Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2022 11:45 Margir efnahagssérfræðingar segja skattalækkanir sem ríkisstjórnar Liz Truss kynnti á föstudag auka á efnahagsvandann. Nú hafa stórir veitendur húsnæðislána hætt að lána tímabundið eða þrengt lánamöguleika vegna væntinga um miklar vaxtahækkanir hjá Englandsbanka. AP/Jessica Taylor Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. Ný ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðhera kynnti efnahagsaðgerðir sínar á föstudag sem fela meðal annars í sér lækkanir á tekjuskatti og virðisaukaskatti. Gagnrýnendur segja aðgerðirnar ófjármagnaðar og þýða að ríkissjóður Bretlands verði að taka lán á verri kjörum en áður. Meginvextir Englandsbanka eru 1,75 prósent í dag en fóru lægst í 0,1% í marsmánuði 2020 til að draga úr efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Búist er við að Englandsbanki hækki meginvexti sína um 0,75 eða eitt prósentustig á næstunni sem þýddi hæstu meginvexti í Bretandi í marga áratugi. Verðbólga er sögulega í hæstu hæðum í Bretlandi og gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadollar hefur fallið.AP/Frank Augstein Sky fréttastofan segir að Virgin Money og Skipton Building Society, sem eru stórir veitendur húsnæðislána, hafi ákveðið að hætta tímabundið að veita húsnæðislán. Þá hafi Halifax, sem er stærsti lánveitandinn, hætt að veita húsnæðislán með lántökugjaldi sem tryggt hafi lántakendum lægri vexti en ella. Pundið hefur fallið mikið gagnvart Bandaríkjadollar undafarna daga. Á sama tíma og verðbólga eykst eru stjórnvöld að reyna að auka eftirspurn um allt að 2,5 prósent, sem er langt umfram spár um 1,5 prósenta hagvöxt. Það rekst því allt á hvers annars horn. Efnahagssérfræðingar segja ekki bæta úr skák að Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra útiloki ekki enn frekari skattalækkanir til að auka eftirspurn á sama tíma og draga þurfi úr eftirspurn til að vinna á verðbólgunni.AP/Jessica Taylor Ekki bætir úr skák að mati margra efnahagssérfræðinga að fjármálaráðherrann hefur boðað möguleika á enn frekari skattalækkunum. Susannah Streeter fjárfestinga- og markaðassérfræðingur hjá Hargreaves Lansdown segir ríkisstjórnina hafa glatað trausti vegna efnahagsaðgerðanna. „Nú er boltinn hjá Englandsbanka. Það eru getgátur um að gripið verði til neyðaraðgerða á aukafundi peningastefnunefndar og vextir hækkaðir eða að bankinn ítreki að minnsta kosti skuldbindingar sínar til að koma verðbólgunni niður. Nú þegar er búist við að nefndin ákveði verulega mikla hækkun vaxta á reglulegum fundi hennar í nóvember, til að draga úr eftirspurn sem ríkisstjórnin er þvert á móti að reyna að auka,“ segir Streeter. Bretland Tengdar fréttir Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Ný ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðhera kynnti efnahagsaðgerðir sínar á föstudag sem fela meðal annars í sér lækkanir á tekjuskatti og virðisaukaskatti. Gagnrýnendur segja aðgerðirnar ófjármagnaðar og þýða að ríkissjóður Bretlands verði að taka lán á verri kjörum en áður. Meginvextir Englandsbanka eru 1,75 prósent í dag en fóru lægst í 0,1% í marsmánuði 2020 til að draga úr efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Búist er við að Englandsbanki hækki meginvexti sína um 0,75 eða eitt prósentustig á næstunni sem þýddi hæstu meginvexti í Bretandi í marga áratugi. Verðbólga er sögulega í hæstu hæðum í Bretlandi og gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadollar hefur fallið.AP/Frank Augstein Sky fréttastofan segir að Virgin Money og Skipton Building Society, sem eru stórir veitendur húsnæðislána, hafi ákveðið að hætta tímabundið að veita húsnæðislán. Þá hafi Halifax, sem er stærsti lánveitandinn, hætt að veita húsnæðislán með lántökugjaldi sem tryggt hafi lántakendum lægri vexti en ella. Pundið hefur fallið mikið gagnvart Bandaríkjadollar undafarna daga. Á sama tíma og verðbólga eykst eru stjórnvöld að reyna að auka eftirspurn um allt að 2,5 prósent, sem er langt umfram spár um 1,5 prósenta hagvöxt. Það rekst því allt á hvers annars horn. Efnahagssérfræðingar segja ekki bæta úr skák að Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra útiloki ekki enn frekari skattalækkanir til að auka eftirspurn á sama tíma og draga þurfi úr eftirspurn til að vinna á verðbólgunni.AP/Jessica Taylor Ekki bætir úr skák að mati margra efnahagssérfræðinga að fjármálaráðherrann hefur boðað möguleika á enn frekari skattalækkunum. Susannah Streeter fjárfestinga- og markaðassérfræðingur hjá Hargreaves Lansdown segir ríkisstjórnina hafa glatað trausti vegna efnahagsaðgerðanna. „Nú er boltinn hjá Englandsbanka. Það eru getgátur um að gripið verði til neyðaraðgerða á aukafundi peningastefnunefndar og vextir hækkaðir eða að bankinn ítreki að minnsta kosti skuldbindingar sínar til að koma verðbólgunni niður. Nú þegar er búist við að nefndin ákveði verulega mikla hækkun vaxta á reglulegum fundi hennar í nóvember, til að draga úr eftirspurn sem ríkisstjórnin er þvert á móti að reyna að auka,“ segir Streeter.
Bretland Tengdar fréttir Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18
Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45