Silfursvanir á svið á Madeira Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. september 2022 21:32 Sesselja Guðrún Sigurðardóttir og Kristín Sigrún Halldórsdóttir eru meðal fjörutíu Silfursvana sem stíga brátt á svið á Madeira. Soffa Marteinsdóttir er þjálfari þeirra. Vísir/Egill Hópur ballerína á sjötugs-og áttræðisaldri hefur æft stíft undanfarið fyrir ballettatriði sem þær verða með á stórri alþjóðlegri hátíð á Madeira í næstu viku. Kennarinn segir sumar þeirra vera að upplifa gamlan draum. Hópurinn kallar sig Silfursvanina og var stofnaður árið 2016 í Ballettskóla Eddu Scheving. Þær hafa undanfarið æft stíft fyrir atriði sem þær ætla að vera með á alþjóðlegri fimleikahátíð sem verður haldin á Portúgölsku eyjunni Madeira í næstu viku. Það var óneitanlega fögur sjón að sjá hópinn svífa um salinn í Skipholti við tónlist eftir Chopin þegar fréttastofu bar að garði. Næstu fjörutíu konur á besta aldri æfa stíft þessa dagana fyrir ballettsýningu á Madeira.Vísir/Egill Soffía Marteinsdóttir ballettkennari hjá Ballettskóla Eddu Scheving segir ballett fyrir alla á öllum aldri. „Sumar í hópnum lærðu ballett sem börn. Svo eru aðrar sem bjuggu kannski út í sveit eða landi þar sem ballettnám var ekki í boði þegar þær voru litlar og eru að upplifa gamlan draum í dag,“ segir Soffía. Hún segir ballett afar hentuga hreyfingu, þar sé verið að æfa samhæfingu og jafnvægi sem sé afar gagnlegt þegar aldurinn færist yfir. „Það er svo margt sem kemur saman í ballett, þetta er hreyfing fyrir líkama og sál,“ segir Soffía. „Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum“ Það er greinilega mikill metnaður í hópnum sem telur alls fjörutíu konur. „Strax og Soffía kom að máli við okkur um hvort við vildum taka þátt í þessu, þá kviknaði neistinn. Við erum búnar að vera æfa og æfa. Við erum líka búnar að hafa aukaæfingar síðastliðna viku,“ segir Sesselja Guðrún Sigurðardóttir Silfursvanur sem hóf ballettnám árið 2017. Kristín Sigrún Halldórsdóttir hóf ballettnám árið 2016 fyrir tilviljun þegar vinkona hennar bað hana um að koma með sér. Hún segist ekkert hafa verið að auglýsa að hún væri í slíku námi til að byrja með en það hafi breyst. „ Ég er nýlega farin að segja að ég sé í ballett og segi mjög grimmt frá því og fólk er bara afar glatt fyrir mína hönd og finnst þetta hið besta mál,“ segir hún. Kristín segist finna mikinn mun á sér eftir að hún hóf dansnámið. „Ég er kannski ekki að svífa um eins og svanur en en þetta er bara gott fyrir líkamann. Þetta skilar sér með ýmsu móti. Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum,“ segir hún. Hópurinn heldur til Madeira á næstunni og sýnir svo á hátíðinni snemma í næstu viku. Þær viðurkenna að þær séu með svolítinn sviðskrekk en þó aðallega tilhlökkun. „Það á alltaf að vera smá sviðskrekkur,“ segja þær áður en þær svífa á braut. Dans Eldri borgarar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Hópurinn kallar sig Silfursvanina og var stofnaður árið 2016 í Ballettskóla Eddu Scheving. Þær hafa undanfarið æft stíft fyrir atriði sem þær ætla að vera með á alþjóðlegri fimleikahátíð sem verður haldin á Portúgölsku eyjunni Madeira í næstu viku. Það var óneitanlega fögur sjón að sjá hópinn svífa um salinn í Skipholti við tónlist eftir Chopin þegar fréttastofu bar að garði. Næstu fjörutíu konur á besta aldri æfa stíft þessa dagana fyrir ballettsýningu á Madeira.Vísir/Egill Soffía Marteinsdóttir ballettkennari hjá Ballettskóla Eddu Scheving segir ballett fyrir alla á öllum aldri. „Sumar í hópnum lærðu ballett sem börn. Svo eru aðrar sem bjuggu kannski út í sveit eða landi þar sem ballettnám var ekki í boði þegar þær voru litlar og eru að upplifa gamlan draum í dag,“ segir Soffía. Hún segir ballett afar hentuga hreyfingu, þar sé verið að æfa samhæfingu og jafnvægi sem sé afar gagnlegt þegar aldurinn færist yfir. „Það er svo margt sem kemur saman í ballett, þetta er hreyfing fyrir líkama og sál,“ segir Soffía. „Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum“ Það er greinilega mikill metnaður í hópnum sem telur alls fjörutíu konur. „Strax og Soffía kom að máli við okkur um hvort við vildum taka þátt í þessu, þá kviknaði neistinn. Við erum búnar að vera æfa og æfa. Við erum líka búnar að hafa aukaæfingar síðastliðna viku,“ segir Sesselja Guðrún Sigurðardóttir Silfursvanur sem hóf ballettnám árið 2017. Kristín Sigrún Halldórsdóttir hóf ballettnám árið 2016 fyrir tilviljun þegar vinkona hennar bað hana um að koma með sér. Hún segist ekkert hafa verið að auglýsa að hún væri í slíku námi til að byrja með en það hafi breyst. „ Ég er nýlega farin að segja að ég sé í ballett og segi mjög grimmt frá því og fólk er bara afar glatt fyrir mína hönd og finnst þetta hið besta mál,“ segir hún. Kristín segist finna mikinn mun á sér eftir að hún hóf dansnámið. „Ég er kannski ekki að svífa um eins og svanur en en þetta er bara gott fyrir líkamann. Þetta skilar sér með ýmsu móti. Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum,“ segir hún. Hópurinn heldur til Madeira á næstunni og sýnir svo á hátíðinni snemma í næstu viku. Þær viðurkenna að þær séu með svolítinn sviðskrekk en þó aðallega tilhlökkun. „Það á alltaf að vera smá sviðskrekkur,“ segja þær áður en þær svífa á braut.
Dans Eldri borgarar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum