Greindist með meðgöngueitrun og var sett af stað Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2022 07:48 Milla Ósk Magnúsdóttir og eiginmaður hennar, Einar Þorsteinsson. Saman eiga þau einn son, Emil Magnús Einarsson. Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og eiginkona formanns borgarráðs, greindist með meðgöngueitrun þremur vikum fyrir settan dag. Sonur hennar var oft lasinn fyrstu sex mánuðina sem gerði hana afar örvæntingarfulla. Milla birti færslu á mánudaginn í tilefni þess að sonur hennar og Einars Þorsteinssonar, Emil Magnús, væri orðinn sex mánaða gamall. Emil fæddist sama dag og Milla og Einar fengu afhent húsið sitt. Milla segir son þeirra vera fyndinn, ákveðinn og heimsins bestur en segir að þessir fyrstu sex mánuðir hafi alls ekki verið neinn dans á rósum. „Fyndið hvað ég eyddi miklum tíma af mínum fullorðinsárum að kvíða því að fæða barn. Aldrei hvarflaði það að mér að allt það sem myndi gerast EFTIR fæðinguna yrði margfalt erfiðara en sjálf fæðingin,“ segir Milla. Emil fæddist þremur vikum fyrir tímann eftir að Milla greindist með meðgöngueitrun. Ofan á það kom í ljós að hún var með hjartabilun, vökvasöfnun í lungum og öðrum líffærum og fékk að lokum nýrnasteinakast. Sjö af fyrstu tíu dögum Emils Magnúsar var eytt á spítalanum. „Fljótlega kom svo líka í ljós að Emil Magnús var kveisubarn, með bakflæði, vara- og tunguhaft og líklegast mjólkuróþol. Við þökkuðum fyrir það á hverjum degi að hann væri ekki alvarlega veikur, en vanlíðanin hjá honum var óskaplega mikil. Hann grét stanslaust, vildi hvorki vera í vagni, kerru né bílstól, vildi ekkert nema vera í fanginu á okkur og á hreyfingu,“ segir Milla. Þetta myndi hverfa með aldrinum Hún gekk með Emil á milli lækna en allir sögðu að í rauninni vissi enginn hvers vegna börn fengju kveisur, það myndi þó eldast af þeim. Í allt sumar beið Milla eftir því að Emil hætti að gráta. „Líkamlega heilsa mín var sem betur fer á uppleið, en andlega heilsan á húrrandi niðurleið. Aldrei var ég jafn örvæntingarfull eða einmana og þegar ég sá nýbakaðar mömmur á samfélagsmiðlum fara með vagnana sína í göngutúra, eða niðrí bæ á kaffihús. Sumar fóru meira að segja í fjallgöngur. MEÐ barnið!“ segir Milla. Á meðan sat hún heima með grátandi barn. Þakklát fyrir alla sem hlustuðu En að lokum höfðu læknarnir rétt fyrir sér og veikindin fóru að minnka. Milla segist oft hugsa til baka og þakka þeim sem hlustuðu á hana og hughreystu, þar á meðal starfsfólk fæðingar- og sængurlegudeildar, hjartadeildarinnar, ljósmæður þeirra, brjóstagjafarráðgjafinn, starfsmenn ungbarnaverndar, heilsugæslunnar og sálfræðingar. Hún segir heilbrigðiskerfið vera svo ótrúlegt að hún nái varla utan um það. „Mín upplifun er svo sem flóknari en gengur og gerist og að mörgu leyti finnst mér erfitt að segja frá þessu öllu. Mér finnst ég opinbera mjög persónulega erfiðleika og áföll sem ég bjóst aldrei við að gera. Mér finnst erfitt að viðurkenna að fæðingarþunglyndi og kvíði hafi orðið hluti af mínu lífi,“ segir Milla. Hún vill opna á umræðu um þessa hlið móðurhlutverksins því til að allir geti hjálpast að verði að vera hægt að tala um svona hluti. „Við öll, og sérstaklega mæður, verðum að hætta að bera okkur saman við aðra. Allar meðgöngur og fæðingar eru einstakar. Fæðingarorlof eru það líka. Og þetta ferli er líklega aldrei dans á rósum,“ segir Milla að lokum. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Milla birti færslu á mánudaginn í tilefni þess að sonur hennar og Einars Þorsteinssonar, Emil Magnús, væri orðinn sex mánaða gamall. Emil fæddist sama dag og Milla og Einar fengu afhent húsið sitt. Milla segir son þeirra vera fyndinn, ákveðinn og heimsins bestur en segir að þessir fyrstu sex mánuðir hafi alls ekki verið neinn dans á rósum. „Fyndið hvað ég eyddi miklum tíma af mínum fullorðinsárum að kvíða því að fæða barn. Aldrei hvarflaði það að mér að allt það sem myndi gerast EFTIR fæðinguna yrði margfalt erfiðara en sjálf fæðingin,“ segir Milla. Emil fæddist þremur vikum fyrir tímann eftir að Milla greindist með meðgöngueitrun. Ofan á það kom í ljós að hún var með hjartabilun, vökvasöfnun í lungum og öðrum líffærum og fékk að lokum nýrnasteinakast. Sjö af fyrstu tíu dögum Emils Magnúsar var eytt á spítalanum. „Fljótlega kom svo líka í ljós að Emil Magnús var kveisubarn, með bakflæði, vara- og tunguhaft og líklegast mjólkuróþol. Við þökkuðum fyrir það á hverjum degi að hann væri ekki alvarlega veikur, en vanlíðanin hjá honum var óskaplega mikil. Hann grét stanslaust, vildi hvorki vera í vagni, kerru né bílstól, vildi ekkert nema vera í fanginu á okkur og á hreyfingu,“ segir Milla. Þetta myndi hverfa með aldrinum Hún gekk með Emil á milli lækna en allir sögðu að í rauninni vissi enginn hvers vegna börn fengju kveisur, það myndi þó eldast af þeim. Í allt sumar beið Milla eftir því að Emil hætti að gráta. „Líkamlega heilsa mín var sem betur fer á uppleið, en andlega heilsan á húrrandi niðurleið. Aldrei var ég jafn örvæntingarfull eða einmana og þegar ég sá nýbakaðar mömmur á samfélagsmiðlum fara með vagnana sína í göngutúra, eða niðrí bæ á kaffihús. Sumar fóru meira að segja í fjallgöngur. MEÐ barnið!“ segir Milla. Á meðan sat hún heima með grátandi barn. Þakklát fyrir alla sem hlustuðu En að lokum höfðu læknarnir rétt fyrir sér og veikindin fóru að minnka. Milla segist oft hugsa til baka og þakka þeim sem hlustuðu á hana og hughreystu, þar á meðal starfsfólk fæðingar- og sængurlegudeildar, hjartadeildarinnar, ljósmæður þeirra, brjóstagjafarráðgjafinn, starfsmenn ungbarnaverndar, heilsugæslunnar og sálfræðingar. Hún segir heilbrigðiskerfið vera svo ótrúlegt að hún nái varla utan um það. „Mín upplifun er svo sem flóknari en gengur og gerist og að mörgu leyti finnst mér erfitt að segja frá þessu öllu. Mér finnst ég opinbera mjög persónulega erfiðleika og áföll sem ég bjóst aldrei við að gera. Mér finnst erfitt að viðurkenna að fæðingarþunglyndi og kvíði hafi orðið hluti af mínu lífi,“ segir Milla. Hún vill opna á umræðu um þessa hlið móðurhlutverksins því til að allir geti hjálpast að verði að vera hægt að tala um svona hluti. „Við öll, og sérstaklega mæður, verðum að hætta að bera okkur saman við aðra. Allar meðgöngur og fæðingar eru einstakar. Fæðingarorlof eru það líka. Og þetta ferli er líklega aldrei dans á rósum,“ segir Milla að lokum.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira