Vaktin: Sagðir hafa rætt um að fremja fjöldamorð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2022 10:16 Aðgerðir lögreglu á miðvikudag voru umfangsmiklar. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu vegna gruns um að einstaklingar sem handteknir voru í umfangsmiklum aðgerðum í vikunni, hafi verið með hryðjuverk í bígerð heldur áfram. Vísir fylgist með vendingum dagsins í málinu í Vaktinni hér að neðan. Lögregla boðaði til blaðamannafundar í gær vegna málsins en rannsóknin er sögð á frumstigum. Lagt var hald á fjölda skotvopna, síma og tölva, sem nú verður rannsakaður. Fjórir voru handteknir og tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, annar í viku og hinn í tvær vikur. Lögregla telur sig með aðgerðunum hafa afstýrt hryðjuverkaárás hér á landi. Í hádegisfréttum RÚV í dag kom fram, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, að mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald hafi rætt um að fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna í næstu viku. Rafræn gögn sýni samskipti á milli þeirra þar sem orðalagið „fjöldamorð“ var notað. Lögreglumenn, Alþingi og fleira hafi verið nefnt í því samhengi. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér og ekki gefið upp mikið um hina fyrirhuguðu árás sem sögð er hafa verið yfirvofandi. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að lögreglu hafi sett vörð um Alþingishúsið og þá greinir blaðið frá því að sjónir mannanna kunni að hafa beinst að árshátíð lögreglumanna, sem átti að fara fram í næstu viku. Vísir mun fylgjast með vendingum dagsins í málinu í Vaktinni sem nálgast má hér að neðan. Þar munum við miðla því sem fram kemur um málið í dag.
Lögregla boðaði til blaðamannafundar í gær vegna málsins en rannsóknin er sögð á frumstigum. Lagt var hald á fjölda skotvopna, síma og tölva, sem nú verður rannsakaður. Fjórir voru handteknir og tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, annar í viku og hinn í tvær vikur. Lögregla telur sig með aðgerðunum hafa afstýrt hryðjuverkaárás hér á landi. Í hádegisfréttum RÚV í dag kom fram, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, að mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald hafi rætt um að fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna í næstu viku. Rafræn gögn sýni samskipti á milli þeirra þar sem orðalagið „fjöldamorð“ var notað. Lögreglumenn, Alþingi og fleira hafi verið nefnt í því samhengi. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér og ekki gefið upp mikið um hina fyrirhuguðu árás sem sögð er hafa verið yfirvofandi. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að lögreglu hafi sett vörð um Alþingishúsið og þá greinir blaðið frá því að sjónir mannanna kunni að hafa beinst að árshátíð lögreglumanna, sem átti að fara fram í næstu viku. Vísir mun fylgjast með vendingum dagsins í málinu í Vaktinni sem nálgast má hér að neðan. Þar munum við miðla því sem fram kemur um málið í dag.
Lögreglumál Lögreglan Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45 Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59
Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45
Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44