Öll mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu perlumark Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 09:01 Trent Alexander-Arnold hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir varnarleik sinn en skoraði stórglæsilegt mark í gærkvöld. Getty/Craig Williamson Barcelona er komið í slæm mál eftir tap gegn Inter í dauðariðlinum og Napoli heldur áfram að slá í gegn og er fyrir ofan Liverpool, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Átta leikir voru spilaðir í gær og nú má sjá mörkin úr þeim öllum hér á Vísi. Liverpool vann 2-0 sigur gegn Rangers og er með sex stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í A-riðli. Trent Alexander-Arnold skoraði fyrra markið á Anfield í gær úr gullfallegri aukaspyrnu og Mohamed Salah bætti við öðru af vítapunktinum. Klippa: Liverpool - Rangers Í sama riðli mættust Ajax og Napoli í Amsterdam þar sem gestirnir refsuðu ítrekað fyrir mistök Ajax og unnu magnaðan 6-1 sigur. Napoli er því með fullt hús stiga fyrir seinni helming riðlakeppninnar en Ajax með þrjú stig og Rangers án stiga. Klippa: Ajax - Napoli Í dauðariðlinum dugði Inter mark frá Tyrkjanum Hakan Calhanoglu í uppbótartíma fyrri hálfleiks til að vinna afar dýrmætan sigur gegn Barcelona. Börsungar voru hins vegar æfir yfir dómgæslunni í leiknum og töldu að tekið hefði verið af þeim löglegt mark og vítaspyrna. Klippa: Inter - Barcelona Inter er nú með sex stig og Barcelona þrjú en Bayern München er efst í C-riðli með fullt hús stiga eftir öruggan 5-0 sigur gegn botnliði Viktoria Plzen, þar sem Leroy Sané skoraði tvö mörk. Klippa: Bayern - Plzen Club Brugge heldur áfram að koma á óvart í B-riðli og hefur unnið alla þrjá leiki sína en liðið lagði Atlético Madrid að velli í gær, 2-0. Klippa: Club Brugge - Atlético Madrid Í sama riðli náði Porto í sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Leverkusen og eru því Porto, Leverkusen og Atlético öll jöfn með þrjú stig, sex stigum á eftir Club Brugge. Klippa: Porto - Leverkusen Í D-riðli voru engin mörk skoruð í leik Tottenham og Frankfurt í Lundúnum og ljóst að afar mikilvægur slagur bíður liðanna í Þýskalandi eftir viku. Þau eru með fjögur stig hvort en Sporting Lissabon er efst í riðlinum með sex stig þrátt fyrir 4-1 tap gegn Marseille sem náði þannig í sín fyrstu stig. Trincao kom Sporting reyndar yfir en Alexis Sánchez jafnaði fljótt eftir skelfileg markmannsmistök og Marseille komst í 3-1 fyrir hálfleik. Klippa: Marseille - Sporting Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur gegn Rangers og er með sex stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í A-riðli. Trent Alexander-Arnold skoraði fyrra markið á Anfield í gær úr gullfallegri aukaspyrnu og Mohamed Salah bætti við öðru af vítapunktinum. Klippa: Liverpool - Rangers Í sama riðli mættust Ajax og Napoli í Amsterdam þar sem gestirnir refsuðu ítrekað fyrir mistök Ajax og unnu magnaðan 6-1 sigur. Napoli er því með fullt hús stiga fyrir seinni helming riðlakeppninnar en Ajax með þrjú stig og Rangers án stiga. Klippa: Ajax - Napoli Í dauðariðlinum dugði Inter mark frá Tyrkjanum Hakan Calhanoglu í uppbótartíma fyrri hálfleiks til að vinna afar dýrmætan sigur gegn Barcelona. Börsungar voru hins vegar æfir yfir dómgæslunni í leiknum og töldu að tekið hefði verið af þeim löglegt mark og vítaspyrna. Klippa: Inter - Barcelona Inter er nú með sex stig og Barcelona þrjú en Bayern München er efst í C-riðli með fullt hús stiga eftir öruggan 5-0 sigur gegn botnliði Viktoria Plzen, þar sem Leroy Sané skoraði tvö mörk. Klippa: Bayern - Plzen Club Brugge heldur áfram að koma á óvart í B-riðli og hefur unnið alla þrjá leiki sína en liðið lagði Atlético Madrid að velli í gær, 2-0. Klippa: Club Brugge - Atlético Madrid Í sama riðli náði Porto í sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Leverkusen og eru því Porto, Leverkusen og Atlético öll jöfn með þrjú stig, sex stigum á eftir Club Brugge. Klippa: Porto - Leverkusen Í D-riðli voru engin mörk skoruð í leik Tottenham og Frankfurt í Lundúnum og ljóst að afar mikilvægur slagur bíður liðanna í Þýskalandi eftir viku. Þau eru með fjögur stig hvort en Sporting Lissabon er efst í riðlinum með sex stig þrátt fyrir 4-1 tap gegn Marseille sem náði þannig í sín fyrstu stig. Trincao kom Sporting reyndar yfir en Alexis Sánchez jafnaði fljótt eftir skelfileg markmannsmistök og Marseille komst í 3-1 fyrir hálfleik. Klippa: Marseille - Sporting Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira