NASA og SpaceX vilja lengja líftíma Hubble Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 10:27 Geimfari um borð í geimskutlunni tók þessa mynd af Hubble í maí 2009. NASA Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX hafa gert samkomulag um tilraunaverkefni sem snýr að því að hækka mögulega sporbraut geimsjónaukans Hubble og lengja líftíma hans. Það voru forsvarsmenn SpaceX og Polaris Program sem leituðu til NASA og lögðu til að möguleiki þess að þjónusta Hubble á þennan hátt, og mögulega aðra gervihnetti, yrði rannsakaður. Rannsóknin mun taka allt að sex mánuði og á þeim tíma munu vísindamenn fara yfir gögn um Hubble og Dragon-geimfar SpaceX, sem vonast er til að hægt verði að nota til þess að þjónusta Hubble. Verkefnið á að vera NASA og skattgreiðendum í Bandaríkjunum að kostnaðarlausu. Sá sem leiðir Polaris Program er auðjöfurinn Jared Isaacman, sem fjármagnaði geimferð hjá SpaceX fyrir hóp óbreyttra borgara í fyrra. Hann tilkynnti í kjölfar þess geimskots að hann ætlaði í samstarf með SpaceX. Fyrsta geimskot þessa samstarfs á að fara fram á fyrri hluta næsta árs og er markmiðið að senda geimfara lengra út í geim en gert hefur verið frá því að Apollo-geimfararnir lentu á tunglinu. Þá stendur einnig til að senda óbreytta borgara í fyrstu geimgönguna. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Í tilkynningu á vef NASA er haft eftir Jessica Jensen, einum af yfirmönnum SpaceX, að þau vilji þróa tækni og aðferðir til að takast á við erfið og flókin vandamál. Verkefni eins og það að lengja líftíma Hubble myndi hjálpa til við markmið SpaceX, sem er að dreifa mannkyninu um sólkerfið. Hubble var sendur út í geim árið 1990 og er í um 540 kílómetra hæð á sporbraut yfir jörðu. Sjónaukinn hefur þó verið að færast nær jörðinni en með því að hækka hann aftur og koma á stöðugri sporbraut og framkvæma viðgerðir og uppfærslur væri hægt að lengja líftíma sjónaukans. Að óbreyttu verður sjónaukinn látinn brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt frétt New York Times gæti það gerst undir lok þessa áratugar. Miðillinn segir einnig að á tímum geimskutlnanna hafi geimfarar gert breytingar á Hubble svo hægt væri að draga hann, ef svo þyrfti. Þessi rannsókn SpaceX snýr að því hvernig hægt væri að nota þá viðbót og Dragon til að bjarga og bæta Hubble. Bandaríkin Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Rannsóknin mun taka allt að sex mánuði og á þeim tíma munu vísindamenn fara yfir gögn um Hubble og Dragon-geimfar SpaceX, sem vonast er til að hægt verði að nota til þess að þjónusta Hubble. Verkefnið á að vera NASA og skattgreiðendum í Bandaríkjunum að kostnaðarlausu. Sá sem leiðir Polaris Program er auðjöfurinn Jared Isaacman, sem fjármagnaði geimferð hjá SpaceX fyrir hóp óbreyttra borgara í fyrra. Hann tilkynnti í kjölfar þess geimskots að hann ætlaði í samstarf með SpaceX. Fyrsta geimskot þessa samstarfs á að fara fram á fyrri hluta næsta árs og er markmiðið að senda geimfara lengra út í geim en gert hefur verið frá því að Apollo-geimfararnir lentu á tunglinu. Þá stendur einnig til að senda óbreytta borgara í fyrstu geimgönguna. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Í tilkynningu á vef NASA er haft eftir Jessica Jensen, einum af yfirmönnum SpaceX, að þau vilji þróa tækni og aðferðir til að takast á við erfið og flókin vandamál. Verkefni eins og það að lengja líftíma Hubble myndi hjálpa til við markmið SpaceX, sem er að dreifa mannkyninu um sólkerfið. Hubble var sendur út í geim árið 1990 og er í um 540 kílómetra hæð á sporbraut yfir jörðu. Sjónaukinn hefur þó verið að færast nær jörðinni en með því að hækka hann aftur og koma á stöðugri sporbraut og framkvæma viðgerðir og uppfærslur væri hægt að lengja líftíma sjónaukans. Að óbreyttu verður sjónaukinn látinn brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt frétt New York Times gæti það gerst undir lok þessa áratugar. Miðillinn segir einnig að á tímum geimskutlnanna hafi geimfarar gert breytingar á Hubble svo hægt væri að draga hann, ef svo þyrfti. Þessi rannsókn SpaceX snýr að því hvernig hægt væri að nota þá viðbót og Dragon til að bjarga og bæta Hubble.
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira