Ný gögn sýni að bresk stjórnvöld hafi greitt leið Sáda í enska boltann Valur Páll Eiríksson skrifar 27. september 2022 13:00 Fjárfestingasjóður Sádí-Arabíu festi kaup á Newcastle í október í fyrra. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Ný gögn sýna fram á að ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að hópur frá Sádí-Arabíu hafi getað fest kaup á enska knattspyrnufélaginu Newcastle United. Kaupin hafa sætt gagnrýni þar sem þau eru sögð hluti af stefnu sadískra yfirvalda til að hreinsa sig af mannréttindabrotum. Gögnin voru gefin út af ráðuneyti alþjóðaviðskipta í Bretlandi vegna fyrirspurnar samtakanna openDemocracy á grundvelli upplýsingalaga. Þau sýna að Gerry Grimstone, sem var þá ráðherra fjárfestinga, hafi lofað ensku úrvalsdeildinni að hann myndi tryggja framgang tilhugaðra kaupa Sádanna á Newcastle frá „hæstu stigum sádískra stjórnvalda“. Hann bað þá Gary Hoffman, yfirmann úrvalsdeildarinnar, um lagaleg ráð til að kaup fjárfestingasjóðs Sádí-Arabíu næði fram að ganga. Grimstone er fyrrum bankamaður og hefur mikil tengsl til ríkjanna við Persaflóa. Hann var ráðinn af Boris Johnson í mars 2020 með það fyrir augum að styrkja erlenda fjárfestingu í Bretlandi. Gögnin sýna virka þátttöku Grimstone í yfirtöku fjárfestingasjóðsins á Newcastle, sem var gengið frá í október 2021, eftir töluverðar tafir vegna andstöðu víða af og lagalegrar flækju. Johnson hefur hins vegar ávallt neitað þátttöku breskra yfirvalda og Íhaldsflokksins í ferlinu. Virk þátttaka og ítrekaðar tilraunir báru loks ávöxt Grimstone hafði lagt mikið á sig til að koma kaupunum í gegn árið 2020 en það gekk ekki. Gögnin sýna fram á samskipti hans við Hoffman og Sáda. Stór hluti ástæðunnar að kaupin gengu ekki þá var sú að Sádarnir neituðu að gangast undir próf eigenda og stjórnanda. Allir eigendur félagsliða á Bretlandi þurfa að standast prófið þar sem hvítflibbaglæpir og slíkt útilokar aðila frá eignarhaldi. Ríki mega þá ekki formlega eiga félög á Bretlandi en enska úrvalsdeildin tilkynnti í október 2021 að leið hefði fundist til að ganga frá kaupunum þar sem fjárfestingasjóður Sáda hefði fært „lagalega bindandi tryggingu fyrir því að konungsríkið Sádi-Arabía myndi ekki stjórna Newcastle United“. Nýju gögnin sýni að Hoffman, formaður úrvalsdeildarinnar, hafi sagt á fundi eigenda allra 20 liðanna í deildinni að bresk stjórnvöld hefðu pressað töluvert á deildina að leggja blessun sína yfir kaupin. Á sama tíma sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, hins vegar í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að svo væri ekki. Í svari við breska miðilinn Guardian, eftir birtingu skjalanna, segir Grimstone af og frá að skjölin sýni að hann hafi lagt mikið á sig til að koma kaupunum yfir línuna. Bæði Hoffman og Johnson neituðu að tjá sig við Guardian. Hver er hvatinn á bakvið kaupin? Fjölmörg mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kaup Sáda á Newcastle þar sem þau séu drifin áfram af þörf til að hvítþvo ríkið af mannréttindabrotum, með svokölluðum íþróttaþvotti (e. sportswashing). Sádar eru seinni á ferðinni en önnur ríki á Persaflóa, líkt og Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem hafa óspart nýtt íþróttir til að birta ásýnd ríkisins. Opinberir fjárfestingasjóðir Katar og Furstadæmanna eru til að mynda fjármögnunaraðilar félaga sem eiga Paris Saint-Germain (Katar) og Manchester City (Furstadæmin). Þá hefur Katar haldið fjölmörg íþróttamót í handbolta og frjálsum íþróttum, sem dæmi, auk þess að halda heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram undan er. Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Ávinningur ríkjanna er mjúkt vald, jákvæðari fréttir tengdar ríkjunum, bætt orðspor og þau hljóta langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem eiga til að tengjast stórviðburðum og stórum félögum í sínum ríkjum. Bretland Sádi-Arabía Mannréttindi Enski boltinn Tengdar fréttir Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. 13. maí 2022 12:31 Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01 Skiptir eignarhaldið engu máli? Það skyldi engan undra að kaup yfirvalda í Sádí Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hafi þurft að ræða í þaula, jafnt á krám sem og í stjórnarherbergjum. 