„Við náðum að sigla þessu í land og gera vel“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 2. október 2022 21:12 Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, var sáttur í leikslok Vísir: Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir unnu ÍA 3-2 í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í dag. „Mér fannst við spila vel. Ég hefði viljað halda boltanum stundum aðeins betur eða láta ganga betur. Við spiluðum vel, fengum góð færi í fyrri hálfleik, skot í stöng og skorum tvö góð mörk. Þetta var spurning um að vera þolinmóðir og brjóta þá niður. Skagamenn berjast og þeir eru með fljóta menn fram á við þannig að við þurftum að passa upp á það. Mér fannst við fá góð færi í leiknum og nýta færin vel sem er mikilvægt. Þetta var mjög góður sigur hjá strákunum.“ Sigurði fannst leikskipulagið ganga ágætlega en fór yfir með sínum mönnum í hálfleik hvað mætti gera betur. „Það gekk ágætlega það sem við lögðum upp með og auðvitað getur maður alltaf gert betur og við fórum yfir það í hálfleik hvað við vildum gera betur. Skaginn kom til baka og liðin eru að berjast fyrir lífi sínu og við vissum það að þeir kæmu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Við náðum að sigla þessu í land og gera vel, ég er mjög ánægður.“ Sigurður vill að Keflavík haldi áfram þessum dampi og sýni sig og sanni að þeir eigi heima í efri hlutanum. „Núna er recovery og að ná sér. Við tökum létta æfingu á morgun og svo góða æfinga viku. Svo að mæta í næsta leik og að halda áfram þessum dampi. Það getur verið áskorun að halda sér mótiveruðum. Við erum í sjöunda sæti og komnir í mjög góða stöðu en hver einasti leikur skiptir máli fyrir okkur. Við viljum vera lang besta liðið í neðri hlutanum til þess að sýna og sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima í efri hlutanum og þangað stefnum við á næsta ári.“ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 3-2| Á slóðum björgunarafreka Skagamenn sóttu Keflavík heim í fyrsta leik úrslitakeppninar. Það var mikið skemmtanagildi í leiknum þar sem fimm mörk litu dagsins ljós og þar af eitt úr víti. Lokatölur 3-2 fyrir Keflavík. Umfjöllun og viðtöl væntanleg seinna í kvöld. 2. október 2022 14:15 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
„Mér fannst við spila vel. Ég hefði viljað halda boltanum stundum aðeins betur eða láta ganga betur. Við spiluðum vel, fengum góð færi í fyrri hálfleik, skot í stöng og skorum tvö góð mörk. Þetta var spurning um að vera þolinmóðir og brjóta þá niður. Skagamenn berjast og þeir eru með fljóta menn fram á við þannig að við þurftum að passa upp á það. Mér fannst við fá góð færi í leiknum og nýta færin vel sem er mikilvægt. Þetta var mjög góður sigur hjá strákunum.“ Sigurði fannst leikskipulagið ganga ágætlega en fór yfir með sínum mönnum í hálfleik hvað mætti gera betur. „Það gekk ágætlega það sem við lögðum upp með og auðvitað getur maður alltaf gert betur og við fórum yfir það í hálfleik hvað við vildum gera betur. Skaginn kom til baka og liðin eru að berjast fyrir lífi sínu og við vissum það að þeir kæmu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Við náðum að sigla þessu í land og gera vel, ég er mjög ánægður.“ Sigurður vill að Keflavík haldi áfram þessum dampi og sýni sig og sanni að þeir eigi heima í efri hlutanum. „Núna er recovery og að ná sér. Við tökum létta æfingu á morgun og svo góða æfinga viku. Svo að mæta í næsta leik og að halda áfram þessum dampi. Það getur verið áskorun að halda sér mótiveruðum. Við erum í sjöunda sæti og komnir í mjög góða stöðu en hver einasti leikur skiptir máli fyrir okkur. Við viljum vera lang besta liðið í neðri hlutanum til þess að sýna og sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima í efri hlutanum og þangað stefnum við á næsta ári.“
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 3-2| Á slóðum björgunarafreka Skagamenn sóttu Keflavík heim í fyrsta leik úrslitakeppninar. Það var mikið skemmtanagildi í leiknum þar sem fimm mörk litu dagsins ljós og þar af eitt úr víti. Lokatölur 3-2 fyrir Keflavík. Umfjöllun og viðtöl væntanleg seinna í kvöld. 2. október 2022 14:15 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - ÍA 3-2| Á slóðum björgunarafreka Skagamenn sóttu Keflavík heim í fyrsta leik úrslitakeppninar. Það var mikið skemmtanagildi í leiknum þar sem fimm mörk litu dagsins ljós og þar af eitt úr víti. Lokatölur 3-2 fyrir Keflavík. Umfjöllun og viðtöl væntanleg seinna í kvöld. 2. október 2022 14:15