Er fasteignin þín rétt skráð hjá Þjóðskrá? Tómas Ellert Tómasson skrifar 26. september 2022 07:31 Þess eru staðfest dæmi um að við gerð fasteignamats 2023 hafi Þjóðskrá Íslands tekið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa sveitarfélaga og skráð nýbyggingar á hærra matsstig en þær eru í raun. Með þeim verknaði fór Þjóðskrá Íslands gegn skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Í þeim lögum kemur skýrt fram að það sé hlutverk byggingarfulltrúa hvers sveitarfélags fyrir sig að sjá um slíkar skráningar. Byggingarfulltrúinn lætur svo Þjóðskrá þær upplýsingar í té. Og það kemur meira að segja fram á heimasíðu Þjóðskrár að svo eigi verklagið að vera. Hvað þýðir hærra skráð matsstig fasteignar? Í stuttu máli þýðir hærra skráð matsstig hærra fasteignamat fasteignar og þar með hærri fasteignagjöld og erfðafjárskatt sem greiða þarf af eigninni því fasteignamatið sjálft skapar grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda á fasteignina. Hækkun matsstigs fasteigna hækkar þá einnig um leið álagningarstofn fasteignagjalda sveitarfélaga. Fasteignamatið er einnig notað í ýmsum öðrum tilgangi. Til dæmis er fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings háð fasteignamati eignar. Enn fremur miða sumar lánastofnanir veðhæfni fasteigna við ákveðið hlutfall af fasteignamati. Líkt og kemur fram á vef Þjóðskrár að þá er mikilvægt að eigendur gangi úr skugga um að upplýsingar um fasteignir þeirra séu rétt skráðar. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar, þá skal koma athugasemdum á framfæri við byggingarfulltrúa í viðeigandi sveitarfélagi, en ef eigendur fasteignar telja að fasteignamat hennar endurspegli ekki gangverð að þá er hægt að gera athugasemd við það eða sækja um endurmat. Hvað olli því svo og í hvaða tilgangi Þjóðskrá tók fram fyrir hendur byggingafulltrúa landsins við skráningu matsstigs fasteigna við gerð fasteignamats fyrir árið 2023 verða forstjóri Þjóðskrár og innviðaráðherra sem ber ábyrgð á stofnuninni að svara fyrir. Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Fasteignamarkaður Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þess eru staðfest dæmi um að við gerð fasteignamats 2023 hafi Þjóðskrá Íslands tekið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa sveitarfélaga og skráð nýbyggingar á hærra matsstig en þær eru í raun. Með þeim verknaði fór Þjóðskrá Íslands gegn skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Í þeim lögum kemur skýrt fram að það sé hlutverk byggingarfulltrúa hvers sveitarfélags fyrir sig að sjá um slíkar skráningar. Byggingarfulltrúinn lætur svo Þjóðskrá þær upplýsingar í té. Og það kemur meira að segja fram á heimasíðu Þjóðskrár að svo eigi verklagið að vera. Hvað þýðir hærra skráð matsstig fasteignar? Í stuttu máli þýðir hærra skráð matsstig hærra fasteignamat fasteignar og þar með hærri fasteignagjöld og erfðafjárskatt sem greiða þarf af eigninni því fasteignamatið sjálft skapar grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda á fasteignina. Hækkun matsstigs fasteigna hækkar þá einnig um leið álagningarstofn fasteignagjalda sveitarfélaga. Fasteignamatið er einnig notað í ýmsum öðrum tilgangi. Til dæmis er fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings háð fasteignamati eignar. Enn fremur miða sumar lánastofnanir veðhæfni fasteigna við ákveðið hlutfall af fasteignamati. Líkt og kemur fram á vef Þjóðskrár að þá er mikilvægt að eigendur gangi úr skugga um að upplýsingar um fasteignir þeirra séu rétt skráðar. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar, þá skal koma athugasemdum á framfæri við byggingarfulltrúa í viðeigandi sveitarfélagi, en ef eigendur fasteignar telja að fasteignamat hennar endurspegli ekki gangverð að þá er hægt að gera athugasemd við það eða sækja um endurmat. Hvað olli því svo og í hvaða tilgangi Þjóðskrá tók fram fyrir hendur byggingafulltrúa landsins við skráningu matsstigs fasteigna við gerð fasteignamats fyrir árið 2023 verða forstjóri Þjóðskrár og innviðaráðherra sem ber ábyrgð á stofnuninni að svara fyrir. Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar