Leiklistarferill Fletcher spannaði 64 ár og vann hún meðal annars til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan árið 1976 fyrir leik sinn í Gaukshreiðrinu. Auk þess vann hún til Golden Globe verðlauna og BAFTA verðlauna fyrir leik sinn.
Ameríska kvikmyndastofnunin hefur einnig sett karakter leikkonunnar „Nurse Ratched“ á lista yfir topp fimm kvikmyndaillmenni allra tíma.
Fletcher lék bæði í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún lék í þáttunum „Shameless“, „ER“ og „Seventh Heaven“ ásamt öðrum en hún var tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum „Picked Fences“ árið 1996 og „Joan of Arcadia“ árið 2004.
Hér að ofan má sjá Fletcher taka við Óskarsverðlaununum árið 1976.
Fletcher lést á heimili sínu í Frakklandi.