21. nóvember 2021 17:19 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Gögnin voru gefin út af ráðuneyti alþjóðaviðskipta í Bretlandi vegna fyrirspurnar samtakanna openDemocracy á grundvelli upplýsingalaga. Þau sýna að Gerry Grimstone, sem var þá ráðherra fjárfestinga, hafi lofað ensku úrvalsdeildinni að hann myndi tryggja framgang tilhugaðra kaupa Sádanna á Newcastle frá „hæstu stigum sádískra stjórnvalda“. Hann bað þá Gary Hoffman, yfirmann úrvalsdeildarinnar, um lagaleg ráð til að kaup fjárfestingasjóðs Sádí-Arabíu næði fram að ganga. Grimstone er fyrrum bankamaður og hefur mikil tengsl til ríkjanna við Persaflóa. Hann var ráðinn af Boris Johnson í mars 2020 með það fyrir augum að styrkja erlenda fjárfestingu í Bretlandi. Gögnin sýna virka þátttöku Grimstone í yfirtöku fjárfestingasjóðsins á Newcastle, sem var gengið frá í október 2021, eftir töluverðar tafir vegna andstöðu víða af og lagalegrar flækju. Johnson hefur hins vegar ávallt neitað þátttöku breskra yfirvalda og Íhaldsflokksins í ferlinu. Virk þátttaka og ítrekaðar tilraunir báru loks ávöxt Grimstone hafði lagt mikið á sig til að koma kaupunum í gegn árið 2020 en það gekk ekki. Gögnin sýna fram á samskipti hans við Hoffman og Sáda. Stór hluti ástæðunnar að kaupin gengu ekki þá var sú að Sádarnir neituðu að gangast undir próf eigenda og stjórnanda. Allir eigendur félagsliða á Bretlandi þurfa að standast prófið þar sem hvítflibbaglæpir og slíkt útilokar aðila frá eignarhaldi. Ríki mega þá ekki formlega eiga félög á Bretlandi en enska úrvalsdeildin tilkynnti í október 2021 að leið hefði fundist til að ganga frá kaupunum þar sem fjárfestingasjóður Sáda hefði fært „lagalega bindandi tryggingu fyrir því að konungsríkið Sádi-Arabía myndi ekki stjórna Newcastle United“. Nýju gögnin sýni að Hoffman, formaður úrvalsdeildarinnar, hafi sagt á fundi eigenda allra 20 liðanna í deildinni að bresk stjórnvöld hefðu pressað töluvert á deildina að leggja blessun sína yfir kaupin. Á sama tíma sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, hins vegar í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að svo væri ekki. Í svari við breska miðilinn Guardian, eftir birtingu skjalanna, segir Grimstone af og frá að skjölin sýni að hann hafi lagt mikið á sig til að koma kaupunum yfir línuna. Bæði Hoffman og Johnson neituðu að tjá sig við Guardian. Hver er hvatinn á bakvið kaupin? Fjölmörg mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kaup Sáda á Newcastle þar sem þau séu drifin áfram af þörf til að hvítþvo ríkið af mannréttindabrotum, með svokölluðum íþróttaþvotti (e. sportswashing). Sádar eru seinni á ferðinni en önnur ríki á Persaflóa, líkt og Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem hafa óspart nýtt íþróttir til að birta ásýnd ríkisins. Opinberir fjárfestingasjóðir Katar og Furstadæmanna eru til að mynda fjármögnunaraðilar félaga sem eiga Paris Saint-Germain (Katar) og Manchester City (Furstadæmin). Þá hefur Katar haldið fjölmörg íþróttamót í handbolta og frjálsum íþróttum, sem dæmi, auk þess að halda heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram undan er. Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Ávinningur ríkjanna er mjúkt vald, jákvæðari fréttir tengdar ríkjunum, bætt orðspor og þau hljóta langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem eiga til að tengjast stórviðburðum og stórum félögum í sínum ríkjum.
Bretland Sádi-Arabía Mannréttindi Enski boltinn Tengdar fréttir Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. 13. maí 2022 12:31 Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01 Skiptir eignarhaldið engu máli? Það skyldi engan undra að kaup yfirvalda í Sádí Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hafi þurft að ræða í þaula, jafnt á krám sem og í stjórnarherbergjum. 21. nóvember 2021 17:19 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. 13. maí 2022 12:31
Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01
Skiptir eignarhaldið engu máli? Það skyldi engan undra að kaup yfirvalda í Sádí Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hafi þurft að ræða í þaula, jafnt á krám sem og í stjórnarherbergjum. 21. nóvember 2021 17:19