35 þúsund manns útbrunnir skv. nýjustu könnun.
30 prósent á aldrinum 18 til 24 ára á vinnumarkaðnum segjast útbrunnin einu sinni í viku eða oftar.
Þarna er fólk að vinna, í skóla og í tómstundum eða íþróttum.
Svo makar og vinir. Partý líka.
Með námi kemur líka heimavinna.
Hvernig lítur þeirra dagskrá út?
Eru 5 mín á milli tíma? Ná þau að segja hæ ef einhver stoppar þau.
Hversu mikið af tímanum eyða þau svo líka á samfélagsmiðlum og internetinu.
Pældu í huganum. Fær það rými til að anda?
Eldra fólkið fussar og sveiar. Áður fyrr var þetta ekki svona.
Er ekki farið að ofnota orðið kulnun?
Góðir punktar .... EN
á þeirra tímum var ekki internet
á þeirra tímum voru ekki samfélagsmiðlar (halló áreiti)
á þeirra tímum voru símar aðal áreitið
á þeirra tímum var ekki svona margt í boði
á þeirra tímum var ekki hægt að fá aðgengi að manni 24/7
Að vera í skóla er vinna
Að vera í vinnu er vinna
Að stunda íþróttir og aðrar tómstundir er vinna
Að vera með maka og vini er vinna
Að vera með fjölskyldu er vinna
Þetta er allt áreiti. Mismunandi mikið og tekur mismunandi á mann.
Því er svo mikilvægt að þekkja sjálfan sig og mörkin sín.
Hversu mikið ertu að gera fyrir þig vs. fyrir aðra?
Hvað af dagskránni þinni gefur þér orku?
Hvað af dagskránni tekur frá þér orku
Hægt er að nálgast stundarskrá og frí verkfæri hér undir "view all products".
Annars förum við dýpra í þetta á námskeiðinu sem er á síðunni
Við þurfum að þekkja mörkin okkar
Það fyrsta er dagskráin
Hættum að yfirfylla hana.
Það mun alltaf bætast í hana
Þú stjórnar dagskránni. Þú býrð til líf þitt.
Búðu til draumalífið.
Höfundur er kulnunarmarkþjálfi.