Fundu flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum í pakka um borð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 08:52 Keflavíkurflugvöllur var lokaður í um fjóra klukkutíma í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum fann pakka um borð flugvélar UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en pakkinn innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð að sögn lögreglu. Keflavíkurflugvelli var lokað í um fjóra klukkutíma í nótt vegna málsins. Aðgerðum lögreglu lauk klukkan korter yfir átta í morgun en flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Lögregla hafði þá fengið tilkynningu um að ákveðinn pakki innihéldi sprengju. „Vinna sprengjusérfræðinga sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar gekk vel og pakkinn fannst eftir leit. Pakkinn var tekinn til frekari skoðunar, þar sem við gegnumlýsingu komu í ljós að hann innihéldi torkennilega hluti,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst fyrir skömmu. Við nánari skoðun kom í ljós að flugeldar og eftirlíkingar af skotvopnum væru í pakkanum. Enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð og er lögreglan á Suðurnesjum með málið til rannsóknar. Vellinum lokað í fjóra klukkutíma Flugvélin var dregin yfir á öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallað hot cargo svæði, þar sem lögregla hafði verið að störfum frá því í nótt. „Vellinum var lokað fyrri part nætur og vélin lendir þarna rétt rúmlega ellefu og það lentu engar vélar á vellinum eftir það. Völlurinn er opnaður aftur um þrjú leytið í nótt og síðan þá skilst mér að allt hafi verið nokkurn veginn samkvæmt áætlun,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, um atburði næturinnar. Einhverjar flugvélar fóru yfir til Akureyrar og Egilstaða meðan Keflavíkurflugvelli var lokað og ein fór til Glasgow. Þá var einhverjum flugvélum snúið við aftur á brottfarastað. „Á endanum voru einhverjar vélar sem að komu frá völlum sem þeir lentu á yfir til Keflavíkur eftir að það var opnað aftur þarna um þrjú leytið. Þannig það var einhver röskun og vafalaust hafa einhverjir farþegar fundið fyrir því en þessi lokun varði í fjóra klukkutíma eða svo,“ segir Guðjón. „Það getur vissulega komið til að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum eða veikindum meðal farþega eða eitthvað slíkt, en það er sem betur fer ekki algengt að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum,“ segir hann enn fremur. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Lögreglumál Smygl Tengdar fréttir Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Aðgerðum lögreglu lauk klukkan korter yfir átta í morgun en flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Lögregla hafði þá fengið tilkynningu um að ákveðinn pakki innihéldi sprengju. „Vinna sprengjusérfræðinga sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar gekk vel og pakkinn fannst eftir leit. Pakkinn var tekinn til frekari skoðunar, þar sem við gegnumlýsingu komu í ljós að hann innihéldi torkennilega hluti,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst fyrir skömmu. Við nánari skoðun kom í ljós að flugeldar og eftirlíkingar af skotvopnum væru í pakkanum. Enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð og er lögreglan á Suðurnesjum með málið til rannsóknar. Vellinum lokað í fjóra klukkutíma Flugvélin var dregin yfir á öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallað hot cargo svæði, þar sem lögregla hafði verið að störfum frá því í nótt. „Vellinum var lokað fyrri part nætur og vélin lendir þarna rétt rúmlega ellefu og það lentu engar vélar á vellinum eftir það. Völlurinn er opnaður aftur um þrjú leytið í nótt og síðan þá skilst mér að allt hafi verið nokkurn veginn samkvæmt áætlun,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, um atburði næturinnar. Einhverjar flugvélar fóru yfir til Akureyrar og Egilstaða meðan Keflavíkurflugvelli var lokað og ein fór til Glasgow. Þá var einhverjum flugvélum snúið við aftur á brottfarastað. „Á endanum voru einhverjar vélar sem að komu frá völlum sem þeir lentu á yfir til Keflavíkur eftir að það var opnað aftur þarna um þrjú leytið. Þannig það var einhver röskun og vafalaust hafa einhverjir farþegar fundið fyrir því en þessi lokun varði í fjóra klukkutíma eða svo,“ segir Guðjón. „Það getur vissulega komið til að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum eða veikindum meðal farþega eða eitthvað slíkt, en það er sem betur fer ekki algengt að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum,“ segir hann enn fremur.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Lögreglumál Smygl Tengdar fréttir Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent