Segir markmenn lata og vill franskan rennilás á takkaskó Valur Páll Eiríksson skrifar 27. september 2022 12:31 Jón Gnarr lét sig hafa það að horfa á landsleik Englands og Þýskalands í gær. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, grínisti og leikari með meiru, fór mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter í gær á meðan hann horfði á leik Englands og Þýskalands í Þjóðadeild Evrópu. Hann segist hafa neyðst til að horfa á leikinn hvar hann sat fastur á hótelherbergi í Þýskalandi. „[S]it hér á hótelherbergi í þýskalandi og hef ekkert að horfa á nema þennan leik. skil hvorki leikinn né þýsku. heyrði þulinn segja “Japan” áðan en skil ekki samhengið. en held auðvitað með Þýskalandi,“ sagði Jón meðal annars á Twitter í gærkvöld. Hann sagði þá að bæði lið þyrftu að bæta sína spilamennsku á meðan fyrri hálfleiknum stóð en hann var markalaus. Englendingar verða að laga sendingar, þurfa að vera lengri og hnitmiðaðri. Þjóðverjar alltof stífir í vörninni, vantar meira flæði og of mikið einspil í sóknum. heilt yfir ágætur bolti en mætti samt vera meira samba en minni polki #boltaspjall— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 „[Þ]að er ekki nóg að hreinsa bara frá markinu og sparka boltanum eitthvað. nota svona tækifæri í öfluga sókn, ekki bara éta og bryðja róandi lyf. og svo verður einhver að fara að kenna markmönnum að gefa sendingar. öll orðin þreytt á þessum löngu sendingum þeirra bara eitthvað,“ sagði Jón enn fremur en lét það ekki duga um markverðina. „Getur nú varla verið erfitt starf að vera markmaður, hanga á sama stað einsog aumingi og horfa á aðra sprengja sig á hlaupum. hoppa smá og henda sér jörðina nokkrum sinnum. eru meira að segja með e-a asnalega hanska á höndunum og eru örugglega að berjast fyrir að fá hjálma. rugl!“ sagði Jón og ljóst að þeir Nick Pope og Marc-Andre Ter Stegen hafa ekki heillað hann mikið. Franskan rennilás á takkaskóna Jóni leiddist þá að horfa á leikmenn að reima skóþveng sinn. Það væri bæði alltof tímafrekt og skapaði að auki slysahættu. Franskur rennilás myndi leysa vandamálið. þegar ég horfi á leiki þá leiðist mér alltaf að horfa uppá leikmenn reima skóna sína. fer alltof mikill tími í þetta og skapar líka slysahættu. hvað hafa margir dottið um hálfvita sem er að reima ? get real!! pic.twitter.com/jYfeRWv3y9— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 Jón studdi Þjóðverja í leiknum, líkt og fram kemur að ofan, en fékk þó ekki að sjá þá fagna sigri. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust þeir þýsku 2-0 yfir með mörkum frá Ilkay Gundogan og Kai Havertz, sem báðir leika á Englandi. Átta mínútum eftir mark Havertz hafði England jafnað, á 75. mínútu eftir mörk Luke Shaw og Masons Mount. Átta mínútum síðar skoraði Harry Kane þriðja mark Englands af vítapunktinum en Havertz skoraði sitt annað mark á 87. mínútu til að tryggja þeim þýsku stig. England hafnaði í botnsæti riðils liðanna í Þjóðadeildinni, með þrjú stig, og féll niður í B-deild. Þjóðverjar enduðu með sjö stig þar fyrir ofan. Ungvegar komu mörgum á óvart og lentu í öðru sæti með tíu stig en sigur Ítalíu á þeim ungversku í gærkvöld tryggði Evrópumeisturunum toppsætið og sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
„[S]it hér á hótelherbergi í þýskalandi og hef ekkert að horfa á nema þennan leik. skil hvorki leikinn né þýsku. heyrði þulinn segja “Japan” áðan en skil ekki samhengið. en held auðvitað með Þýskalandi,“ sagði Jón meðal annars á Twitter í gærkvöld. Hann sagði þá að bæði lið þyrftu að bæta sína spilamennsku á meðan fyrri hálfleiknum stóð en hann var markalaus. Englendingar verða að laga sendingar, þurfa að vera lengri og hnitmiðaðri. Þjóðverjar alltof stífir í vörninni, vantar meira flæði og of mikið einspil í sóknum. heilt yfir ágætur bolti en mætti samt vera meira samba en minni polki #boltaspjall— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 „[Þ]að er ekki nóg að hreinsa bara frá markinu og sparka boltanum eitthvað. nota svona tækifæri í öfluga sókn, ekki bara éta og bryðja róandi lyf. og svo verður einhver að fara að kenna markmönnum að gefa sendingar. öll orðin þreytt á þessum löngu sendingum þeirra bara eitthvað,“ sagði Jón enn fremur en lét það ekki duga um markverðina. „Getur nú varla verið erfitt starf að vera markmaður, hanga á sama stað einsog aumingi og horfa á aðra sprengja sig á hlaupum. hoppa smá og henda sér jörðina nokkrum sinnum. eru meira að segja með e-a asnalega hanska á höndunum og eru örugglega að berjast fyrir að fá hjálma. rugl!“ sagði Jón og ljóst að þeir Nick Pope og Marc-Andre Ter Stegen hafa ekki heillað hann mikið. Franskan rennilás á takkaskóna Jóni leiddist þá að horfa á leikmenn að reima skóþveng sinn. Það væri bæði alltof tímafrekt og skapaði að auki slysahættu. Franskur rennilás myndi leysa vandamálið. þegar ég horfi á leiki þá leiðist mér alltaf að horfa uppá leikmenn reima skóna sína. fer alltof mikill tími í þetta og skapar líka slysahættu. hvað hafa margir dottið um hálfvita sem er að reima ? get real!! pic.twitter.com/jYfeRWv3y9— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 Jón studdi Þjóðverja í leiknum, líkt og fram kemur að ofan, en fékk þó ekki að sjá þá fagna sigri. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust þeir þýsku 2-0 yfir með mörkum frá Ilkay Gundogan og Kai Havertz, sem báðir leika á Englandi. Átta mínútum eftir mark Havertz hafði England jafnað, á 75. mínútu eftir mörk Luke Shaw og Masons Mount. Átta mínútum síðar skoraði Harry Kane þriðja mark Englands af vítapunktinum en Havertz skoraði sitt annað mark á 87. mínútu til að tryggja þeim þýsku stig. England hafnaði í botnsæti riðils liðanna í Þjóðadeildinni, með þrjú stig, og féll niður í B-deild. Þjóðverjar enduðu með sjö stig þar fyrir ofan. Ungvegar komu mörgum á óvart og lentu í öðru sæti með tíu stig en sigur Ítalíu á þeim ungversku í gærkvöld tryggði Evrópumeisturunum toppsætið og sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira