Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2022 13:23 Anna Dóra sagði af sér sem forseti FÍ og sakaði Tómas um að hafa beitt sér af hörku fyrir því að Helgi Jóhannesson lögfræðingur fengi að koma aftur til starfa hjá félaginu. Tómas segir Önnu Dóru snúa staðreyndum á hvolf. vísir/vilhelm Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. Allt logar nú stafna á milli í FÍ en í morgun var greint frá því að Anna Dóra hafi sagt sig frá störfum sem forseti vegna óásættanlegra samskipta við stjórn félagsins. Stjórnin hefur hafnað ásökunum Önnu Dóru. Í langri yfirlýsingu lýsti Anna Dóra meðal annars því að Tómas, góðvinur Helga Jóhannessonar, sem fór frá félaginu í kjölfar ásakana um kynferðislegt áreiti, hafi beitt sér fyrir því af hörku að Helgi fengi aftur að starfa fyrir félagið. „Ég hef aldrei lagt til að fyrrum stjórnarmaður tæki aftur sæti í stjórn félagsins, hann aldrei óskað eftir slíku, enda nýr stjórnarmaður kosinn í hans stað á síðasta aðalfundi félagsins,“ segir Tómas nú. Tómas, sem er staddur í Nepal í göngu, segir að Helgi hafi sent erindi til stjórnar og óskað eftir því að fá að útskýra sína hlið á skyndilegu brotthvarfi úr stjórn í nóvember 2021. „Taldi ég á stjórnarfundi rétt að erindið fengi formlega umfjöllun stjórnar, sem forseti taldi ekki ástæðu til, en mér falið að koma á óformlegum fundi sem forseti hugðist ekki sækja.“ Tómas harmar það í hvaða farveg málið er komið í. „Viðskilnaður forseta við stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands er sorglegt mál, ekki síst fyrir Ferðafélag Íslands, þar sem staðreyndum er snúið á hvolf og umræðan færð frá þeim alvarlega samskiptavanda sem litað hefur starf stjórnar sl. ár.“ Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Félagasamtök MeToo Tengdar fréttir Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Allt logar nú stafna á milli í FÍ en í morgun var greint frá því að Anna Dóra hafi sagt sig frá störfum sem forseti vegna óásættanlegra samskipta við stjórn félagsins. Stjórnin hefur hafnað ásökunum Önnu Dóru. Í langri yfirlýsingu lýsti Anna Dóra meðal annars því að Tómas, góðvinur Helga Jóhannessonar, sem fór frá félaginu í kjölfar ásakana um kynferðislegt áreiti, hafi beitt sér fyrir því af hörku að Helgi fengi aftur að starfa fyrir félagið. „Ég hef aldrei lagt til að fyrrum stjórnarmaður tæki aftur sæti í stjórn félagsins, hann aldrei óskað eftir slíku, enda nýr stjórnarmaður kosinn í hans stað á síðasta aðalfundi félagsins,“ segir Tómas nú. Tómas, sem er staddur í Nepal í göngu, segir að Helgi hafi sent erindi til stjórnar og óskað eftir því að fá að útskýra sína hlið á skyndilegu brotthvarfi úr stjórn í nóvember 2021. „Taldi ég á stjórnarfundi rétt að erindið fengi formlega umfjöllun stjórnar, sem forseti taldi ekki ástæðu til, en mér falið að koma á óformlegum fundi sem forseti hugðist ekki sækja.“ Tómas harmar það í hvaða farveg málið er komið í. „Viðskilnaður forseta við stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands er sorglegt mál, ekki síst fyrir Ferðafélag Íslands, þar sem staðreyndum er snúið á hvolf og umræðan færð frá þeim alvarlega samskiptavanda sem litað hefur starf stjórnar sl. ár.“
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Félagasamtök MeToo Tengdar fréttir Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07
Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34