Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2022 13:59 Áætlað er að framkvæmdum ljúki í desember. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. Að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar er verkefnið að byrja í framkvæmd en til stendur að því ljúki í byrjun desember. Frumathugun fór af stað í lok síðasta árs og í febrúar var hafist handa við hönnun og áætlanagerð sem síðan lauk í maí. Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. Smáhúsin verða á grasflötinni við Engjaveg. Vísir/Vilhelm Íbúar hafa orðið varir við framkvæmdir á svæðinu en einn íbúi vekur athygli á málinu á hverfasíðu Langholtshverfis á Facebook. Er það gagnrýnt að aldrei hafi verið kynning á verkefninu frá Reykjavíkurborg líkt og íbúar hafi óskað eftir. Þá hafi svæðið geta nýst fyrir uppbyggingu skóla og leikskólastarfs í hverfinu. Íbúum gefist kostur að koma athugasemdum á framfæri „Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart að þarna rísi hús,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, en hún segir það hafa staðið til árum saman að koma smáhýsum fyrir í Laugardalnum. Þá segir hún að samráð hafi verið haft við íbúa. „Þetta var auglýst eins og aðrar breytingar og fólki gefið kostur á að koma á framfæri athugasemdum og þeim var svarað,“ segir Heiða. Síðast voru umrædd hús í umræðunni í október í fyrra þegar þáverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn áformum meirihlutans og sögðu að Laugardalurinn ætti að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum. Heiða segist skilja að skiptar skoðanir séu á húsunum en ítrekar að hlustað hafi verið á allar raddir og sjónarmið áður en ákvörðunin var tekin. Til stendur að koma fleiri smáhúsum fyrir víðs vegar í Reykjavík og hafa nokkur þegar risið. „Við ætlum að koma öllum þessum húsum fyrir og vonumst til þess að Reykvíkingar séu tilbúnir til að standa með okkur í þessu verkefni, að allir eigi húsnæði,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira
Að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar er verkefnið að byrja í framkvæmd en til stendur að því ljúki í byrjun desember. Frumathugun fór af stað í lok síðasta árs og í febrúar var hafist handa við hönnun og áætlanagerð sem síðan lauk í maí. Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. Smáhúsin verða á grasflötinni við Engjaveg. Vísir/Vilhelm Íbúar hafa orðið varir við framkvæmdir á svæðinu en einn íbúi vekur athygli á málinu á hverfasíðu Langholtshverfis á Facebook. Er það gagnrýnt að aldrei hafi verið kynning á verkefninu frá Reykjavíkurborg líkt og íbúar hafi óskað eftir. Þá hafi svæðið geta nýst fyrir uppbyggingu skóla og leikskólastarfs í hverfinu. Íbúum gefist kostur að koma athugasemdum á framfæri „Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart að þarna rísi hús,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, en hún segir það hafa staðið til árum saman að koma smáhýsum fyrir í Laugardalnum. Þá segir hún að samráð hafi verið haft við íbúa. „Þetta var auglýst eins og aðrar breytingar og fólki gefið kostur á að koma á framfæri athugasemdum og þeim var svarað,“ segir Heiða. Síðast voru umrædd hús í umræðunni í október í fyrra þegar þáverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn áformum meirihlutans og sögðu að Laugardalurinn ætti að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum. Heiða segist skilja að skiptar skoðanir séu á húsunum en ítrekar að hlustað hafi verið á allar raddir og sjónarmið áður en ákvörðunin var tekin. Til stendur að koma fleiri smáhúsum fyrir víðs vegar í Reykjavík og hafa nokkur þegar risið. „Við ætlum að koma öllum þessum húsum fyrir og vonumst til þess að Reykvíkingar séu tilbúnir til að standa með okkur í þessu verkefni, að allir eigi húsnæði,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira