleikhúsinu beri í raun að finna fatlaðan einstakling sem getur leikið og sungið til að túlka einstakling á leiksviði, sem glímir við fötlun. Það er sem sagt nóg að mati nýjasta sérfræðings í leiklist að vera hæfileikarík fötluð manneskja með enga leiklistarmenntun, til að bera uppi sýningu í Þjóðleikhúsinu. Haft eftir NH hjá Ríkisútvarpinu orðrétt: "Það er lögmætt að spyrja spurningarinnar af hverju Þjóðleikhúsið fann ekki fatlaðan leikara til að túlka hlutverk Dodda, þar sem það er lítið mál að finna fatlaðan einstakling hér á landi sem getur sungið og leikið" Ég veit sjálfsagt betur en flestir aðrir hvað fatlað fólk er óendanlega hæfileikaríkt og birtist það í öllum listgreinum. Leikararnir mínir á Sólheimum hafa margoft slegið í gegn í leikritunum sem ég hef leikstýrt og þau búa yfir endalausri leikgleði og útgeislun þeirra er stórkostleg. Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska. Ef enginn hér á þessari síðu àttar sig á ergelsi mínu yfir þessari hugsanavillu sérfræðingsins þá biðst ég bara afsökunar og mun grjóthalda kjafti Málefni fatlaðs fólks Leikhús Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur á verkinu kemur fram að þar leiki ófatlaður leikari fatlaða karakterinn Dodda. Aldrei sé minnst beinum orðum á hver fötlun Dodda sé en af verkinu að dæma sé hann með einhverskonar þroskaskerðingu og hreyfihömlun. Plakat leikritsins.Þjóðleikhúsið Hún segir Dodda vera barngerðan, komið sé fram við hann eins og hann sé ekki fær um að elska eins og annað fullorðið fólk og hann niðurlægður að óþörfu. „Hápunktur niðurlægingar Dodda er þegar hann pissar á sig fremst á sviðinu og Lena þarf að hjálpa honum að skipta um föt, atriði sem gerir ekkert fyrir framgang sögunnar og hefði verið auðvelt að sleppa,“ skrifar Nína. Hún lýkur umræðu sinni um Dodda með því að varpa fram þeim spurningum af hverju fatlaður leikari hafi ekki verið fenginn í hlutverkið og hvort verkið og leikaravalið endurspegli stefnu Þjóðleikhússins í þessum efnum. Karakterinn ýti undir skaðlegar staðalímyndir um fatlað fólk. „Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi“ Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona Tabú, feminískrar fötlunarhreyfingar tjáði sig um gagnrýnina á Facebook. Hún segir Dodda virðast birtast „sem einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi.“ Hún segir það ekki vera „sjokkerandi“ að fatlað fólk birtist áhorfendum með þessum, það sé í raun sjálfgefið. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Saman stofnuðu þær Tabú.Aðsent Edda Björgvinsdóttir, leikkona tjáði sig einnig um gagnrýnina í hópnum „Menningarátökin“ á Facebook en Edda leikur í fyrrnefndu verki. Edda virðist ósátt við gagnrýni Nínu og segir, „Það er sem sagt nóg að mati nýjasta sérfræðings í leiklist að vera hæfileikarík fötluð manneskja með enga leiklistarmenntun, til að bera uppi sýningu í Þjóðleikhúsinu.“ Hún bendir einnig á það að hún sé sjálf meðvituð um það hvað fatlað fólk sé hæfileikaríkt. Fólkið sem hún hafi leikstýrt á Sólheimum hafi mikla útgeislun og leikgleði en það sé áhugamennska, ekki atvinnumennska. Edda Björgvinsdóttir leikkona gagnrýnir skrif Nínu.Vísir/Getty Skrif Eddu og Emblu má sjá hér að neðan. Ekki náðist í leikstjóra verksins, Unni Ösp Stefánsdóttur við vinnslu fréttar. Skrif Emblu Í Víðsjá í dag birtist leikhúsgagnrýni Nínu Hjálmars um verkið Sem á himni sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu um helgina. Pistilinn hefst á mín 20 í upptökunni. Í gagnrýni sinni vekur Nína sérstaka athygli á persónunni Dodda, fötluðum manni sem leikinn er af ófötluðum leikara. Doddi virðist birtast, líkt og nær allar aðrar fatlaðar persónur í íslensku sjónvarpi eða á sviði, sem einhverskonar holdgerving staðalmynd um fatlað fólk. Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi. Þessar staðalmyndir einskorðast auðvitað ekki við Ísland en þær virðast hins vegar ekkert vera á undanhaldi hér. Þetta eru staðalmyndir sem hafa mótað mig djúpt sem manneskju allt frá barnsaldri. Skömmin sem fylgir þessum staðalmyndum hefur komið sér kyrfilega fyrir í sjálfsmynd minni og á köflum m.a. gert það að verkum að ég hef efast um að ég sé elskuverð. Efast um að ég eigi yfirhöfuð erindi við annað fólk, sem fullorðin manneskja. Það að íslenskt leikhús birti fatlað fólk með þessum hætti er ekki sjokkerandi - það er eiginlega bara sjálfgefið. En það að leikhúsgagnrýnandi sé komin með hugtök og djúpa þekkingu til að koma auga á og grein staðalmyndir og ableisma finnst mér ótrúlega stórt og mikilvægt skref. Það gefur mér von um að mögulega einn daginn munum við sjá fatlaðar persónur á sviði sem hafa djúpa sögu og mennsku Skrif Eddu Magnað að fá þau skilaboð frá nýjasta spútnik RUV að leiklist sé ekki fag og að Þjóðleikhúsinu beri í raun að finna fatlaðan einstakling sem getur leikið og sungið til að túlka einstakling á leiksviði, sem glímir við fötlun. Það er sem sagt nóg að mati nýjasta sérfræðings í leiklist að vera hæfileikarík fötluð manneskja með enga leiklistarmenntun, til að bera uppi sýningu í Þjóðleikhúsinu. Haft eftir NH hjá Ríkisútvarpinu orðrétt: "Það er lögmætt að spyrja spurningarinnar af hverju Þjóðleikhúsið fann ekki fatlaðan leikara til að túlka hlutverk Dodda, þar sem það er lítið mál að finna fatlaðan einstakling hér á landi sem getur sungið og leikið" Ég veit sjálfsagt betur en flestir aðrir hvað fatlað fólk er óendanlega hæfileikaríkt og birtist það í öllum listgreinum. Leikararnir mínir á Sólheimum hafa margoft slegið í gegn í leikritunum sem ég hef leikstýrt og þau búa yfir endalausri leikgleði og útgeislun þeirra er stórkostleg. Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska. Ef enginn hér á þessari síðu àttar sig á ergelsi mínu yfir þessari hugsanavillu sérfræðingsins þá biðst ég bara afsökunar og mun grjóthalda kjafti
Skrif Emblu Í Víðsjá í dag birtist leikhúsgagnrýni Nínu Hjálmars um verkið Sem á himni sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu um helgina. Pistilinn hefst á mín 20 í upptökunni. Í gagnrýni sinni vekur Nína sérstaka athygli á persónunni Dodda, fötluðum manni sem leikinn er af ófötluðum leikara. Doddi virðist birtast, líkt og nær allar aðrar fatlaðar persónur í íslensku sjónvarpi eða á sviði, sem einhverskonar holdgerving staðalmynd um fatlað fólk. Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi. Þessar staðalmyndir einskorðast auðvitað ekki við Ísland en þær virðast hins vegar ekkert vera á undanhaldi hér. Þetta eru staðalmyndir sem hafa mótað mig djúpt sem manneskju allt frá barnsaldri. Skömmin sem fylgir þessum staðalmyndum hefur komið sér kyrfilega fyrir í sjálfsmynd minni og á köflum m.a. gert það að verkum að ég hef efast um að ég sé elskuverð. Efast um að ég eigi yfirhöfuð erindi við annað fólk, sem fullorðin manneskja. Það að íslenskt leikhús birti fatlað fólk með þessum hætti er ekki sjokkerandi - það er eiginlega bara sjálfgefið. En það að leikhúsgagnrýnandi sé komin með hugtök og djúpa þekkingu til að koma auga á og grein staðalmyndir og ableisma finnst mér ótrúlega stórt og mikilvægt skref. Það gefur mér von um að mögulega einn daginn munum við sjá fatlaðar persónur á sviði sem hafa djúpa sögu og mennsku
Skrif Eddu Magnað að fá þau skilaboð frá nýjasta spútnik RUV að leiklist sé ekki fag og að Þjóðleikhúsinu beri í raun að finna fatlaðan einstakling sem getur leikið og sungið til að túlka einstakling á leiksviði, sem glímir við fötlun. Það er sem sagt nóg að mati nýjasta sérfræðings í leiklist að vera hæfileikarík fötluð manneskja með enga leiklistarmenntun, til að bera uppi sýningu í Þjóðleikhúsinu. Haft eftir NH hjá Ríkisútvarpinu orðrétt: "Það er lögmætt að spyrja spurningarinnar af hverju Þjóðleikhúsið fann ekki fatlaðan leikara til að túlka hlutverk Dodda, þar sem það er lítið mál að finna fatlaðan einstakling hér á landi sem getur sungið og leikið" Ég veit sjálfsagt betur en flestir aðrir hvað fatlað fólk er óendanlega hæfileikaríkt og birtist það í öllum listgreinum. Leikararnir mínir á Sólheimum hafa margoft slegið í gegn í leikritunum sem ég hef leikstýrt og þau búa yfir endalausri leikgleði og útgeislun þeirra er stórkostleg. Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska. Ef enginn hér á þessari síðu àttar sig á ergelsi mínu yfir þessari hugsanavillu sérfræðingsins þá biðst ég bara afsökunar og mun grjóthalda kjafti
Málefni fatlaðs fólks Leikhús Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent