Sauðfjárrækt er lífsstíll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2022 13:03 Fjöldi fólks sótti Dag sauðkindarinnar í Rangárhöllinni laugardaginn 1. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikil stemning á Hellu í gær þegar Dagur sauðkindarinnar var haldin hátíðlegur í Rangárhöllinni. Mikill drifkraftur er í sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu og mikill metingur á meðal bænda hver ræktar besta féð. Það var múgur og margmenn í Rangárhöllinni í gær að skoða fallegt sauðfé úr Rangárvallasýslu, auk þess sem keppt var í nokkrum flokkum. Verðlaun voru til dæmis veitt fyrir besta hyrnda lambhrútinn, bestu kollóttu gimbrina, besta veturgamla hrútinn, þykkasta bakvöðvann og síðast en ekki síst litfegurstu gimbrina. Ræktunarbú ársins var líka verðlaunað en það er búið á Kaldbak á Rangárvöllum hjá þeim Sigríði Heiðmundsdóttir og Viðari Steinarssyni. Sigríður var að vonum mjög ánægð með daginn. “Það að vera fjárbóndi er bara lífið, það er það besta en þú verður sjálfsagt alltaf að hafa eitthvað annað með til að lifa, en það að vera fjárbóndi er bara það besta í heimi,” segir Sigríður. En eru lömbin og kindurnar mismunandi karakterar? “Já, já, sumt er alveg snarvitlaust og maður ræður ekkert við það. Ég er að reyna að fara að minnka aðeins féð, því eftir því sem maður eldist, þá er ég ekki eins kraftmikil og ætla því að hafa minna fé í framtíðinni”. Að vera sauðfjárbóndi er það besta í heimi segir Sigríður á Kaldbak.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lovísa Herborg Ragnarsdóttir á Hemlu stýrði Degi sauðkindarinnar af mikill röggsemi eins og svo oft áður. “Já, þetta er mjög gaman og margir, sem hafa áhuga á þessu. Þetta er fjórtánda árið, sem við höldum þessa sýningu. Það er öflug sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu, það gefur engin eftir þar. Hér er engin að kvarta og kveikna, en að vera með sauðfé er náttúrulega lífsstíll eins og einhvers staðar var sagt. Sauðfjárræktin lifir með þjóðinni, enda hvað er betra en lambalæri með brúnuðum og brúnni sósu,” segir Lovísa Herborg hlægjandi. Lovísa Herborg á Hemlu, sem stýrði Degi sauðkindarinnar eins og herforingi í Rangárhöllinni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigríður og Viðar, sauðfjárbændur á Kaldbak, sem eru með ræktunarbú ársins 2021 í Rangárvallasýslu. Hér eru þau með barnabörnum sínum, frá vinstri, Viðar Freyr Garðarsson rétt tæplega 11 ára, Úlfur Ragnarsson 6 ára, Helga Björk Garðarsdóttir 8 ára og Kári Ragnarsson 2 ára.Aðsend Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
Það var múgur og margmenn í Rangárhöllinni í gær að skoða fallegt sauðfé úr Rangárvallasýslu, auk þess sem keppt var í nokkrum flokkum. Verðlaun voru til dæmis veitt fyrir besta hyrnda lambhrútinn, bestu kollóttu gimbrina, besta veturgamla hrútinn, þykkasta bakvöðvann og síðast en ekki síst litfegurstu gimbrina. Ræktunarbú ársins var líka verðlaunað en það er búið á Kaldbak á Rangárvöllum hjá þeim Sigríði Heiðmundsdóttir og Viðari Steinarssyni. Sigríður var að vonum mjög ánægð með daginn. “Það að vera fjárbóndi er bara lífið, það er það besta en þú verður sjálfsagt alltaf að hafa eitthvað annað með til að lifa, en það að vera fjárbóndi er bara það besta í heimi,” segir Sigríður. En eru lömbin og kindurnar mismunandi karakterar? “Já, já, sumt er alveg snarvitlaust og maður ræður ekkert við það. Ég er að reyna að fara að minnka aðeins féð, því eftir því sem maður eldist, þá er ég ekki eins kraftmikil og ætla því að hafa minna fé í framtíðinni”. Að vera sauðfjárbóndi er það besta í heimi segir Sigríður á Kaldbak.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lovísa Herborg Ragnarsdóttir á Hemlu stýrði Degi sauðkindarinnar af mikill röggsemi eins og svo oft áður. “Já, þetta er mjög gaman og margir, sem hafa áhuga á þessu. Þetta er fjórtánda árið, sem við höldum þessa sýningu. Það er öflug sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu, það gefur engin eftir þar. Hér er engin að kvarta og kveikna, en að vera með sauðfé er náttúrulega lífsstíll eins og einhvers staðar var sagt. Sauðfjárræktin lifir með þjóðinni, enda hvað er betra en lambalæri með brúnuðum og brúnni sósu,” segir Lovísa Herborg hlægjandi. Lovísa Herborg á Hemlu, sem stýrði Degi sauðkindarinnar eins og herforingi í Rangárhöllinni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigríður og Viðar, sauðfjárbændur á Kaldbak, sem eru með ræktunarbú ársins 2021 í Rangárvallasýslu. Hér eru þau með barnabörnum sínum, frá vinstri, Viðar Freyr Garðarsson rétt tæplega 11 ára, Úlfur Ragnarsson 6 ára, Helga Björk Garðarsdóttir 8 ára og Kári Ragnarsson 2 ára.Aðsend
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira