Fólkið í bílalestinni er sagt hafa verið á leið til borgarinnar Zaporizhzhia til að sækja ættingja sína og koma þeim burtu.Myndskeið frá vettvangi sýna fólk og gæludýr látin inni í og fyrir utan bifreiðarnar. Fjórar eldflaugar eru sagðar hafa lent á staðnum þar sem fólkið hafði safnast saman.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti mun í dag leggja blessun sína yfir innlimun fjögurra héraða í Úkraínu, þeirra á meðal Zaporizhzhia.
Forsetinn hefur viðurkennt að ýmislegt hafi misfarist við herkvaðninguna sem nú stendur yfir og menn verið kallaðir til sem áttu að vera undanþegnir. Þetta verði allt saman leiðrétt.
Breska varnarmálaráðuneytið segir aðbúnað Rússa í Úkraínu slæman og að sumum þeirra sem hafa verið kvaddir til á síðustu dögum hafi verið sagt að verða sér sjálfir út um fyrstu hjálp. Þá hafi þeim verið bent á að dömubindi og túrtappar væru hagkvæmur kostur.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 30 September 2022
— Ministry of Defence (@DefenceHQ) September 30, 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/Y8S1k3So8J
#StandWithUkraine pic.twitter.com/BHmCsXHR8G