Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2022 16:00 RIFF er nú haldin í nítjánda skiptið og fer fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra. Myndin sem sýnd verður að þessu sinni er Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby. Bílabíó RIFF er gestum að kostnaðarlausu svo fyrstir koma - fyrstir fá. „Bílabíó RIFF eru vel sóttir viðburðir og gefa þeim færi að sækja kvikmyndasýningar á stórum skjá sem ekki geta nýtt sér þjónustu hefðbundinna kvikmyndahúsa. Bílabíó eru skemmtileg tilbreyting við hefðbundnar kvikmyndasýningar og skapa hliðstæðu við menningarheim Bandaríkjanna sem gerði bílabíósýningar ódauðlegar á síðustu öld,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Handritið að Talladega Nightser skrifað af Adam McKay og Will Ferrell og kom myndin út árið 2006. Myndin fjallar um Ricky Bobby, sem fæðist í bíl, ekið á ofsahraða. Ricky hefur þess vegna gríðarlega þörf til að vera á mikilli ferð og sækist eftir því að komast að í NASCAR kappakstrinum. Söguhetjan lendir í alls kyns mótlæti, í anda Ferrell mynda, og tekst á við ólík og einkennileg vandamál með kómískum hætti. Myndin er hlaðin úrvali þekktra gamanleikara. Auk Ferrell fara John C. Reilly, Sacha Baron Cohen, Leslie Bibb, og Amy Adams með hlutverk í myndinni. NASCAR bílstjórarnir Jamie McMurray og Dale Earnhardt Jr. fara einnig með aukahlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp RIFF Hollywood Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Myndin sem sýnd verður að þessu sinni er Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby. Bílabíó RIFF er gestum að kostnaðarlausu svo fyrstir koma - fyrstir fá. „Bílabíó RIFF eru vel sóttir viðburðir og gefa þeim færi að sækja kvikmyndasýningar á stórum skjá sem ekki geta nýtt sér þjónustu hefðbundinna kvikmyndahúsa. Bílabíó eru skemmtileg tilbreyting við hefðbundnar kvikmyndasýningar og skapa hliðstæðu við menningarheim Bandaríkjanna sem gerði bílabíósýningar ódauðlegar á síðustu öld,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Handritið að Talladega Nightser skrifað af Adam McKay og Will Ferrell og kom myndin út árið 2006. Myndin fjallar um Ricky Bobby, sem fæðist í bíl, ekið á ofsahraða. Ricky hefur þess vegna gríðarlega þörf til að vera á mikilli ferð og sækist eftir því að komast að í NASCAR kappakstrinum. Söguhetjan lendir í alls kyns mótlæti, í anda Ferrell mynda, og tekst á við ólík og einkennileg vandamál með kómískum hætti. Myndin er hlaðin úrvali þekktra gamanleikara. Auk Ferrell fara John C. Reilly, Sacha Baron Cohen, Leslie Bibb, og Amy Adams með hlutverk í myndinni. NASCAR bílstjórarnir Jamie McMurray og Dale Earnhardt Jr. fara einnig með aukahlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp RIFF Hollywood Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein