Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. september 2022 14:09 Jóakim prins með Marie eiginkonu sinni, börnum þeirra og börnum Jóakims og Alexöndru, fyrrverandi eiginkonu hans. Getty/Patrick van Katwijk Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. Alexandra segist hneyksluð. Öll fjölskyldan sé sammála um það. Bæði Jóakim og núverandi eiginkona hans, María prinsessa. „Við skiljum ekkert í þessari ákvörðun. Við erum sorgmædd og í áfalli. Ákvörðunin kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Börnunum finnst þau útskúfuð. Þau skilja ekki hvers vegna sjálfsmynd þeirra er tekin af þeim,“ segir Alexandra í samtali við BT. Hvað gengur drottningunni til? Jóakim og Alexandra eiga börnin Nikolai og Felix. Jóakim á svo Henrik og Aþenu með núverandi konu sinni Marie. Þau munu áfram geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpezat. Þann titil fá þau frá afa sínum Hinriki prins sem jafnframt var franskur greifi og hét fullu nafni Hinrik de Laborde de Monpezat. Jakob Steen Olsen er álitsgjafi hjá Berlingske í málefnum konungsfjölskyldunnar. Hann segir óvenjulegt að Alexandra bregðist svo harkalega við. Ákvarðanir Margrétar Þórhildar innan konungsfjölskyldunnar séu yfirleitt ekki til umræðu. Margrét Þórhildur, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hinrik prins í Kaupmannahöfn í fyrstu opinberu heimsókn íslensku forsetahjónanna til erlends ríkis árið 2017.Vísir/AFP „Ég spyr mig hver þörfin sé. Hvers vegna að styggja fjölskyldu Jóakims prins þegar það er algjör óþarfi? Þetta snýst ekkert um peninga,“ segir Olsen. Vísar hann til þess að ákvörðunin leiddi ekki til neins sparnaðar fyrir danska ríkið. Börn Jóakims þiggja ekki lengur laun frá danska ríkinu eftir breytingu árið 2016. Olsen telur aðgerðina leið Margrétar drottningar til að styrkja konungsfjölskylduna til framtíðar. „Þetta er tilraun hennar til að snyrta tréð svo það geti haldið áfram að vaxa. “ Friðrik krónprins, sem verður Friðrik X, með eiginkonu sinni Maríu og börnum þeirra. Til vinstri við krónprinsinn er Kristján, elsti sonur þeirra sem yrði Kristján XI. Lengst til hægri er Ísabella sem er á fimmtánda ári í dag. Fremst eru tvíburasystkinin Vincent og Jósefína sem í dag eru á ellefta ári. Myndin var tekin í maí 2018.Getty Ákvörðunin gæti þó kynt undir mögulegum sögusögnum þess efnis að köldu andi milli drottningar og yngri sonar hennar. Það sé goðsögn sem nú væri ýtt undir. Ekki síst vegna þess að börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, þau Ísabella, Vincent og Jósefína, haldi sínum titlum sem prinsar og prinsessur. Segja má að Friðrik krónprins og María eiginkona hans hafi nú þegar tryggt erfðaröðina eins langt og hægt er að sjá fram í tímann. Kristján, elsti sonur þeirra, er gjörfulegur ungur maður á sautjánda ári. Ef svo vildi til að honum yrði ekki barna auðið á hann þrjú yngri systkini. Ísabellu sem er tveimur árum yngri en hann og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu sem eru á ellefta aldursári. Nokkuð víst má telja að eitthvert þeirra muni eignast börn í framtíðinni. Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Alexandra segist hneyksluð. Öll fjölskyldan sé sammála um það. Bæði Jóakim og núverandi eiginkona hans, María prinsessa. „Við skiljum ekkert í þessari ákvörðun. Við erum sorgmædd og í áfalli. Ákvörðunin kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Börnunum finnst þau útskúfuð. Þau skilja ekki hvers vegna sjálfsmynd þeirra er tekin af þeim,“ segir Alexandra í samtali við BT. Hvað gengur drottningunni til? Jóakim og Alexandra eiga börnin Nikolai og Felix. Jóakim á svo Henrik og Aþenu með núverandi konu sinni Marie. Þau munu áfram geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpezat. Þann titil fá þau frá afa sínum Hinriki prins sem jafnframt var franskur greifi og hét fullu nafni Hinrik de Laborde de Monpezat. Jakob Steen Olsen er álitsgjafi hjá Berlingske í málefnum konungsfjölskyldunnar. Hann segir óvenjulegt að Alexandra bregðist svo harkalega við. Ákvarðanir Margrétar Þórhildar innan konungsfjölskyldunnar séu yfirleitt ekki til umræðu. Margrét Þórhildur, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hinrik prins í Kaupmannahöfn í fyrstu opinberu heimsókn íslensku forsetahjónanna til erlends ríkis árið 2017.Vísir/AFP „Ég spyr mig hver þörfin sé. Hvers vegna að styggja fjölskyldu Jóakims prins þegar það er algjör óþarfi? Þetta snýst ekkert um peninga,“ segir Olsen. Vísar hann til þess að ákvörðunin leiddi ekki til neins sparnaðar fyrir danska ríkið. Börn Jóakims þiggja ekki lengur laun frá danska ríkinu eftir breytingu árið 2016. Olsen telur aðgerðina leið Margrétar drottningar til að styrkja konungsfjölskylduna til framtíðar. „Þetta er tilraun hennar til að snyrta tréð svo það geti haldið áfram að vaxa. “ Friðrik krónprins, sem verður Friðrik X, með eiginkonu sinni Maríu og börnum þeirra. Til vinstri við krónprinsinn er Kristján, elsti sonur þeirra sem yrði Kristján XI. Lengst til hægri er Ísabella sem er á fimmtánda ári í dag. Fremst eru tvíburasystkinin Vincent og Jósefína sem í dag eru á ellefta ári. Myndin var tekin í maí 2018.Getty Ákvörðunin gæti þó kynt undir mögulegum sögusögnum þess efnis að köldu andi milli drottningar og yngri sonar hennar. Það sé goðsögn sem nú væri ýtt undir. Ekki síst vegna þess að börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, þau Ísabella, Vincent og Jósefína, haldi sínum titlum sem prinsar og prinsessur. Segja má að Friðrik krónprins og María eiginkona hans hafi nú þegar tryggt erfðaröðina eins langt og hægt er að sjá fram í tímann. Kristján, elsti sonur þeirra, er gjörfulegur ungur maður á sautjánda ári. Ef svo vildi til að honum yrði ekki barna auðið á hann þrjú yngri systkini. Ísabellu sem er tveimur árum yngri en hann og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu sem eru á ellefta aldursári. Nokkuð víst má telja að eitthvert þeirra muni eignast börn í framtíðinni.
Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent