Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2022 20:01 Páll Winkel fangelsismálstjóri segir aðstöðuna til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslega. Hann segir brýnt að bregðast við athugasemdum Umboðsmanns barna. Vísir/Vilhelm Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur. Niðurstöður tveggja rannsókna bendi til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Meðal þess sem talið er upp er að skortur sé á upplýsingagjöf og stuðningsþjónustu til barna eins og sérstökum barnafulltrúa, þá sé aðstaða barna til heimsókna ekki nógu góð. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast við en mikilvægt sé að átta sig á að kerfið sé margfalt stærra á hinum Norðurlöndunum. „Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Okkar verkefni fyrir örfáum árum síðan var að loka ónýtum fangelsum. Fangelsi sem voru rekin á undanþágu heilbrigðisyfirvalda. Það er búið að loka þeim og við erum að byggja eða búin að byggja ný fangelsi í staðinn. Við fórum líka í að bæta innihald vistunar einsn og að bjóða upp á félagsráðgjafa og geðheilbrigðisteymi í fangelsin. Síðan þurfum við að huga að næstu skrefum og þetta er svo sannarlega slíkt verkefni. Við þurfum samt að hafa í huga að löndin sem við erum borin saman við í skýrslu Umboðsmanns barna eru fimmtán til tuttugu sinnum stærri en hér þannig að það hafa barnafulltrúa í hverju fangelsi hér væri of mikið. Það breytir ekki því að við þurfum að bregðast við þessu,“ segir Páll. Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Í skýrslunni er bent á að aðstaða fyrir heimsóknir barna í fangelsum sé afar misjöfn en alls staðar sé hægt að bæta úr. Fangelsið á Hólmsheiði var opnað árið 2016 og þar er sérstakur heimsóknargangur með herbergjum fyrir fanga og íbúð þar sem fangar geta tekið á móti fjölskyldum sínum. Páll segir að nú sé verið að skoða að lengja heimsóknartíma þar. Barnaherbergi í íbúð í fangelsinu á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir verið að skoða að fangar fái að vera í íbúðinni yfir nótt ásamt fjölskyldu.Vísir/Vilhelm „Við erum að skoða að bjóða upp á heimsóknir til fanga í íbúðina sem væru jafnvel yfir nótt,“ segir Páll. Viðbjóðsleg aðstaða fyrir börn á Litla-Hrauni Hann segir allt annað upp á tengingnum í hinu lokaða fangelsinu eða á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. „Aðstaðan fyrir börn í Barnakoti á Litla-Hrauni er viðbjóðsleg, en um er að ræða lítinn gám fyrir utan sjálft fangelsið. Hún er bara opið á virkum dögum vegna manneklu og peningaskorts. Það er verið að vinna í að bæta þetta og má búast við að ný aðstaða líti dagsins ljós þar í febrúar 2024. En staðan núna er það slæm að þegar velgjörðamaður okkar heyrði af málinu í gær bauðst hann til þess í gær að styrkja fangelsið þar og gefa nýjan sófa og aðra innanstokksmuni. Þetta segir ýmislegt um þennan málaflokk,“ segir Páll Winkel að lokum. Barnakot á Litla-HrauniVísir/Magnús Fangelsismál Börn og uppeldi Árborg Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur. Niðurstöður tveggja rannsókna bendi til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Meðal þess sem talið er upp er að skortur sé á upplýsingagjöf og stuðningsþjónustu til barna eins og sérstökum barnafulltrúa, þá sé aðstaða barna til heimsókna ekki nógu góð. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast við en mikilvægt sé að átta sig á að kerfið sé margfalt stærra á hinum Norðurlöndunum. „Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Okkar verkefni fyrir örfáum árum síðan var að loka ónýtum fangelsum. Fangelsi sem voru rekin á undanþágu heilbrigðisyfirvalda. Það er búið að loka þeim og við erum að byggja eða búin að byggja ný fangelsi í staðinn. Við fórum líka í að bæta innihald vistunar einsn og að bjóða upp á félagsráðgjafa og geðheilbrigðisteymi í fangelsin. Síðan þurfum við að huga að næstu skrefum og þetta er svo sannarlega slíkt verkefni. Við þurfum samt að hafa í huga að löndin sem við erum borin saman við í skýrslu Umboðsmanns barna eru fimmtán til tuttugu sinnum stærri en hér þannig að það hafa barnafulltrúa í hverju fangelsi hér væri of mikið. Það breytir ekki því að við þurfum að bregðast við þessu,“ segir Páll. Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Í skýrslunni er bent á að aðstaða fyrir heimsóknir barna í fangelsum sé afar misjöfn en alls staðar sé hægt að bæta úr. Fangelsið á Hólmsheiði var opnað árið 2016 og þar er sérstakur heimsóknargangur með herbergjum fyrir fanga og íbúð þar sem fangar geta tekið á móti fjölskyldum sínum. Páll segir að nú sé verið að skoða að lengja heimsóknartíma þar. Barnaherbergi í íbúð í fangelsinu á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir verið að skoða að fangar fái að vera í íbúðinni yfir nótt ásamt fjölskyldu.Vísir/Vilhelm „Við erum að skoða að bjóða upp á heimsóknir til fanga í íbúðina sem væru jafnvel yfir nótt,“ segir Páll. Viðbjóðsleg aðstaða fyrir börn á Litla-Hrauni Hann segir allt annað upp á tengingnum í hinu lokaða fangelsinu eða á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. „Aðstaðan fyrir börn í Barnakoti á Litla-Hrauni er viðbjóðsleg, en um er að ræða lítinn gám fyrir utan sjálft fangelsið. Hún er bara opið á virkum dögum vegna manneklu og peningaskorts. Það er verið að vinna í að bæta þetta og má búast við að ný aðstaða líti dagsins ljós þar í febrúar 2024. En staðan núna er það slæm að þegar velgjörðamaður okkar heyrði af málinu í gær bauðst hann til þess í gær að styrkja fangelsið þar og gefa nýjan sófa og aðra innanstokksmuni. Þetta segir ýmislegt um þennan málaflokk,“ segir Páll Winkel að lokum. Barnakot á Litla-HrauniVísir/Magnús
Fangelsismál Börn og uppeldi Árborg Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07