Eiríkur Björn og Rannveig nýir sviðsstjórar hjá borginni Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 13:41 Eiríkur Björn Björgvinsson og Rannveig Einarsdóttir. Reykjavíkurborg Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar hefur verið ráðin nýr sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar, hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra nýs sameinaðs sviðs menningar, íþrótta- og tómstunda. Borgarráð samþykkti ráðningarnar á fundi sínum í morgun, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Rannveig tekur við stöðunni af Regínu Ásvaldsdóttur sem var nýverið ráðin nýr bæjarstjóri Mosfellsbæjar í sumar. Eiríkur Björn tekur við stöðunni af Ómari Einarssyni sem nýverið lét af störfum. Rannveig nýr sviðsstjóri velferðarsviðs „Borgarráð hefur samþykkt ráðningu Rannveigar Einarsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar, í stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Það var samdóma álit hæfnisnefndar sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur að Rannveig Einarsdóttir uppfyllti best umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfs sviðsstjóra og fram komu í auglýsingu um starfið. Rannveig Einarsdóttir er með B.A. gráðu í félagsfræði og nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf og meistaragráðu, MPA í opinberri stjórnsýslu, hvoru tveggja frá Háskóla Íslands. Hún starfaði á árunum 1986-1989 sem félagsmálastjóri hjá Ísafjarðarkaupstað og félagsráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ og Grindarvíkurbæ. Þá gegndi hún stöðu yfirfélagsráðgjafa fjölskyldu- og félagsþjónustu Keflavíkur og Reykjanesbæjar í 22 ár og var á þeim tíma einnig staðgengill félagsmálastjóra og framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjanesbæjar. Undanfarin 11 ár hefur Rannveig gegnt stöðu sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs og leiðtoga velferðarþjónustu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Velferðarsvið ber ábyrgð á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn og fjölskyldur þeirra. Velferðarsvið starfar með velferðarráði og barnaverndarnefnd. Hlutverk sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er dagleg yfirstjórn á auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri, þjónustu og stjórnsýslu sviðsins. Ein af megináherslum sviðsins næstu fimm árin er innleiðing nýrrar velferðarstefnu Reykjavíkurborgar en einkunnarorð hennar eru Reykjavík – fyrir okkur öll. Stafræn umbreyting á þjónustu, innleiðing laga um farsæld barna og aukið samráð við hagsmunaaðila eru á meðal fjölmargra verkefna í aðgerðaráætlun velferðarstefnunnar. Á sviðinu starfa 3000 manns sem veita þjónustu á yfir 100 starfseiningum. Eiríkur Björn Björgvinsson nýr sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun ráðningu Eiríks Björns Björgvinssonar, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, í stöðu sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs. Það var samdóma álit hæfnisnefndar sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur að Eiríkur Björn Björgvinsson uppfyllti best umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfs sviðsstjóra og fram komu í auglýsingu um starfið. Eiríkur Björn Björnsson er með B.Ed. íþróttakennarapróf sem framhalds- og grunnskólakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugavatni. Hann er með diplóma í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands, diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið öllum áföngum til meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Eiríkur starfaði sem æskulýðs- og íþróttafulltrú Egilstaðabæjar í tvö ár og deildarstjóri íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar í sex ár. Hann var bæjarstjóri Austur-Héraðs í tvö ár sem sameinaðist Fljótsdalshéraði og gegndi hann stöðu bæjarstjóra þar í sex ár. Þá tók hann við stöðu bæjarstjóra Akureyrarbæjar, sem hann gegndi í átta ár. Undanfarin þrjú ár hefur hann starfað sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið er nýtt sameiginlegt svið innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar sem er í undirbúningi en borgarráð hefur samþykkt að sameina menningar- og ferðamálasvið og íþrótta- og tómstundasvið í eitt svið. Fyrirhugað er að nýtt sameiginlegt svið beri ábyrgð á skipulagi, rekstri og þjónustu menningarstofnana, íþróttamannvirkja, hátíða og margvíslegum stuðningi og samstarfi við menningar-, íþrótta- og tómstundalífið. Á nýju sameinuðu sviði verða starfsmenn tæplega 850 talsins. Hlutverk sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar er dagleg yfirstjórn á auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri, þjónustu og stjórnsýslu sviðsins,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Vistaskipti Tengdar fréttir Þau sóttu um stöður tveggja sviðsstjóra hjá borginni Reykjavíkurborg hefur birt lista yfir umsækjendur um tvær sviðsstjórastöður hjá borginni - sviðsstjóra menningar-, íþrótta og tómstundasviðs annars vegar og velferðarsviðs hins vegar. 