Samkvæmt heimildunum er sambandið þó á byrjunarstigi og ekki orðið alvarlegt. Leikarinn tapaði í málinu sem þau unnu að saman. Í því kærði Depp fjölmiðilinn fyrir að segja hann hafa lamið konuna sína (e. Wife-beater). Fyrrum eiginkona hans Amber Heard vitnaði gegn honum í málinu og líkt og áður sagði hafði The Sun betur.
Lögfræðingurinn Rich var ekki hluti af teymi leikarans í meiðyrðamálinu sem hann höfðaði síðar gegn fyrrum eiginkonu sinni Amber Heard. Málið vann hann fyrr á árinu. Þrátt fyrir að hafa ekki verið hluti af teymi leikarans í því máli birtist hún þó nokkrum sinnum í dómsalnum til þess að sína stuðning.