Þingmaður Flokks fólksins segir öfugsnúið að berjast gegn verðbólgu með hækkun vaxta sem auki greiðslubyrði heimilanna og verðbólguna. Efnt var til sérstakrar umræðu um stöðu heimilanna í verðbólgu á Alþingi í dag. Við förum ítarlega yfir það og verðum í beinni frá þinginu.
Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. Farið verður yfir klofning í ferðafélaginu í kvöldfréttum.
Við kynnum okkur einnig mestu gjaldskrárhækkun Strætó í lengri tíma, kíkjum á bólusetningar í Laugardalshöll og skoðum fallega uppgerð hús í Stykkishólmi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.