Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 17:00 Áfram er opin hola við lögnina sem gaf sig. Vísir/Vilhelm Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. Nokkur þúsund tonn af vatni flæddu um Hvassaleiti niður að Kringlu þegar sextíu ára gömul kaldavatnslögn gaf sig föstudagskvöldið 2. september. Um var að ræða stóra stofnlögn sem flutti kalt vatn vestur í bæ en eftir að grafið var niður að lögninni kom í ljós að hún hafi rofnað á samskeytum vegna tæringar í burðarvirki lagnarinnar. Í tilkynningu Veitna til íbúa í síðustu viku kom fram að holan við lögnina væri enn opin og að hún yrði það áfram á meðan verið væri að ákveða hvernig best væri að endurnýja lögnina. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að vinna í valkostagreiningu og má búast við niðurstöðu úr henni á næstu tveimur vikum. Tvær lausnir eru líklegastar en önnur þeirra myndi fela í sér að holan yrði áfram opin. Sú lausn væri tiltölulega einföld í framkvæmd og gæti farið af stað öðru hvoru megin við áramótin. Hin leiðin myndi fela í sér að grafið yrði fyrir nýjum lögnum en holunni yrði þá lokað og framkvæmdir gætu hafist næsta vor. Á meðan viðgerð stendur yfir er aukið álag á aðrar lagnir í kerfinu en hægt er að taka út lagnir í einhvern tíma án þess að það hafi áhrif á viðskiptavini. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og að lögnin verði þá tekin í rekstur fyrir lok næsta árs. „Þó að það sé ekki sjáanlegt fólk á staðnum vinnum við hörðum höndum að því að finna bestu lausnina fyrir íbúa hverfisins. Við minnum á að holan er af girt og vöktuð af okkur. Við munum einnig upplýsa ykkur um leið og ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref,“ segir í tilkynningu til íbúa. Þá vinna Veitur að því með tryggingarfélagi sínu, VÍS, að því að meta umfang tjónsins, en ekki liggur fyrir hvort ábyrgðartrygging Veitna nái yfir tjónið. Ef svo er ekki munu Veitur þó bæta tjónið samkvæmt mati VÍS. Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Nokkur þúsund tonn af vatni flæddu um Hvassaleiti niður að Kringlu þegar sextíu ára gömul kaldavatnslögn gaf sig föstudagskvöldið 2. september. Um var að ræða stóra stofnlögn sem flutti kalt vatn vestur í bæ en eftir að grafið var niður að lögninni kom í ljós að hún hafi rofnað á samskeytum vegna tæringar í burðarvirki lagnarinnar. Í tilkynningu Veitna til íbúa í síðustu viku kom fram að holan við lögnina væri enn opin og að hún yrði það áfram á meðan verið væri að ákveða hvernig best væri að endurnýja lögnina. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að vinna í valkostagreiningu og má búast við niðurstöðu úr henni á næstu tveimur vikum. Tvær lausnir eru líklegastar en önnur þeirra myndi fela í sér að holan yrði áfram opin. Sú lausn væri tiltölulega einföld í framkvæmd og gæti farið af stað öðru hvoru megin við áramótin. Hin leiðin myndi fela í sér að grafið yrði fyrir nýjum lögnum en holunni yrði þá lokað og framkvæmdir gætu hafist næsta vor. Á meðan viðgerð stendur yfir er aukið álag á aðrar lagnir í kerfinu en hægt er að taka út lagnir í einhvern tíma án þess að það hafi áhrif á viðskiptavini. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og að lögnin verði þá tekin í rekstur fyrir lok næsta árs. „Þó að það sé ekki sjáanlegt fólk á staðnum vinnum við hörðum höndum að því að finna bestu lausnina fyrir íbúa hverfisins. Við minnum á að holan er af girt og vöktuð af okkur. Við munum einnig upplýsa ykkur um leið og ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref,“ segir í tilkynningu til íbúa. Þá vinna Veitur að því með tryggingarfélagi sínu, VÍS, að því að meta umfang tjónsins, en ekki liggur fyrir hvort ábyrgðartrygging Veitna nái yfir tjónið. Ef svo er ekki munu Veitur þó bæta tjónið samkvæmt mati VÍS.
Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
„Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20
Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40
Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46