Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. október 2022 14:35 Bryndís segir að það hafi komið henni á óvart að í nágrannalöndunum ríki meiri sátt um stefnu útlendingamála en á Íslandi. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis heimsótti á dögunum Danmörku og Noreg þar sem nefndarmenn kynntu sér hvernig hvort land um sig stendur að útlendingamálum. Bryndís segir að þar ytra ríki ekki eins mikill ágreiningur um stefnuna og á Íslandi. „Það virðist ekki vera þessi sami pólitíski og samfélagslegi ágreiningur eins og því miður hefur verið hér á síðustu árum enda hefur ráðherra í fjórgang reynt að gera breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið. Fréttaflutningur til dæmis af brottvísun þeirra sem ekki hafa fengið hæli vekur yfirleitt mikla athygli í samfélaginu og hjá fjölmiðlum.“ Þetta sé ekki jafn algengt í nágrannalöndunum. „Í báðum þessum löndum [Noregi og Danmörk] kemur fólk strax inn í skipulagða búsetu á meðan verið er að kanna hvort umsóknin muni fá málefnalega umfjöllun. Ef umsóknin fær það ekki þá er fólki vísað strax úr landi eða það fer í búsetuúrræði þar sem beðið er eftir því að þau geti yfirgefið landið. Það er til dæmis eitt af því sem þau virðast vera mjög stolt af. Mér fannst það svolítið áberandi í báðum löndunum; þau töluðu um að þau væru með virka endursendingarstefnu.“ Bryndís segir mikilvægt að taka út það sem hún kallar „séríslensk ákvæði“ í útlendingalögum. „Í okkar lögum höfum við ýmis íslensk sérákvæði. Töluvert stór hluti af þeim sem koma hingað að sækja um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópulandi og bæði Noregur og Danmörk eru almennt ekki að taka þessar umsóknir til umfjöllunar og það er mjög lág prósenta hjá þeim á meðan það hefur farið allt upp í 50% hjá okkur eitt árið en er kannski yfirleitt í kringum 20%. Ég held til að mynda að þetta sé eitt af þeim ákvæðum sem við þurfum að taka út.“ Hún vilji „hreinsa út“ eitthvað af ákvæðunum og breyta lögunum þannig að þau líkist þeim sem gilda í nágrannalöndunum. „Í okkar tilfelli erum við ekki einu sinni bara að tala um það að fólk hafi sótt um vernd annars staðar heldur er það þannig að margir hafa fengið vernd í öðru landi og þá er auðvitað hægt að gagnrýna að það fólk sé að koma í annað land til að sækja um í sama farveg annars staðar um vernd og væri kannski eðlilegra að opna á möguleikann fyrir það fólk að fá að koma hingað og vinna og starfa án þess að vera inn í verndarkerfinu okkar og þar af leiðandi inn í því mikilvæga kerfi sem við höfum í kringum það fólk sem er að flýja stríð og átök og á í rauninni líf sitt undir.“ Bryndís sagði nefndarmenn hafa heillast að „norsku aðlögunarstefnunni“ þar sem sveitarfélög um allt land fá talsvert af fjármagni til að hlúa að flóttafólki. „Eftir að þau hafa fengið hæli þá taka sveitarfélögin við þeim um allan Noreg og þeim virðist hafa gengið mjög vel að aðlaga bæði flóttamenn og samfélagið að þeirra þörfum og þar hafa sveitarfélögin auðvitað líka þá fengið fjármagn til þess og hafa mikinn hag að því að standa sig vel í því að kenna á norskt samfélag og kenna norsku og sjá til þess að þessu fólki líði vel í þeirra samfélagi.“ Þarna hlýtur lykilatriðið að vera að fjármagn fylgir? „Já, í Noregi virðast sveitarfélögin fá töluvert fjármagn með hverjum og einum flóttamanni og ég held að það sé, svona í ljósi nýjustu frétta af okkar aðstæðum, eitthvað sem við þurfum að skoða mjög vel.“ Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6. október 2022 12:30 Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. 21. júní 2022 16:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis heimsótti á dögunum Danmörku og Noreg þar sem nefndarmenn kynntu sér hvernig hvort land um sig stendur að útlendingamálum. Bryndís segir að þar ytra ríki ekki eins mikill ágreiningur um stefnuna og á Íslandi. „Það virðist ekki vera þessi sami pólitíski og samfélagslegi ágreiningur eins og því miður hefur verið hér á síðustu árum enda hefur ráðherra í fjórgang reynt að gera breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið. Fréttaflutningur til dæmis af brottvísun þeirra sem ekki hafa fengið hæli vekur yfirleitt mikla athygli í samfélaginu og hjá fjölmiðlum.“ Þetta sé ekki jafn algengt í nágrannalöndunum. „Í báðum þessum löndum [Noregi og Danmörk] kemur fólk strax inn í skipulagða búsetu á meðan verið er að kanna hvort umsóknin muni fá málefnalega umfjöllun. Ef umsóknin fær það ekki þá er fólki vísað strax úr landi eða það fer í búsetuúrræði þar sem beðið er eftir því að þau geti yfirgefið landið. Það er til dæmis eitt af því sem þau virðast vera mjög stolt af. Mér fannst það svolítið áberandi í báðum löndunum; þau töluðu um að þau væru með virka endursendingarstefnu.“ Bryndís segir mikilvægt að taka út það sem hún kallar „séríslensk ákvæði“ í útlendingalögum. „Í okkar lögum höfum við ýmis íslensk sérákvæði. Töluvert stór hluti af þeim sem koma hingað að sækja um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópulandi og bæði Noregur og Danmörk eru almennt ekki að taka þessar umsóknir til umfjöllunar og það er mjög lág prósenta hjá þeim á meðan það hefur farið allt upp í 50% hjá okkur eitt árið en er kannski yfirleitt í kringum 20%. Ég held til að mynda að þetta sé eitt af þeim ákvæðum sem við þurfum að taka út.“ Hún vilji „hreinsa út“ eitthvað af ákvæðunum og breyta lögunum þannig að þau líkist þeim sem gilda í nágrannalöndunum. „Í okkar tilfelli erum við ekki einu sinni bara að tala um það að fólk hafi sótt um vernd annars staðar heldur er það þannig að margir hafa fengið vernd í öðru landi og þá er auðvitað hægt að gagnrýna að það fólk sé að koma í annað land til að sækja um í sama farveg annars staðar um vernd og væri kannski eðlilegra að opna á möguleikann fyrir það fólk að fá að koma hingað og vinna og starfa án þess að vera inn í verndarkerfinu okkar og þar af leiðandi inn í því mikilvæga kerfi sem við höfum í kringum það fólk sem er að flýja stríð og átök og á í rauninni líf sitt undir.“ Bryndís sagði nefndarmenn hafa heillast að „norsku aðlögunarstefnunni“ þar sem sveitarfélög um allt land fá talsvert af fjármagni til að hlúa að flóttafólki. „Eftir að þau hafa fengið hæli þá taka sveitarfélögin við þeim um allan Noreg og þeim virðist hafa gengið mjög vel að aðlaga bæði flóttamenn og samfélagið að þeirra þörfum og þar hafa sveitarfélögin auðvitað líka þá fengið fjármagn til þess og hafa mikinn hag að því að standa sig vel í því að kenna á norskt samfélag og kenna norsku og sjá til þess að þessu fólki líði vel í þeirra samfélagi.“ Þarna hlýtur lykilatriðið að vera að fjármagn fylgir? „Já, í Noregi virðast sveitarfélögin fá töluvert fjármagn með hverjum og einum flóttamanni og ég held að það sé, svona í ljósi nýjustu frétta af okkar aðstæðum, eitthvað sem við þurfum að skoða mjög vel.“
Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6. október 2022 12:30 Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. 21. júní 2022 16:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6. október 2022 12:30
Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20
Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. 21. júní 2022 16:14
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent