Það er ákveðinn gæðamunur á liðunum enda er því spáð að Arsenal berjist við Chelsea um titilinn á meðan Tottenham mun berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni. Það kom þó eilítið á óvart hversu fljótt Arsenal braut múrinn en strax á fimmtu mínútu kom Evrópumeistarinn Beth Mead heimaliðinu yfir.
Hollenska markamaskínan, Vivianne Miedema, tvöfaldaði forystuna í þann mund sem fyrri hálfleik var að ljúka og staðan 2-0 þegar flautið gall. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik, Rafaelle kom Skyttunum í 3-0 eftir hornspyrnu Mead og leikurinn svo gott sem búinn.
Miedema setti svo skrautið á kökuna með öðru marki sínu og fjórða marki Arsenal um miðbik hálfleiksins og lauk leiknum með öruggum 4-0 sigri Arsenal.
Different week. Same outcome. pic.twitter.com/sBUAZ1K5ev
— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 24, 2022
Skytturnar hafa þar með unnið báða sína leiki til þessa og er sem stendur á toppi deildarinnar.