Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 20:07 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Vísir/Stöð 2 Hagfræðingur BSRB segir það hlutverk Seðlabankans og ríkisstjórnar að bera ábyrgð á efnahagsstjórn landsins en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör fyrir launafólk. Seðlabankastjóri skoraði á aðila vinnumarkaðarins að taka þátt í að halda verðbólgu í skefjum í dag. Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta um fjórðung úr prósentustigi í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði að bankinn gæfi nú boltann á aðra, vinnumarkaðinn, atvinnulífið og ríkisstjórnina, í baráttu við verðbólgu sem nemur nú um níu prósentum. Þegar áskorun seðlabankastjóra var borin undir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld áréttaði hún að það væri á ábyrgð bankans og ríkisstjórna að sjá um efnahagsstjórnina en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör í landinu. Hreyfingin horfi til tæplega 40.000 heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman í fyrra og þola nú kaupmáttarrýrnun og kvennastétta þar sem laun endurspegla ekki verðmæti starfanna. „Það er óhjákvæmilegt að krefjast leiðréttingar fyrir þessa hópa,“ sagði Sigríður Ingibjörg um hvort að launakröfum yrði stillt í hóf í komandi kjarasamningaviðræðum. Hvað kröfurnar varðaði liti verkalýðshreyfingin á samspil launa við þætti frá stjórnvöldum. Því sagði hagfræðingurinn fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Í því væru lagðar til hækkanir almennra gjalda sem bitni fyrst og fremst á launafólki en ónæg framlög til barnabóta og húsnæðismála og fleiri þátta. „Það eru þessi atriði sem munu hafa áhrif á launakröfur okkar þegar að kjarsamningaborðinu kemur,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Seðlabankinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir „Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta um fjórðung úr prósentustigi í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði að bankinn gæfi nú boltann á aðra, vinnumarkaðinn, atvinnulífið og ríkisstjórnina, í baráttu við verðbólgu sem nemur nú um níu prósentum. Þegar áskorun seðlabankastjóra var borin undir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld áréttaði hún að það væri á ábyrgð bankans og ríkisstjórna að sjá um efnahagsstjórnina en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör í landinu. Hreyfingin horfi til tæplega 40.000 heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman í fyrra og þola nú kaupmáttarrýrnun og kvennastétta þar sem laun endurspegla ekki verðmæti starfanna. „Það er óhjákvæmilegt að krefjast leiðréttingar fyrir þessa hópa,“ sagði Sigríður Ingibjörg um hvort að launakröfum yrði stillt í hóf í komandi kjarasamningaviðræðum. Hvað kröfurnar varðaði liti verkalýðshreyfingin á samspil launa við þætti frá stjórnvöldum. Því sagði hagfræðingurinn fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Í því væru lagðar til hækkanir almennra gjalda sem bitni fyrst og fremst á launafólki en ónæg framlög til barnabóta og húsnæðismála og fleiri þátta. „Það eru þessi atriði sem munu hafa áhrif á launakröfur okkar þegar að kjarsamningaborðinu kemur,“ sagði Sigríður Ingibjörg.
Seðlabankinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir „Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00