29. ágúst 2022 12:39 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Skotárás í sænskum skóla Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikningarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Borgarráð samþykkti ráðningarnar á fundi sínum í morgun, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Rannveig tekur við stöðunni af Regínu Ásvaldsdóttur sem var nýverið ráðin nýr bæjarstjóri Mosfellsbæjar í sumar. Eiríkur Björn tekur við stöðunni af Ómari Einarssyni sem nýverið lét af störfum. Rannveig nýr sviðsstjóri velferðarsviðs „Borgarráð hefur samþykkt ráðningu Rannveigar Einarsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar, í stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Það var samdóma álit hæfnisnefndar sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur að Rannveig Einarsdóttir uppfyllti best umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfs sviðsstjóra og fram komu í auglýsingu um starfið. Rannveig Einarsdóttir er með B.A. gráðu í félagsfræði og nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf og meistaragráðu, MPA í opinberri stjórnsýslu, hvoru tveggja frá Háskóla Íslands. Hún starfaði á árunum 1986-1989 sem félagsmálastjóri hjá Ísafjarðarkaupstað og félagsráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ og Grindarvíkurbæ. Þá gegndi hún stöðu yfirfélagsráðgjafa fjölskyldu- og félagsþjónustu Keflavíkur og Reykjanesbæjar í 22 ár og var á þeim tíma einnig staðgengill félagsmálastjóra og framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjanesbæjar. Undanfarin 11 ár hefur Rannveig gegnt stöðu sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs og leiðtoga velferðarþjónustu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Velferðarsvið ber ábyrgð á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn og fjölskyldur þeirra. Velferðarsvið starfar með velferðarráði og barnaverndarnefnd. Hlutverk sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er dagleg yfirstjórn á auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri, þjónustu og stjórnsýslu sviðsins. Ein af megináherslum sviðsins næstu fimm árin er innleiðing nýrrar velferðarstefnu Reykjavíkurborgar en einkunnarorð hennar eru Reykjavík – fyrir okkur öll. Stafræn umbreyting á þjónustu, innleiðing laga um farsæld barna og aukið samráð við hagsmunaaðila eru á meðal fjölmargra verkefna í aðgerðaráætlun velferðarstefnunnar. Á sviðinu starfa 3000 manns sem veita þjónustu á yfir 100 starfseiningum. Eiríkur Björn Björgvinsson nýr sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun ráðningu Eiríks Björns Björgvinssonar, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, í stöðu sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs. Það var samdóma álit hæfnisnefndar sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur að Eiríkur Björn Björgvinsson uppfyllti best umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfs sviðsstjóra og fram komu í auglýsingu um starfið. Eiríkur Björn Björnsson er með B.Ed. íþróttakennarapróf sem framhalds- og grunnskólakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugavatni. Hann er með diplóma í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands, diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið öllum áföngum til meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Eiríkur starfaði sem æskulýðs- og íþróttafulltrú Egilstaðabæjar í tvö ár og deildarstjóri íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar í sex ár. Hann var bæjarstjóri Austur-Héraðs í tvö ár sem sameinaðist Fljótsdalshéraði og gegndi hann stöðu bæjarstjóra þar í sex ár. Þá tók hann við stöðu bæjarstjóra Akureyrarbæjar, sem hann gegndi í átta ár. Undanfarin þrjú ár hefur hann starfað sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið er nýtt sameiginlegt svið innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar sem er í undirbúningi en borgarráð hefur samþykkt að sameina menningar- og ferðamálasvið og íþrótta- og tómstundasvið í eitt svið. Fyrirhugað er að nýtt sameiginlegt svið beri ábyrgð á skipulagi, rekstri og þjónustu menningarstofnana, íþróttamannvirkja, hátíða og margvíslegum stuðningi og samstarfi við menningar-, íþrótta- og tómstundalífið. Á nýju sameinuðu sviði verða starfsmenn tæplega 850 talsins. Hlutverk sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar er dagleg yfirstjórn á auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri, þjónustu og stjórnsýslu sviðsins,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Vistaskipti Tengdar fréttir Þau sóttu um stöður tveggja sviðsstjóra hjá borginni Reykjavíkurborg hefur birt lista yfir umsækjendur um tvær sviðsstjórastöður hjá borginni - sviðsstjóra menningar-, íþrótta og tómstundasviðs annars vegar og velferðarsviðs hins vegar. 29. ágúst 2022 12:39 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Skotárás í sænskum skóla Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikningarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Þau sóttu um stöður tveggja sviðsstjóra hjá borginni Reykjavíkurborg hefur birt lista yfir umsækjendur um tvær sviðsstjórastöður hjá borginni - sviðsstjóra menningar-, íþrótta og tómstundasviðs annars vegar og velferðarsviðs hins vegar. 29. ágúst 2022 12:39