Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2022 11:45 Margir efnahagssérfræðingar segja skattalækkanir sem ríkisstjórnar Liz Truss kynnti á föstudag auka á efnahagsvandann. Nú hafa stórir veitendur húsnæðislána hætt að lána tímabundið eða þrengt lánamöguleika vegna væntinga um miklar vaxtahækkanir hjá Englandsbanka. AP/Jessica Taylor Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. Ný ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðhera kynnti efnahagsaðgerðir sínar á föstudag sem fela meðal annars í sér lækkanir á tekjuskatti og virðisaukaskatti. Gagnrýnendur segja aðgerðirnar ófjármagnaðar og þýða að ríkissjóður Bretlands verði að taka lán á verri kjörum en áður. Meginvextir Englandsbanka eru 1,75 prósent í dag en fóru lægst í 0,1% í marsmánuði 2020 til að draga úr efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Búist er við að Englandsbanki hækki meginvexti sína um 0,75 eða eitt prósentustig á næstunni sem þýddi hæstu meginvexti í Bretandi í marga áratugi. Verðbólga er sögulega í hæstu hæðum í Bretlandi og gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadollar hefur fallið.AP/Frank Augstein Sky fréttastofan segir að Virgin Money og Skipton Building Society, sem eru stórir veitendur húsnæðislána, hafi ákveðið að hætta tímabundið að veita húsnæðislán. Þá hafi Halifax, sem er stærsti lánveitandinn, hætt að veita húsnæðislán með lántökugjaldi sem tryggt hafi lántakendum lægri vexti en ella. Pundið hefur fallið mikið gagnvart Bandaríkjadollar undafarna daga. Á sama tíma og verðbólga eykst eru stjórnvöld að reyna að auka eftirspurn um allt að 2,5 prósent, sem er langt umfram spár um 1,5 prósenta hagvöxt. Það rekst því allt á hvers annars horn. Efnahagssérfræðingar segja ekki bæta úr skák að Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra útiloki ekki enn frekari skattalækkanir til að auka eftirspurn á sama tíma og draga þurfi úr eftirspurn til að vinna á verðbólgunni.AP/Jessica Taylor Ekki bætir úr skák að mati margra efnahagssérfræðinga að fjármálaráðherrann hefur boðað möguleika á enn frekari skattalækkunum. Susannah Streeter fjárfestinga- og markaðassérfræðingur hjá Hargreaves Lansdown segir ríkisstjórnina hafa glatað trausti vegna efnahagsaðgerðanna. „Nú er boltinn hjá Englandsbanka. Það eru getgátur um að gripið verði til neyðaraðgerða á aukafundi peningastefnunefndar og vextir hækkaðir eða að bankinn ítreki að minnsta kosti skuldbindingar sínar til að koma verðbólgunni niður. Nú þegar er búist við að nefndin ákveði verulega mikla hækkun vaxta á reglulegum fundi hennar í nóvember, til að draga úr eftirspurn sem ríkisstjórnin er þvert á móti að reyna að auka,“ segir Streeter. Bretland Tengdar fréttir Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Ný ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðhera kynnti efnahagsaðgerðir sínar á föstudag sem fela meðal annars í sér lækkanir á tekjuskatti og virðisaukaskatti. Gagnrýnendur segja aðgerðirnar ófjármagnaðar og þýða að ríkissjóður Bretlands verði að taka lán á verri kjörum en áður. Meginvextir Englandsbanka eru 1,75 prósent í dag en fóru lægst í 0,1% í marsmánuði 2020 til að draga úr efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Búist er við að Englandsbanki hækki meginvexti sína um 0,75 eða eitt prósentustig á næstunni sem þýddi hæstu meginvexti í Bretandi í marga áratugi. Verðbólga er sögulega í hæstu hæðum í Bretlandi og gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadollar hefur fallið.AP/Frank Augstein Sky fréttastofan segir að Virgin Money og Skipton Building Society, sem eru stórir veitendur húsnæðislána, hafi ákveðið að hætta tímabundið að veita húsnæðislán. Þá hafi Halifax, sem er stærsti lánveitandinn, hætt að veita húsnæðislán með lántökugjaldi sem tryggt hafi lántakendum lægri vexti en ella. Pundið hefur fallið mikið gagnvart Bandaríkjadollar undafarna daga. Á sama tíma og verðbólga eykst eru stjórnvöld að reyna að auka eftirspurn um allt að 2,5 prósent, sem er langt umfram spár um 1,5 prósenta hagvöxt. Það rekst því allt á hvers annars horn. Efnahagssérfræðingar segja ekki bæta úr skák að Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra útiloki ekki enn frekari skattalækkanir til að auka eftirspurn á sama tíma og draga þurfi úr eftirspurn til að vinna á verðbólgunni.AP/Jessica Taylor Ekki bætir úr skák að mati margra efnahagssérfræðinga að fjármálaráðherrann hefur boðað möguleika á enn frekari skattalækkunum. Susannah Streeter fjárfestinga- og markaðassérfræðingur hjá Hargreaves Lansdown segir ríkisstjórnina hafa glatað trausti vegna efnahagsaðgerðanna. „Nú er boltinn hjá Englandsbanka. Það eru getgátur um að gripið verði til neyðaraðgerða á aukafundi peningastefnunefndar og vextir hækkaðir eða að bankinn ítreki að minnsta kosti skuldbindingar sínar til að koma verðbólgunni niður. Nú þegar er búist við að nefndin ákveði verulega mikla hækkun vaxta á reglulegum fundi hennar í nóvember, til að draga úr eftirspurn sem ríkisstjórnin er þvert á móti að reyna að auka,“ segir Streeter.
Bretland Tengdar fréttir Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18
Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45