Í nýrri auglýsingaherferð fyrirtækisins eru grínistinn og þáttastjórnandinn, Chelsea Handler,
Auglýsing Shields er fremur lágstemmdar en Shields lýsir yfir undrun sinni og aðdáun gagnvart kvenlíkamanum og segir sjálfstraust vera kynæsandi. Sjálfstraust sé uppspretta kynorku.
Það sem vekur kannski helst athygli í auglýsingunni er játning Shields hvað varðar hver sé með fullkomnasta líkamann að hennar mati.
„Mér finnst sú sem er með einn fullkomnasta líkamann vera eiginkona fyrrverandi mannsins míns. Ég var með mynd af fótleggjunum hennar á speglinum mínum í fimmtán til tuttugu ár, svo fór hann og giftist þessum fótleggjum,“ segir Shields.
Auglýsinguna má sjá hér að ofan.
Shields var gift íþróttamanninum Andre Agassi á árunum 1997 til 1999 eftir skilnað hjónanna kvæntist Agassi tenniskonunni Steffi Graf. Hún er gjarnan talin ein af bestu tenniskonum allra tíma.
