Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. október 2022 10:26 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, stóð sig betur en kannanir gerðu ráð fyrir. AP/Eraldo Peres Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. Þegar 99,9 prósent atkvæða höfðu verið talin var Luiz Inácio Lula da Silva, leiðtogi vinstrisins og fyrrverandi forseti Brasilíu, með 48,4 prósent atkvæða samkvæmt AP fréttaveitunni en Jair Bolsonaro Brasilíuforseti með 43,2 prósent atkvæða. Níu til viðbótar voru í framboði en hlutu öll töluvert færri atkvæði. Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, fékk 48,4 prósent atkvæða. AP/Andre Penner Niðurstaðan kom nokkuð á óvart en kannanir fyrir kosningarnar um helgina gerðu ráð fyrir að Lula nyti talsvert meiri stuðnings en Bolsonaro, samkvæmt einni könnun var Lula með fjórtán prósentustiga forskot, langt frá þeim fimm prósentustiga mun sem raunin var. Bolsonaro virðist hafa staðið sig betur en við var búist í suðausturhluta landsins, þar á meðal í Sao Paulo og Rio de Janeiro. Bolsonaro sagði við blaðamenn eftir að úrslitin komu í ljós að hann skildi að fólkið vildi breytingar, en að sumar breytingar gætu haft slæm áhrif. Lula sagði aftur á móti að niðurstöðurnar væru aðeins til þess að hann myndi taka örlítið seinna við en ella. Kjósendur hafa nú fjórar vikur til að ákveða hver verði næsti forseti Brasilíu. Stuðningsmenn Bolsonaro fögnuðu í gær. AP/Ton Molina Óhætt er að segja að Bolsonaro hafi verið umdeildur frá því að hann tók við embætti forseta í janúar 2019 en hann hefur einna helst verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við Covid heimsfaraldrinum auk þess sem hann hefur gert lítið úr lýðræðislegum stofnunum og æst fólk upp með orðræðu sinni. Lula er aftur á móti einna þekktastur fyrir að koma á fót umfangsmiklu kerfi félagslegrar þjónustu meðan hann gegndi embætti forseta frá 2003 til 2010. Hann er þó einnig umdeildur vegna hneykslismála flokks síns og var hann sjálfur dæmdur í fangelsi fyrir spillingu, þó sá dómur hafi að lokum verið ógildur. Bolsonaro og Lula skiptust á að skjóta á hvorn annan fyrir kosningarnar en Bolsonaro kallaði Lula þjóf á meðan Lula sagði Bolsonaro brjálæðing. Brazil's leftist candidate Lula da Silva won the first round of the presidential election with 48.4% of the vote (just shy of the 50% he needed to avoid a runoff)Lula got over 6 million more votes than far-right incumbent Bolsonaro, at 43.2%They go to round two on October 30 pic.twitter.com/e3Ta9tuGtl— Ben Norton (@BenjaminNorton) October 3, 2022 Brasilía Tengdar fréttir Stefnir í aðra umferð í Brasilíu Miðað við talin atkvæði í brasilísku forsetakosningunum sem fram fóru í dag verða úrslitin á þá leið að efna þurfi til seinni umferðar kosninganna, þar sem Jair Bolsonaro, sitjandi forseti, og Luiz Inácio Lula da Silva, sem var forseti frá 2003 til 2011, munu mætast. 2. október 2022 22:51 Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30 Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. 30. september 2022 14:07 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Þegar 99,9 prósent atkvæða höfðu verið talin var Luiz Inácio Lula da Silva, leiðtogi vinstrisins og fyrrverandi forseti Brasilíu, með 48,4 prósent atkvæða samkvæmt AP fréttaveitunni en Jair Bolsonaro Brasilíuforseti með 43,2 prósent atkvæða. Níu til viðbótar voru í framboði en hlutu öll töluvert færri atkvæði. Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, fékk 48,4 prósent atkvæða. AP/Andre Penner Niðurstaðan kom nokkuð á óvart en kannanir fyrir kosningarnar um helgina gerðu ráð fyrir að Lula nyti talsvert meiri stuðnings en Bolsonaro, samkvæmt einni könnun var Lula með fjórtán prósentustiga forskot, langt frá þeim fimm prósentustiga mun sem raunin var. Bolsonaro virðist hafa staðið sig betur en við var búist í suðausturhluta landsins, þar á meðal í Sao Paulo og Rio de Janeiro. Bolsonaro sagði við blaðamenn eftir að úrslitin komu í ljós að hann skildi að fólkið vildi breytingar, en að sumar breytingar gætu haft slæm áhrif. Lula sagði aftur á móti að niðurstöðurnar væru aðeins til þess að hann myndi taka örlítið seinna við en ella. Kjósendur hafa nú fjórar vikur til að ákveða hver verði næsti forseti Brasilíu. Stuðningsmenn Bolsonaro fögnuðu í gær. AP/Ton Molina Óhætt er að segja að Bolsonaro hafi verið umdeildur frá því að hann tók við embætti forseta í janúar 2019 en hann hefur einna helst verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við Covid heimsfaraldrinum auk þess sem hann hefur gert lítið úr lýðræðislegum stofnunum og æst fólk upp með orðræðu sinni. Lula er aftur á móti einna þekktastur fyrir að koma á fót umfangsmiklu kerfi félagslegrar þjónustu meðan hann gegndi embætti forseta frá 2003 til 2010. Hann er þó einnig umdeildur vegna hneykslismála flokks síns og var hann sjálfur dæmdur í fangelsi fyrir spillingu, þó sá dómur hafi að lokum verið ógildur. Bolsonaro og Lula skiptust á að skjóta á hvorn annan fyrir kosningarnar en Bolsonaro kallaði Lula þjóf á meðan Lula sagði Bolsonaro brjálæðing. Brazil's leftist candidate Lula da Silva won the first round of the presidential election with 48.4% of the vote (just shy of the 50% he needed to avoid a runoff)Lula got over 6 million more votes than far-right incumbent Bolsonaro, at 43.2%They go to round two on October 30 pic.twitter.com/e3Ta9tuGtl— Ben Norton (@BenjaminNorton) October 3, 2022
Brasilía Tengdar fréttir Stefnir í aðra umferð í Brasilíu Miðað við talin atkvæði í brasilísku forsetakosningunum sem fram fóru í dag verða úrslitin á þá leið að efna þurfi til seinni umferðar kosninganna, þar sem Jair Bolsonaro, sitjandi forseti, og Luiz Inácio Lula da Silva, sem var forseti frá 2003 til 2011, munu mætast. 2. október 2022 22:51 Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30 Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. 30. september 2022 14:07 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Stefnir í aðra umferð í Brasilíu Miðað við talin atkvæði í brasilísku forsetakosningunum sem fram fóru í dag verða úrslitin á þá leið að efna þurfi til seinni umferðar kosninganna, þar sem Jair Bolsonaro, sitjandi forseti, og Luiz Inácio Lula da Silva, sem var forseti frá 2003 til 2011, munu mætast. 2. október 2022 22:51
Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30
Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. 30. september 2022 14:07
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00
Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56