Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 22:16 Sveinn Margeir Hauksson er mættur í U21-landsliðshópinn sem leikur tvo leiki við Tékka um sæti á EM. vísir/Arnar KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson þurfti að hafa hraðar hendur þegar hann var óvænt kallaður inn í íslenska U21-hópinn í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Tékka um sæti í lokakeppni EM. Sveinn Margeir var mættur á æfingu í Víkinni klukkan 11 í dag en þar fer fyrri leikurinn við Tékka fram síðdegis á morgun. Hann var kallaður inn þegar ljóst varð að Kristall Máni Ingason yrði ekki með vegna meiðsla. „Það var skemmtilegt að fá að heyra þetta í gærkvöldi. Þetta var erfitt ferðalag í morgun en það er gaman að vera kominn og hitta strákana,“ sagði Sveinn við Vísi fyrir æfinguna í dag. Fékk hann sem sagt ekki flug að norðan? „Það var uppselt í flugvélina þannig að ég keyrði í morgun frá Akureyri. Við vöknuðum klukkan fimm og skiptumst á að keyra, ég og kærastan,“ sagði Sveinn hress í bragði. Reyndi að láta þetta vera blóð á tennurnar Eftir góða frammistöðu með KA hefur Sveinn eflaust gert sér vonir um sæti í U21-landsliðinu en nafn hans var hvergi að sjá þegar hópurinn var kynntur síðasta föstudag. „Ég reyndi nú bara að láta þetta vera blóð á tennurnar. Ég hef bara verið þolinmóður og auðvitað er mjög gaman að fá þetta núna. Það verður bara gaman að sjá hvernig gengur.“ Klippa: Sveinn Margeir mættur í U21-landsliðið Sveinn Margeir er mikilvægur hlekkur í liði KA sem er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. „Okkur er búið að ganga mjög vel í KA og sérstaklega á meðan Nökkvi [Þeyr Þórisson] var enn með okkur. Við erum svo líka alveg búnir að sýna það eftir að hann fór að við erum ekkert vængbrotnir án hans, þó að auðvitað sé hræðilegt að missa hann. Frábær náungi. En það verður gaman að sjá hvernig þessi úrslitakeppni spilast. Ég byrjaði sjálfur tímabilið aðeins hægt en það hefur verið stígandi hjá mér. Það er fínt að koma inn nokkrum stoðsendingum, sérstaklega á Nökkva. Það er gaman að leggja upp á hann,“ sagði Sveinn. Hef fulla trú á okkur Nú þarf hann hins vegar að einbeita sér að Tékkum og leikjunum við þá: „Ég er ekki búinn að skoða þá enn en helli mér yfir þá í kvöld og stúdera þá aðeins. En ég hef fulla trú á okkur og vona að við vinnum þetta,“ sagði Sveinn, meðvitaður um að íslenska liðið er mögulega tveimur leikjum frá því að komast á stórmót: „Það er vægast sagt mjög spennandi.“ Leikur Íslands og Tékklands er á Víkingsvelli á morgun, föstudag, klukkan 16. Miðasala er á tix.is. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson þurfti að hafa hraðar hendur þegar hann var óvænt kallaður inn í íslenska U21-hópinn í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Tékka um sæti í lokakeppni EM. Sveinn Margeir var mættur á æfingu í Víkinni klukkan 11 í dag en þar fer fyrri leikurinn við Tékka fram síðdegis á morgun. Hann var kallaður inn þegar ljóst varð að Kristall Máni Ingason yrði ekki með vegna meiðsla. „Það var skemmtilegt að fá að heyra þetta í gærkvöldi. Þetta var erfitt ferðalag í morgun en það er gaman að vera kominn og hitta strákana,“ sagði Sveinn við Vísi fyrir æfinguna í dag. Fékk hann sem sagt ekki flug að norðan? „Það var uppselt í flugvélina þannig að ég keyrði í morgun frá Akureyri. Við vöknuðum klukkan fimm og skiptumst á að keyra, ég og kærastan,“ sagði Sveinn hress í bragði. Reyndi að láta þetta vera blóð á tennurnar Eftir góða frammistöðu með KA hefur Sveinn eflaust gert sér vonir um sæti í U21-landsliðinu en nafn hans var hvergi að sjá þegar hópurinn var kynntur síðasta föstudag. „Ég reyndi nú bara að láta þetta vera blóð á tennurnar. Ég hef bara verið þolinmóður og auðvitað er mjög gaman að fá þetta núna. Það verður bara gaman að sjá hvernig gengur.“ Klippa: Sveinn Margeir mættur í U21-landsliðið Sveinn Margeir er mikilvægur hlekkur í liði KA sem er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. „Okkur er búið að ganga mjög vel í KA og sérstaklega á meðan Nökkvi [Þeyr Þórisson] var enn með okkur. Við erum svo líka alveg búnir að sýna það eftir að hann fór að við erum ekkert vængbrotnir án hans, þó að auðvitað sé hræðilegt að missa hann. Frábær náungi. En það verður gaman að sjá hvernig þessi úrslitakeppni spilast. Ég byrjaði sjálfur tímabilið aðeins hægt en það hefur verið stígandi hjá mér. Það er fínt að koma inn nokkrum stoðsendingum, sérstaklega á Nökkva. Það er gaman að leggja upp á hann,“ sagði Sveinn. Hef fulla trú á okkur Nú þarf hann hins vegar að einbeita sér að Tékkum og leikjunum við þá: „Ég er ekki búinn að skoða þá enn en helli mér yfir þá í kvöld og stúdera þá aðeins. En ég hef fulla trú á okkur og vona að við vinnum þetta,“ sagði Sveinn, meðvitaður um að íslenska liðið er mögulega tveimur leikjum frá því að komast á stórmót: „Það er vægast sagt mjög spennandi.“ Leikur Íslands og Tékklands er á Víkingsvelli á morgun, föstudag, klukkan 16. Miðasala er á tix.is.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45
„Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01