Á vef veðurstofunnar segir að á öllum þessu stöðum verði norðan hvassviðri og slydda eða snjókoma. Viðvaranirnar taka gildi á mismunandi tímum og vara mislengi.
Vestfirðir frá klukkan níu til klukkan þrjú morguninn eftir
„Gengur í norðan hvassviðri með talsverðri úrkomu, einkum norðantil, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Talsverðar líkur á slydduísingu. Mikilvægt er að ganga vel frá utandyra og koma búfénaði í skjól. Líkur á að færð spillist, einkum á fjallvegum og ekkert ferðaveður á milli landshluta á meðan viðvörunin er í gildi.“
Strandir og Norðurlandi vestra frá klukkan níu til klukkan átta morguninn eftir
„Gengur í norðan hvassviðri með talsverðri úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á slydduísingu á innviði og vegi. Fólki er bent á að ganga vel frá utandyra og koma búfénaði í skjól. Miklar líkur á að færð spillist og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi.“
Norðurland eystra frá klukkan 13 til klukkan tíu morguninn eftir
„Gengur í norðan hvassviðri með talsverðri úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á slydduísingu á innviði og vegi. Fólki er bent á að ganga vel frá utandyra og koma búfénaði í skjól. Miklar líkur á að færð spillist og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi.“
Austurland að Glettingi frá klukkan 19 til klukkan 12 daginn eftir
„Gengur í norðan hvassviðri með talsverðri úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á slydduísingu á innviði og vegi. Fólki er bent á að ganga vel frá utandyra og koma búfénaði í skjól. Miklar líkur á að færð spillist og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi.“