Starfið undir í stórleiknum í kvöld? Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2022 13:01 Inter þarf á sigri að halda gegn Barcelona í kvöld. vísir/Getty Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu. Inter hefur ekki farið vel af stað í deildinni heima fyrir og er aðeins með tólf stig eftir átta leiki í níunda sæti deildarinnar. Inzaghi tók við liðinu sem ríkjandi Ítalíumeisturum af Antonio Conte fyrir síðustu leiktíð en Inter hafnaði í öðru sæti deildarinnar í vor, aðeins tveimur stigum frá grönnum sínum í AC Milan sem unnu deildina. Bæði Inter og Barcelona eru með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum, en bæði unnu þau botnlið Viktoria Plzen frá Tékklandi og töpuðu bæði fyrir Bayern München sem er á toppi riðilsins. Býst við að Inter þurfi að þjást í kvöld Pressan er töluverð á Inzaghi eftir strembna byrjun á Ítalíu og gætu næstu tveir leikir í Meistaradeildinni, sem báðir eru gegn Barcelona, ráðið úrslitum um framtíð hans í starfi. Inzaghi segir strembið verkefni fram undan í kvöld. Simone Inzaghi er undir töluverðri pressu.Getty „Barcelona eru afar sterkir og heildsteyptir. Þeir eru eitt þriggja liða sem spila besta fótboltann í Evrópu og við þekkjum mikilvægi leiksins,“ segir Inzaghi og bætir við: „Við erum Inter og við munum reyna að spila inn á okkar styrkleika. Þetta verður leikur þjáningar (e. suffering),“. Þurfa að takast á við nýja áskorun Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir Börsunga hyggjast gera það sem Inzaghi óttast: að taka leikinn yfir og keyra yfir ítalska liðið. Xavi segir að Barcelona þurfi að aðlaga leik sinn að kerfi Inter.Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images „Við viljum taka völdin, hafa boltann og spila á vallarhelmingi andstæðingsins. Það er saga Barcelona og ég mun ekki breyta henni,“ segir Xavi sem segir þá slakt gengi Inter ekki hafa áhrif í kvöld. „Gengi þeirra hefur engin áhrif. Við höfum spilað marga leiki þar sem við vorum ólíklegri aðilinn en samt unnið. Inter notar aðra uppstillingu en önnur lið sem við höfum mætt. Leikur Inzaghi er kraftmikill og hann nýtir tvo framherja sem er eitthvað sem þekkist ekki lengur á Spáni,“. Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hann er einn fjögurra leikja í Meistaradeildinni sem eru á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld, auk þess sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu bæði hita upp fyrir leikina og gera þá alla upp. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Inter hefur ekki farið vel af stað í deildinni heima fyrir og er aðeins með tólf stig eftir átta leiki í níunda sæti deildarinnar. Inzaghi tók við liðinu sem ríkjandi Ítalíumeisturum af Antonio Conte fyrir síðustu leiktíð en Inter hafnaði í öðru sæti deildarinnar í vor, aðeins tveimur stigum frá grönnum sínum í AC Milan sem unnu deildina. Bæði Inter og Barcelona eru með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum, en bæði unnu þau botnlið Viktoria Plzen frá Tékklandi og töpuðu bæði fyrir Bayern München sem er á toppi riðilsins. Býst við að Inter þurfi að þjást í kvöld Pressan er töluverð á Inzaghi eftir strembna byrjun á Ítalíu og gætu næstu tveir leikir í Meistaradeildinni, sem báðir eru gegn Barcelona, ráðið úrslitum um framtíð hans í starfi. Inzaghi segir strembið verkefni fram undan í kvöld. Simone Inzaghi er undir töluverðri pressu.Getty „Barcelona eru afar sterkir og heildsteyptir. Þeir eru eitt þriggja liða sem spila besta fótboltann í Evrópu og við þekkjum mikilvægi leiksins,“ segir Inzaghi og bætir við: „Við erum Inter og við munum reyna að spila inn á okkar styrkleika. Þetta verður leikur þjáningar (e. suffering),“. Þurfa að takast á við nýja áskorun Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir Börsunga hyggjast gera það sem Inzaghi óttast: að taka leikinn yfir og keyra yfir ítalska liðið. Xavi segir að Barcelona þurfi að aðlaga leik sinn að kerfi Inter.Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images „Við viljum taka völdin, hafa boltann og spila á vallarhelmingi andstæðingsins. Það er saga Barcelona og ég mun ekki breyta henni,“ segir Xavi sem segir þá slakt gengi Inter ekki hafa áhrif í kvöld. „Gengi þeirra hefur engin áhrif. Við höfum spilað marga leiki þar sem við vorum ólíklegri aðilinn en samt unnið. Inter notar aðra uppstillingu en önnur lið sem við höfum mætt. Leikur Inzaghi er kraftmikill og hann nýtir tvo framherja sem er eitthvað sem þekkist ekki lengur á Spáni,“. Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hann er einn fjögurra leikja í Meistaradeildinni sem eru á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld, auk þess sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu bæði hita upp fyrir leikina og gera þá alla upp. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira