Segja íbúa hersetinna svæða þvingaða til að greiða atkvæði Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2022 16:20 Auglýsing til stuðnings innlimunar Lúhansk í Rússland sem á stendur „Með Rússlandi að eilífu, 27. september“. Uppreisnarmenn sem styðja rússnesk stjórnvöld fara með völdin í stærstum hluta héraðsins. AP Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að íbúar á hersetnum svæðum hafi verið hótað refsingum taki þeir ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem leppstjórnir Rússa halda nú um helgina um hvort svæðin skuli innlimuð í Rússland. Atkvæðagreiðsla hófst í Lúhansk, Donetsk, Kherson og Saporisjía, fjórum héruðum sem Rússar hersetja að hluta, í dag og stendur hún fram á þriðjudag. Boðað var til hennar með aðeins nokkurra daga fyrirvara og í skugga stórsóknar úkraínska hersins í norðaustanverðu landinu. Úkraínsk stjórnvöld og vestrænir bandamenn þeirra hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna sem fals þar sem niðurstaðan er fyrirfram ákveðin, Rússum í vil. Júrí Sobolevskíj, varaformaður héraðsráðs Kherson-héraðs sem Rússar boluðu burt með hernámi sínu, segir að fólki á svæðunum hafi verið bannað að yfirgefa þau á meðan á atkvæðagreiðslunni stendur, vopnaðir menn gangi í hús til að neyða fólk til að greiða atkvæði og starfsfólki hafi verið hótað brottrekstri ef það tekur ekki þátt. „Í dag er það besta fyrir íbúa Kherson að opna ekki dyrnar,“ segir Sobolevskíj. Talið er að stjórnvöld í Kreml ætli sér að nota niðurstöður atkvæðagreiðslunnar til þess að innlima héruðin líkt og þau gerðu með Krímskaga árið 2014. Eftir innlimunina gætu þau lýst gagnsókn Úkraínumanna í þeim sem árás á Rússland sjálft. Pútín forseti ýjaði jafnvel að því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum til að verja landsvæðin í vikunni. Serhíj Gaidai, ríkisstjóri Lúhansk, segir að fólk þar hafi verið neytt út úr húsum sínum til að kjósa. Sums staðar sé fólk látið fylla út blöð í eldhúsi sínu eða garði án leyndar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir rússneskum fjölmiðlum að gengið verði með kjörkassa í hús til að láta fólk kjósa. Kjörstaðir verði aðeins opnir einn dag, á þriðjudag. Engir óháðir eftirlitsmenn fylgjast með atkvæðagreiðslunni og þá er stór hluti íbúa héraðanna sem bjó í þeim fyrir stríðið flúinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09 Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22. september 2022 18:01 Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hófst í Lúhansk, Donetsk, Kherson og Saporisjía, fjórum héruðum sem Rússar hersetja að hluta, í dag og stendur hún fram á þriðjudag. Boðað var til hennar með aðeins nokkurra daga fyrirvara og í skugga stórsóknar úkraínska hersins í norðaustanverðu landinu. Úkraínsk stjórnvöld og vestrænir bandamenn þeirra hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna sem fals þar sem niðurstaðan er fyrirfram ákveðin, Rússum í vil. Júrí Sobolevskíj, varaformaður héraðsráðs Kherson-héraðs sem Rússar boluðu burt með hernámi sínu, segir að fólki á svæðunum hafi verið bannað að yfirgefa þau á meðan á atkvæðagreiðslunni stendur, vopnaðir menn gangi í hús til að neyða fólk til að greiða atkvæði og starfsfólki hafi verið hótað brottrekstri ef það tekur ekki þátt. „Í dag er það besta fyrir íbúa Kherson að opna ekki dyrnar,“ segir Sobolevskíj. Talið er að stjórnvöld í Kreml ætli sér að nota niðurstöður atkvæðagreiðslunnar til þess að innlima héruðin líkt og þau gerðu með Krímskaga árið 2014. Eftir innlimunina gætu þau lýst gagnsókn Úkraínumanna í þeim sem árás á Rússland sjálft. Pútín forseti ýjaði jafnvel að því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum til að verja landsvæðin í vikunni. Serhíj Gaidai, ríkisstjóri Lúhansk, segir að fólk þar hafi verið neytt út úr húsum sínum til að kjósa. Sums staðar sé fólk látið fylla út blöð í eldhúsi sínu eða garði án leyndar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir rússneskum fjölmiðlum að gengið verði með kjörkassa í hús til að láta fólk kjósa. Kjörstaðir verði aðeins opnir einn dag, á þriðjudag. Engir óháðir eftirlitsmenn fylgjast með atkvæðagreiðslunni og þá er stór hluti íbúa héraðanna sem bjó í þeim fyrir stríðið flúinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09 Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22. september 2022 18:01 Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09
Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22. september 2022 18:01
Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54