Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2022 16:00 Yngvi hefur starfað hjá Sýn frá árinu 2019. Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu til Kauphallar. Yngvi er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sat í stjórn félagsins árin 2014-2019. Frá árinu 2019 hefur Yngvi gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstarsviðs Sýnar hf. Áður starfaði Yngvi meðal annars hjá Össur hf. um tíu ára skeið. „Það er mikilvægt við núverandi aðstæður að tryggja áframhaldandi festu í rekstri félagsins. Yngvi þekkir afar vel til félagsins og því mikill fengur að fá hann til að leiða daglegan rekstur þess,“ segir Petrea I. Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar hf. Yngvi segist spenntur fyrir nýja starfinu. „Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun í samstarfi við allt það framúrskarandi fólk sem starfar hjá félaginu. Þá mun ég leggja mig allan fram um að leiða félagið áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð.“ Heiðar seldi 12,7 prósenta hlut sinn í Sýn fyrir tæplega 2,2 milljarða króna í sumar. Fjárfestingafélagið Gavia Invest keypti hlut Heiðars og á nú tæplega ellefu prósenta hlut í félaginu. Ný stjórn var var kjörin í lok ágúst þar sem Petrea var kjörin stjórnarformaður. Jón Skaftason, sem er í forsvari fyrir Gavia Invest, náði kjöri í stjórn við það tilefni. Hilmar Þór Kristinsson, stór hluthafi í Sýn í gegnum Fasta ehf, og Reynir Grétarsson, stærsti eigandinn í Gavia Invest, gáfu einnig kost á sér en náðu ekki kjöri. Fasti ehf, Tækifæri ehf og Borgarlind ehf óskuðu eftir að boðað yrði til nýs hluthafafundar sem haldinn verður þann 20. október. Hluthafarnir vilja endurtaka kosningu til stjórnar. Þau telja stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar. Kauphöllin Vistaskipti Fjarskipti Sýn Tengdar fréttir Boða til nýs hluthafafundar í október Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar sem haldinn varður fimmtudaginn 20. október næstkomandi. 23. september 2022 11:14 Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör. 31. ágúst 2022 11:51 Heiðar selur allt í Sýn fyrir 2,2 milljarða og hættir sem forstjóri Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, hefur selt allan 12,7 prósenta hlut sinn í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu fyrir tæplega 2,2 milljarða króna. Samhliða sölunni mun Heiðar láta af störfum sem forstjóri félagsins um mánaðarmótin. 25. júlí 2022 09:40 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
Greint er frá ráðningunni í tilkynningu til Kauphallar. Yngvi er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sat í stjórn félagsins árin 2014-2019. Frá árinu 2019 hefur Yngvi gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstarsviðs Sýnar hf. Áður starfaði Yngvi meðal annars hjá Össur hf. um tíu ára skeið. „Það er mikilvægt við núverandi aðstæður að tryggja áframhaldandi festu í rekstri félagsins. Yngvi þekkir afar vel til félagsins og því mikill fengur að fá hann til að leiða daglegan rekstur þess,“ segir Petrea I. Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar hf. Yngvi segist spenntur fyrir nýja starfinu. „Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun í samstarfi við allt það framúrskarandi fólk sem starfar hjá félaginu. Þá mun ég leggja mig allan fram um að leiða félagið áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð.“ Heiðar seldi 12,7 prósenta hlut sinn í Sýn fyrir tæplega 2,2 milljarða króna í sumar. Fjárfestingafélagið Gavia Invest keypti hlut Heiðars og á nú tæplega ellefu prósenta hlut í félaginu. Ný stjórn var var kjörin í lok ágúst þar sem Petrea var kjörin stjórnarformaður. Jón Skaftason, sem er í forsvari fyrir Gavia Invest, náði kjöri í stjórn við það tilefni. Hilmar Þór Kristinsson, stór hluthafi í Sýn í gegnum Fasta ehf, og Reynir Grétarsson, stærsti eigandinn í Gavia Invest, gáfu einnig kost á sér en náðu ekki kjöri. Fasti ehf, Tækifæri ehf og Borgarlind ehf óskuðu eftir að boðað yrði til nýs hluthafafundar sem haldinn verður þann 20. október. Hluthafarnir vilja endurtaka kosningu til stjórnar. Þau telja stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar.
Kauphöllin Vistaskipti Fjarskipti Sýn Tengdar fréttir Boða til nýs hluthafafundar í október Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar sem haldinn varður fimmtudaginn 20. október næstkomandi. 23. september 2022 11:14 Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör. 31. ágúst 2022 11:51 Heiðar selur allt í Sýn fyrir 2,2 milljarða og hættir sem forstjóri Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, hefur selt allan 12,7 prósenta hlut sinn í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu fyrir tæplega 2,2 milljarða króna. Samhliða sölunni mun Heiðar láta af störfum sem forstjóri félagsins um mánaðarmótin. 25. júlí 2022 09:40 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
Boða til nýs hluthafafundar í október Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar sem haldinn varður fimmtudaginn 20. október næstkomandi. 23. september 2022 11:14
Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör. 31. ágúst 2022 11:51
Heiðar selur allt í Sýn fyrir 2,2 milljarða og hættir sem forstjóri Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, hefur selt allan 12,7 prósenta hlut sinn í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu fyrir tæplega 2,2 milljarða króna. Samhliða sölunni mun Heiðar láta af störfum sem forstjóri félagsins um mánaðarmótin. 25. júlí 2022 09:40