„Ótrúlega gaman að spila í Eyjum“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 08:31 Hergeir Grímsson heldur til Vestmannaeyja í dag til að spila erfiðan leik gegn ÍBV. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hergeir Grímsson og félagar í hans nýja liði Stjörnunni hafa farið heldur rólega af stað í Olís-deildinni í handbolta og eru með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Fimmta umferð deildarinnar hefst í dag með þremur leikjum en leikurinn í Eyjum er klukkan 18 og svo mætast Grótta og FH, og KA og ÍR, klukkan 19:30. Á morgun mætast Fram og Valur í annað sinn á fimm dögum og umferðinni lýkur á laugardag með leikjum Harðar og Selfoss, og Hauka og Aftureldingar. Hergeir er vanur hörkurimmum gegn Eyjamönnum eftir að hafa spilað með Selfossi allan sinn feril en mætir nú út í Heimaey með bláklæddum Stjörnumönnum. „Það er ótrúlega gaman að spila í Vestmannaeyjum. Ég hlakka mjög mikið til. Það er líka stemning að fara til Eyja, taka bátinn og eyða deginum í þetta,“ sagði Hergeir sem var gestur í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson hló þá og sagði léttur: „Þú ert örugglega eini maðurinn sem finnst það eitthvað geggjað, að fara í bátinn og eyða heilum degi í þetta.“ Ætla að berjast fyrir titli Hergeir segir að Stjörnumenn ætli sér stóra hluti í vetur en til þess þarf liðið að spila betur en það hefur gert í upphafi móts: „Við þurfum bara að halda áfram þessari góðu vörn sem við höfum verið að spila og skerpa aðeins á sóknarleiknum. Það vantar aðeins meiri áræðni í sóknarleikinn og þá held ég að þetta komi. Við ætlum að berjast á toppnum og berjast fyrir titli. Það er ekkert minna en það. En það er mikil vinna framundan og mörg minni markmið sem við þurfum að ná,“ sagði Hergeir en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Fimmta umferð deildarinnar hefst í dag með þremur leikjum en leikurinn í Eyjum er klukkan 18 og svo mætast Grótta og FH, og KA og ÍR, klukkan 19:30. Á morgun mætast Fram og Valur í annað sinn á fimm dögum og umferðinni lýkur á laugardag með leikjum Harðar og Selfoss, og Hauka og Aftureldingar. Hergeir er vanur hörkurimmum gegn Eyjamönnum eftir að hafa spilað með Selfossi allan sinn feril en mætir nú út í Heimaey með bláklæddum Stjörnumönnum. „Það er ótrúlega gaman að spila í Vestmannaeyjum. Ég hlakka mjög mikið til. Það er líka stemning að fara til Eyja, taka bátinn og eyða deginum í þetta,“ sagði Hergeir sem var gestur í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson hló þá og sagði léttur: „Þú ert örugglega eini maðurinn sem finnst það eitthvað geggjað, að fara í bátinn og eyða heilum degi í þetta.“ Ætla að berjast fyrir titli Hergeir segir að Stjörnumenn ætli sér stóra hluti í vetur en til þess þarf liðið að spila betur en það hefur gert í upphafi móts: „Við þurfum bara að halda áfram þessari góðu vörn sem við höfum verið að spila og skerpa aðeins á sóknarleiknum. Það vantar aðeins meiri áræðni í sóknarleikinn og þá held ég að þetta komi. Við ætlum að berjast á toppnum og berjast fyrir titli. Það er ekkert minna en það. En það er mikil vinna framundan og mörg minni markmið sem við þurfum að ná,“ sagði Hergeir en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni