Bjarki „grýtti“ dóttur sinni í djúpu laugina í ungverskum skóla Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2022 14:00 Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém eins og hann hefur gert fyrir íslenska landsliðið og Lemgo síðustu ár. EPA/Tamas Kovacs „Það er biluð pressa hérna en þegar það gengur vel er allt æðislegt. Við höfum ekki tapað leik síðan að ég kom en þeir tala um það að það fari allt til fjandans ef við töpum einum leik eða gerum jafntefli,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, eftir fyrstu mánuðina sem leikmaður ungverska stórveldisins Veszprém. Bjarki er í viðtali í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Bjarki og fjölskylda hans eru að læra á lífið í Ungverjalandi eftir að hafa flutt þangað í lok júlí, og eru búin að koma sér vel fyrir núna eftir að Bjarki þurfti að stinga af með liðsfélögunum til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið. „Ég byrjaði á að fara í burtu í níu daga og skilja fjölskylduna eina eftir. Við vanmátum það aðeins. En við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir og erum bara sátt það sem af er,“ segir Bjarki en álagið hefur kannski mest verið á unga dóttur hans sem þarf að vera fljót að læra ungverskuna. „Eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær færu bara heim“ „Við erum búin að koma okkur vel fyrir í bænum og dóttir mín er komin í ungverskan skóla, reyndar með áherslu á þýsku. Við grýttum henni algjörlega út í djúpu laugina og hún er að standa sig frábærlega. Það er lyginni líkast hvað það gengur vel. Ef að börnin eru sátt þá auðveldar það manni lífið. Við erum mjög ánægð, alla vega hingað til. Það hjálpar henni að hún er fædd og uppalin í Þýskalandi og kennarinn er þýskur. Þetta er svona þýsk „grúppa“ og þau læra þýsku einu sinni á dag. En þetta eru ótrúlega erfiðar aðstæður og eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær [mæðgurnar] færu bara heim [til Íslands], ef þetta gengi illa. En þetta hefur gengið frábærlega. Það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Bjarki. Örugglega engu breytt þó að Aron hefði sagt að allt væri ömurlegt Bjarki kom til Veszprém eftir að hafa verið algjör lykilmaður hjá Lemgo og meðal markahæstu manna í þýsku 1. deildinni síðustu ár, og markakóngur árið 2020. „Ég ætlaði mér að komast í einhvern svona klúbb. Þetta var stefnan. Mig langaði að breyta til frá Þýskalandi og komast í stærri klúbb en Lemgo, og spila í Meistaradeildinni og svona. Ég gat valið um nokkur lið svipuð Lemgo í Þýskalandi, eða verið þar áfram, en þetta blessaðist,“ segir Bjarki sem fetar í fótspor félaga síns Arons Pálmarssonar með því að spila fyrir Veszprém: „Ég talaði aðeins við hann. Ég held að þjálfarinn hjá Veszprém hafi líka hringt í hann og spurt út í mig. Aron bar Veszprém söguna vel og talaði mjög vel um allt í kringum klúbbinn. Það sannfærði mig enn frekar en það hefði örugglega samt engu breytt þó að hann hefði sagt að allt væri ömurlegt hérna,“ segir Bjarki léttur. Handbolti Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Sjá meira
Bjarki er í viðtali í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Bjarki og fjölskylda hans eru að læra á lífið í Ungverjalandi eftir að hafa flutt þangað í lok júlí, og eru búin að koma sér vel fyrir núna eftir að Bjarki þurfti að stinga af með liðsfélögunum til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið. „Ég byrjaði á að fara í burtu í níu daga og skilja fjölskylduna eina eftir. Við vanmátum það aðeins. En við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir og erum bara sátt það sem af er,“ segir Bjarki en álagið hefur kannski mest verið á unga dóttur hans sem þarf að vera fljót að læra ungverskuna. „Eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær færu bara heim“ „Við erum búin að koma okkur vel fyrir í bænum og dóttir mín er komin í ungverskan skóla, reyndar með áherslu á þýsku. Við grýttum henni algjörlega út í djúpu laugina og hún er að standa sig frábærlega. Það er lyginni líkast hvað það gengur vel. Ef að börnin eru sátt þá auðveldar það manni lífið. Við erum mjög ánægð, alla vega hingað til. Það hjálpar henni að hún er fædd og uppalin í Þýskalandi og kennarinn er þýskur. Þetta er svona þýsk „grúppa“ og þau læra þýsku einu sinni á dag. En þetta eru ótrúlega erfiðar aðstæður og eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær [mæðgurnar] færu bara heim [til Íslands], ef þetta gengi illa. En þetta hefur gengið frábærlega. Það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Bjarki. Örugglega engu breytt þó að Aron hefði sagt að allt væri ömurlegt Bjarki kom til Veszprém eftir að hafa verið algjör lykilmaður hjá Lemgo og meðal markahæstu manna í þýsku 1. deildinni síðustu ár, og markakóngur árið 2020. „Ég ætlaði mér að komast í einhvern svona klúbb. Þetta var stefnan. Mig langaði að breyta til frá Þýskalandi og komast í stærri klúbb en Lemgo, og spila í Meistaradeildinni og svona. Ég gat valið um nokkur lið svipuð Lemgo í Þýskalandi, eða verið þar áfram, en þetta blessaðist,“ segir Bjarki sem fetar í fótspor félaga síns Arons Pálmarssonar með því að spila fyrir Veszprém: „Ég talaði aðeins við hann. Ég held að þjálfarinn hjá Veszprém hafi líka hringt í hann og spurt út í mig. Aron bar Veszprém söguna vel og talaði mjög vel um allt í kringum klúbbinn. Það sannfærði mig enn frekar en það hefði örugglega samt engu breytt þó að hann hefði sagt að allt væri ömurlegt hérna,“ segir Bjarki léttur.
Handbolti Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Sjá meira