Veður

Vaxandi suð­vestan­átt á morgun og stormur seint um daginn

Atli Ísleifsson skrifar
Haust í Laugardal í Reykjavík.
Haust í Laugardal í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, strekkingi norðvestanlands en annars hægum vindi. Víða verður léttskýjað, en skýjað með köflum vestanlands. Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig.

Á vef Veðurstofunnar segir að reikna megi með vaxandi suðvestanátt á morgun, hvassviðri eða stormi seint um daginn.

„Rigning á vestanverðu landinu, en úrkomulítið og hlýtt austanlands.

Snýst í norðan og norðvestan hvassviðri eða storm á sunnudag og kólnar ört í veðri. Slydda eða snjókoma á Norður- og Norðausturlandi, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Síðdegis fer svo að lægja vestanlands.“

Spákort fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Gengur í suðvestan 10-18 m/s, en 15-23 um kvöldið. Rigning, en þurrt austantil fram á kvöld. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast fyrir austan.

Á sunnudag: Snýst í norðan og norðvestan hvassviðri eða storm, en lægir vestanlands eftir hádegi. Slydda eða snjókoma á Norður- og Norðausturlandi, ört kólnandi veður. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið.

Á mánudag: Norðvestanátt, hvassviðri og dálítil rigning eða slydda við austurströndina, en mun hægari og bjart veður annars staðar. Hiti 2 til 9 stig yfir daginn, mildast sunnan- og vestanlands.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt og úrkomulítið. Hiti 4 til 10 stig að deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×