Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Sæberg skrifar 1. október 2022 08:12 Þeir feðgar hafa ærið tilefni til að fagna í dag, líkt og þeir höfðu við undirritun skjala þegar Árni Þórður keypti sína fyrstu íbúð. Aðsend Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og hann er ávallt kallaður, hefur um nokkurra mánaða skeið haldið vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns Árna Þórðar við alvarleg veikindi. Á tímabili var Árna Þórði vart hugað líf en í Fréttablaði dagsins er greint frá þeim gleðitíðindum að Árni Þórður sé nú laus af sjúkrahúsi. Á jóladag í fyrra birti Siggi stormur stuttan pistil á Facebooksíðu sinni þar sem greindi frá því að Árna Þórði hefði verið haldið sofandi í öndunarvél í tæplega viku. Hann sagði jólin það árið ekki vera þeim hjónunum Hólmfríði Þórisdóttur hátíð ljóss, friðar og gleði líkt og þau eiga til að vera. „Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda,“ sagði Siggi. Svo virðist sem bataóskir til handa Árna Þórði hafi borið tilætlaðan árangur enda fékk hann á fimmtudag læknabréf þar sem hann var útskrifaður af spítala. Í samtali við Fréttablaðið segir Siggi að fyrir fjölskyldunni sé bati Árna Þórðar hálfgert kraftaverk. Hann segir að á tímabili hafi ekki öllum litist á blikuna. Mun aldrei geta þakkað þeim sem sýndu stuðning Sem áður segir leyfði Siggi stormur fólki að fylgjast með baráttu Árna Þórðar á samfélagsmiðlum. Það segir hann hafa verið sína leið til að takast á við áfallið sem fylgir alvarlegum veikindum sonar. „Ég get aldrei þakkað þeim sem með einum eða öðrum hætti sýndu styrk og góðan hug. Þegar svona kemur upp þá er maður svo aleinn í eyðimörkinni, maður er alveg hjálparlaus því maður kann auðvitað ekkert í læknisfræðum. Getur ekkert gert og þarf að treysta á Guð og lukkuna, góða lækna og hjúkrunarfólk,“ hefur Fréttablaðið eftir honum. Fékk dagsleyfi á þrítugsafmælinu Síðustu fréttirnar sem Siggi flutti af veikindum Árna Þórðar voru gleðifréttir. Í síðustu viku varð hann nefnilega þrítugur og fékk dagsleyfi af spítalanum til þess að verja afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. „Árni sér væntanlega fyrir endann á lífsógnandi sjúkdómi í næstu viku. Hann hafði óskað sér að vera laus við spítalann á afmælisdaginn sinn - en þetta er allt að koma,“ sagði Siggi á Facebook við tilefnið og reyndist sannspár. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og hann er ávallt kallaður, hefur um nokkurra mánaða skeið haldið vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns Árna Þórðar við alvarleg veikindi. Á tímabili var Árna Þórði vart hugað líf en í Fréttablaði dagsins er greint frá þeim gleðitíðindum að Árni Þórður sé nú laus af sjúkrahúsi. Á jóladag í fyrra birti Siggi stormur stuttan pistil á Facebooksíðu sinni þar sem greindi frá því að Árna Þórði hefði verið haldið sofandi í öndunarvél í tæplega viku. Hann sagði jólin það árið ekki vera þeim hjónunum Hólmfríði Þórisdóttur hátíð ljóss, friðar og gleði líkt og þau eiga til að vera. „Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda,“ sagði Siggi. Svo virðist sem bataóskir til handa Árna Þórði hafi borið tilætlaðan árangur enda fékk hann á fimmtudag læknabréf þar sem hann var útskrifaður af spítala. Í samtali við Fréttablaðið segir Siggi að fyrir fjölskyldunni sé bati Árna Þórðar hálfgert kraftaverk. Hann segir að á tímabili hafi ekki öllum litist á blikuna. Mun aldrei geta þakkað þeim sem sýndu stuðning Sem áður segir leyfði Siggi stormur fólki að fylgjast með baráttu Árna Þórðar á samfélagsmiðlum. Það segir hann hafa verið sína leið til að takast á við áfallið sem fylgir alvarlegum veikindum sonar. „Ég get aldrei þakkað þeim sem með einum eða öðrum hætti sýndu styrk og góðan hug. Þegar svona kemur upp þá er maður svo aleinn í eyðimörkinni, maður er alveg hjálparlaus því maður kann auðvitað ekkert í læknisfræðum. Getur ekkert gert og þarf að treysta á Guð og lukkuna, góða lækna og hjúkrunarfólk,“ hefur Fréttablaðið eftir honum. Fékk dagsleyfi á þrítugsafmælinu Síðustu fréttirnar sem Siggi flutti af veikindum Árna Þórðar voru gleðifréttir. Í síðustu viku varð hann nefnilega þrítugur og fékk dagsleyfi af spítalanum til þess að verja afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. „Árni sér væntanlega fyrir endann á lífsógnandi sjúkdómi í næstu viku. Hann hafði óskað sér að vera laus við spítalann á afmælisdaginn sinn - en þetta er allt að koma,“ sagði Siggi á Facebook við tilefnið og reyndist sannspár.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent